19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 14
samþykkis hins til ráðstöfunar
yfir eign. Það er sérstaklega í sam-
bandi við sölu eða veðsetningu á
fasteign, búi fjölskyldan á eða í
eigninni og ennfremur til sölu
eða veðsetningar á lausafé teljist
lausaféð til búsgagna á sameigin-
legu heimili hjónanna.
Um skuldarábyrgðina er einn-
ig farin sú leið í lögunum, að
skapa hjónunum fjárhagslegt
sjálfstæði, sem lýsir sér í því, að
maðurinn ábyrgist aðeins sínar
skuldir og konan sínar, nema þau
hafi með sérstakri yfirlýsingu
tekizt á hendur ábyrgð á skuld-
um hins. Frá þessu eru þó undan-
tekningar, sem m. a. lúta að því,
að hvoru hjónanna um sig er sam-
kvæmt 12. gr. laganna heimilt á
ábyrgð beggja að gera þá samn-
inga við aðra, sem nauðsynlegir
eru vegna heimilisþarfa og barn-
anna og vanalegt er að gera í þeim
tilgangi. f 12. gr. laganna er að
finna eina ákvæði laganna, sem
gerir réttarstöðu karla og kvenna
mismunandi, en greinin er svo-
hljóðandi:
„Meðan sambúðin varir er
hvoru hjónanna um sig heimilt
á ábyrgð beggja að gera þá samn-
inga við aðra, sem nauðsynlegir
eru vegna heimilisþarfa eða bam-
anna og vanalegt er að gera í
þeim tilgangi. Slíkt hið sama gild-
ir um samninga konunnar vegna
sérþarfa hennar. Samningar þeir,
er hér um ræðir, teljast gerðir á
ábyrgð beggja lijóna, nema atvik
segi öðru visi til. Ef sá, er samdi
við annað hjóna, vissi eða átti að
sjá, að því var eigi brýn þörf á
því er um var samið, þá er hitt
hjónanna eigi bundið við samn-
inginn."
Þarna er fjallað um samninga
konunnar vegna sérþarfa hennar,
ekki er samsvarandi ákvæði i lög-
um varðandi sérþarfir mannsins.
Eignir, sem hvort hjóna um sig
á, verða hjúskapareign þess og um
eignaraðild að hjúskapareign fer
i megindráttum eins og um eign
ógifts aðila sé að tefla. Við hjú-
skaparslit sýnir samstaðan sig þó,
þvi að þá er sú regla látin halda
sér, að hjúskapareignum, eða öllu
heldur nettóandvirði þeirra, er
skipt í tvo hluta milli hjónanna
og getur t. d. svo farið, að annað
sé eignalaust og láti því ekkert
af mörkum renna til hins aðilans,
en hinn aðilinn eigi eignir, sem
hann verður þá að afhenda að
hálfu til hins.
Hinn 1. janúar 1973 gengu í
gildi ný lög um stofnun og slit
hjúskapar og samkvæmt þeim lög-
um er heimilt við skilnað hjóna að
vikja frá reglunni um helminga-
skipti og er það sérstaklega i þeim
tilvikum, að hjúskapur hafi staðið
skamma stund.
T ögin um réttindi og skyldur
h.ióna cg ^ög’.n um stofnun og slit
ú.iúskanar m’ðn við sömu réttar-
aðstöðu karla cg kvenna. En lög-
in um réttindi og skyldur hjóna
T,irðist við það miðuð, að bæði
bjónin afli tekna. Við höfum nú
btúð við þessi lög í 50 ár, en all-
an þann lima hafa víst flest hjón
í landinu lifað þannig, að maður-
:nn hefur aflað tekna, en konan
sinnt heimilisstörfum. Samkvæmt
lögunum er það sá, sem aflar tekn-
anna, sem hefur ráðstöfunarrétt
yfir iekjunum og þeim eignum,
sem verða til fyrir tekjurnar.
Þ-vnnig, að gifti eignalaust fólk sig
0“ konan afli ekki tekna heldur
einunqis maðu.rinn, þá eru allar
tekjur og allar eignir búsins hjú-
skapareign mannsins og hann
einn getur ráðstafað þeim, með
áður^reindum takmörkunum, en
konan hefur ekki annan ráðstöf-
unarrétt en samkvæmt 12. gr. lag-
anna, sem áður er rakin.
f lögum eru engin ákvæði að
því lútandi, að móðir fái við
hjónaskilnað frekara forræði
barna en faðir, en í langflestum
tilvikum fær hún það samt. Sem
betur fer, virðast hjón oftast sam-
mála um forræði barna og þá
langoftast á þann veg, að konan
fái þau. Það gengur jafnvel svo
langt, að fvrir kemur, að menn
sem krefjast skilnaðar vegna
drykkjuskapar eða annarra lasta
eiginkvenna sinna, svara þá er
spurt er um forræði barna, „að
konan fái börnin að sjálfsögðu“.
En komi það fyrir að hjón séu
sammála um, að faðir fái forræði
barns, þá mun það algengast, að
maðurinn taki einn að sér fram-
færslu barnsins. Það kemur fyrir,
að hjón, sem eiga tvö börn, koma
sér samnn um, að maðurinn hafi
annað barnið og konan hitt, oft
semja þau þá þannig, að maður-
inn sér einn um framfærslu þess
barns sem hjá honum er, en greiði
meðlag með þvi barninu, sem hjá
konunni er.
Þá er annað hjóna fer fram á
lífeyri frá hinu við hjónaskilnað,
þá er það allt.af konan, sem fer
fram á lífevri frá manninum, en
ekki öfugt. En oft gera konur
ekki kröfu til lífeyris við hjóna-
skilnað.
Það er athyglisvert við skilnað-
arsamninga lijóna, að þá er hjón
hafa komið sér saman um það,
að konan hafi forræði harns eða
barna, þá er i langflestum tilvik-
um samið um sama meðlag og
Tryggingastofnun ríkisins greiðir
með föður- eða móðurlausum
börnum, það var i júni 1974 kr.
6.250 á mánuði með hverju barni,
en eins og að framan hefur verið
rakið er bannað með lögum að
semja um lægra meðlag. Eftir að
Tryggingastcfnun rikisins fór að
greiða meðlag með föður- eða
12
19. .JXJNÍ