19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 27
okkar. AIH fram á síðasta áratug var litið svo á að vangefnir ættu að vera á sérstökum stofnunum eða hælum, þar sem þeim var safnað saman oft mörgum hundurðum á sama stað. Hér á landi hefur slíkt þó ekki gerst, en hjá stærri þjóðum var það ekki óal- gengt. Með vaxandi skilningi á ástandi vangefinna, meiri þekkingu hvað snertir meðferð og þjálfun and- lega og líkamlega, hafa viðhorfin verið að breytast hin siðari ár, m. a. í þá átt að hafa stofnanir minni en fleiri og hyggja þær upp sem einingar tiltölulega fámennra hápa. Ennfremur er nú víða erlendis stefnt að auknum samfélagslegum úrbótum í formi leik- skóla og annarra dagvistunarstofnana, verndaðir vinnustaðir eru reistir fyrir þá sem ekki geta unnið á hinum almenna vinnumarkaði. Sumardvalarheim- ili og tómstundastarfsemi er talin nauðsynleg þjón- usta við vangefna ekki síður en heilbrigða. Með vaxandi félagslegum úrbótum er foreldrum og öðr- um aðstandendum gert auðveldara fyrir að hafa vangefin böi-n sín í heimahúsum, ef þau kjósa það frekar en að vista þau á stofnun til frambúðar. Hér á landi hefur verið starfrækt aðeins eitt dag- vistunarheimili, sem tekur við vangefnum ljömum á forskóla- og skólaaldri, en það er Lyngásheimilið við Safamýri 5 í Reykjavík. Styrktarfélag vangef- inna í Reykjavík stofnaði heimilið 1960 og hefur rekið það siðan. Heimilið var upphaflega ætlað 36 börnum, en vegna mikillar eftirspurnar um pláss hafa að undanförnu dvalið þar að jafnaði milli 45- 49 vistmenn. Börnin dvelja þarna daglangt frá kl. 9-17, í umsjá þroskaþjálfa og annars sérmenntaðs starfsliðs, sem veitir ýmis konar þjálfun við hæfi hvers og eins. Má þar nefna föndur og tónlistar- „terapy“, bóklega kennslu, ennfremur sundnámskeið og sjúkraleikfimi. Óhætt er að fullyrða að skortur er á fleiri dag- vistunarstofnunum fyrir vangefin böm, ekki að- eins í Reykjavík heldur og úti um landsbyggðina, sem stendur illa að vígi livað þetta varðar. Rétt er að geta þess hér, að vistheimilið Sólborg á Akureyri hefur einnig tekið börn í dagvist úr næsta nágrenni heimilisins. Vistmenn í Lyngási em að meginþorra úr Reykja- vík, en auk þess njóta þessarar þjónustu börn úr næstu byggðarlögum, t. d. Hafnarfirði, Garðahreppi og Kópavogi. Gert er ráð fyrir að börnin, sem dvelja á Lyngás- heimilinu geti verið þar til 15-16 ára aldurs, en síðan eiga þau kost á að vera í Bjarkarási, sem er vinnu- og dagvistarheimili fyrir fullorðið, vangefið fólk. Það heimili er einnig rekið af Styrktarfélagi van- gefinna í Reykjavík og var stofnað 1971. Á báðum þessum dagvistunarheimilum er dvalarkostnaður greiddur af opinberum aðilum og foreldrum því að kostnaðarlausu. Á sumri komanda er í ráði að starfrækja sumar- dvalarheimili fyrir vangefin börn, að Sogni í ölfusi. Styrktarfélag vangefinna hefur tekið hús á leigu, sem er eign Náttúrulækningafélags fslands, en þar munu börn úr Lyngási dveljast um 2ja mánaða skeið. Höfðaskóli Haustið 1961 tók til starfa sérskóli fyrir börn, sem hafa svo skerta námshæfni að þeim nýtist illa eða alls ekki kennsla í almennum skólum. Höfðaskóiinn i Reykjavik er eini skólinn á landinu, sem einvörð- ungu hefur með höndum kennslu vangefinna bama Frá þvi að skólinn hóf starfsemi sína hafa hátt á þriðja hundrað börn innritast í skólann. Stærsti hópur nemendanna kemur úr Reykjavík og ná- grannabyggðum, en einnig hafa setið í skólanum nemondur, sem eiga heimili sín úti á landi, heima- vist er þó engin við skólann. Nemendur eru teknir inn i skólann að undangeng- inni rannsókn á sálfræðideild skóla, en foreldrar hafa frjálst. val um það hvort þeir fara að tilmælum deildarinnar um að vista börn sín i skólanum eða ekki. Nemendur eru á aldrinum 7-19 ára en í ráði er að koma upp forskóladeild fyrir 6 ára börn. Síðastliðinn vetur voru, um 100 nemendur i skól- anum í 11 bekkjardeildum. Starfið í skólanum er með svipuðu sniði og tiðkast i venjulegum barna- skólum að öðru leyti en því, að farið er miklu hægar vfir námsefnið og kennslan er meira sniðin við hæfi hvers og eins i bekknum, enda eru nemendur aldrei fleiii en tíu i hverri bekkjardeild. Flestir nemenda ná allgóðri lestrar og skriftar- kunnáttu. hagnýtri leikni í einskonar tölum, enn- fremur fá þeir talsverða kennslu í ýmsum lesgrein- um svo og félagslega þjálfun af ýmsu tagi. Flestir kennaranna, sem starfa við skólann eru sérmenntað- ir í kennslu vangefinna barna, en slikt sémám tekur 2-3 ár að loknu almennu kennaranámi. Eins og í mörgum öðrum starfsgreinum er mikill skortur á sérmenntuðu fólki til kennslu og þjálfunar van- gefinna barna, talkennarar eru mjög fáir og er það til baga þegar haft er í huga að stór hópur vangef- 19. .JÚNÍ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.