19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 10
með perlubaukana, og marglitt mynstrið virðist skap- ast svo fljótt, án þess að þær hafi nokkra fyrirmynd. Þessi þjóðbúningasaumur gengur i erfðir, yngri kon- urnar læra af þeim eldri. Flestar grænlenskar stúlk- ur kunna að sauma einhverjar perlur, en færri kunna skinnasauminn. Þjóðbúningurinn er einkar fallegur. Á Grænlandi eru skólar í stærri bæjum. I Juliane- háb eru 900-1000 nemendur á skyldunámsstigi, sem samsvarar hinu íslenska. I skólanum eru danskir bekkir og grænlenskir bekkir, í þeim síðarnefndu er grænlenska ein námsgreinin. Það er alger undan- tekning að danskt barn fari í grænlenskan bekk. Nú er nýbúið að koma á fót prófi á eftir unglingapróf- inu, og samsvarar það landsprófi. 10 nemendur áttu að fara til menntaskólanáms í Danmörku eftir vor- prófið þetta árið. Unnið er að því að koma upp fram- haldsskólum á Grænlandi. Grænlendingar eiga ör- fáa háskólagengna menn. Iðnskólamenntun sækir fólk til Gotháb. Konan sem ég bjó hjá um nokkurt skeið var 46 ára gömul, ólæs, en gat skrifað nafnið sitt. Líkt var á komið fvrir jafnöldrum hennar. — En hvað geta stúlkurnar núna gert þarna að skyldunámi loknu? — Sumar fá vinnu í verslunum, aðrar gerast kivfak, það er húshjálp, aðallega hjá dönskum fjöl- skyldum. Ekki er neinum iðnaði til að dreifa fyrir þær. Atvinnulífið byggist helst á smábátaútgerð og dálitlum frystihúsarekstri. Skipaviðgerðir eru áber- andi þáttur í framkvæmdum á staðnum. — En hvað er sér til gamans gert? — Böll eru vitaskuld um allar helgar. Leikur þá uophljómsveit fyrir dansi, en þess á milli — eða i þvi, sem kallað er pása hérlendis — eru stignir græn- lenskir þjóðdansar af miklu fjöri. Þá er það græn- lenskur polki og dansar, þar sem mikið ber á fóta- stappi, svo að í öllu glymur og innviðir titra. Hvorki er selt áfengi né bjór í samkomuhúsinu, en flestir heimsækja krána áður, þar er bjórsala og dálítið dansað sér til upphitrunar áður en ballið hefst rétt fyrir miðnættið. — Eru Grænlendingar miklir ferðamenn? — Það er dýrt að ferðast á Grænlandi. Ferðin frá Julianeháb til Godtháb kostar jafn mikið og ferð- in frá Godtháb til Danmerkur. Vegna vegaleysis verður að ferðast með skipum og bátum eða flugvél- um og þyrlum. Hundasleðar eru aðallega notaðir á Norður-Grænlandi. Tíðar og miklar þokur valda því, að samgöngur eru mjög slæmar. Pósturinn berst með þyrlum. Varðandi veðurfar má taka fram, að oftast ríkir logn. Snjórinn gerist alldjúpur. Andkalt er á Græn- landi, en frostið ekki óþægilegt nema þegar hvess- ir. I maí fer svo að rigna og allan snjó tekur upp. ísbrjótar halda opinni leiðinni milli Julianeháb og Godtháb. Alltaf eru borgarísjakar á reki á höfninn, en litlir ísbrjótar hreinsa hana með því að ýta jökun- um til og velta þeim. Jakarnir er falleg sjón og það var mér ógleymanlegt að sigla um fjörðinn. — Nú segja mér íslendingar, sem farið hafa í einsdagsferðir til Kulusuk, að íbúarnir þar vinni hvorki né veiði, heldur lifi þeir á dósamat frá Dön- um . . . Tvær grænlenskar telpur í þjóðhúningi og dönsk fóstra þeirra. 8 19. jtjní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.