19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 9
Land fólksins kalJa Grænlendingar land sitt. Hvernig lifir grænlenska þjóðin? Viðtal við unga stúlku, Ragnhildi Ingólfsdóttur, sem kynnti sér mál og líf granna okkar um skeið. Hún teiur að margir íslendingar geri sér rangar hugmyndir um þetta sérstæða fólk. — Og hvers varstu nú vísari um Grænland í Julianehab, Ragnhildur? — Julianeháb er fremur stór bær, byggður uppi í fjallshlíð, þéttskipaður bárujárnsklæddurn timbur- húsum i öllum litum. Nýju hverfin eru hvort sínu megin í bænum, öðru megin einbýlishús og hinum megin fjölbýlishús. Á siðustu árum hefur bærinn verið í vexti, og þar er til dæmis stórt nýtt sjúkrahús cg skóli fvrir börn á skyldunámsstigi. Áfastur við þennan skóla er húsmæðraskólinn, sem ég bjó í. Hann er eingöngu ætlaður grænlenskum námsmeyj- um. Danir stvrkja stúlkur viðs vegar að til skóla- vistar þarna. Þar voru likar reglur og á islenskum húsmæðraskólum, til að mynda hvað varðaði úti- vist á kvöldin. Á laugardögum fengu þær sem voru 19 ára og eldri lykla að húsinu, því að dansleikirnir hefiast ekki fyrr en ldukkan 11 að kvöldi. Ætlunin var, að þarna fengi ég kennslu i græn- lensku, en svo kom i ljós að málið hafði ekki verið kennt bar í 2 ár. Að vísu voru við skólann sérkenn- arar i grænlensku, en þeir voru i verkfalli vegna launadeilu. Kenndu þeir aðrar greinar í skólanum á daginn. Varð ])ví úr að ég naut einkakennslu hjá Henrik Lund. Fyrst notaði ég tímann til að jijálfa mig í dönskunni, svo ég gæti betur notið kennslunn- ar og skilið þýðingarnar. Svo var ég um tíma i barna- skóla með 8-9 ára gömlum nemendum í tilrauna- skyni. Þar náði ég ekki tilskyldum árangri. Græn- lensku börnin kölluðu mig i byrjun Lahili, sem er reyndar hljóðlíking af nafninu Ragnhildur, en svo komust þau upp á lagið með að segja Ravnhild. Fram í febrúar sótti ég tima hjá Henrik Lund, en eftir það hjá grænlenskri stx'dku í húsmæðraskólan- um. Við námið notaði ég danskar kennslubæ-kur, sem ég hafði orðið mér úti um. Grænlensk tunga er mjög margbrotin. Til þess að geta mælt hana liðlega þarf 3-4 ára nám. Af sama orðstofni myndast tugir orða sem hafa mismun- andi merkingu, með þvi að b.æla við stofninn alls konar endingum. Þar við bætast landshlutamállýsk- urnar. Stafsetningin þykir erfið. Stafrófið byggist hins vegar á því latneska eins og okkar. Ritmálið er í notkun frá 1721. Grænland þýðir á grænlensku „land fólksins" og grænlenska „mál fólksins“. Dag- arnir heita eftir tölustöfum, nema sunnudagurinn, sem þeir nefna sabat. Sjálfar tölurnar byggjast hins vegar á fingurtalningu á mjög skemmtilegan hátt Hálfan daginn vann ég á upptökuheimili fyrir grænlensk börn á aldrinum 1-15 ára. Danska ríkið rekur þessa stofnun, en hana gista börn af vandræða- heimilum eða heimilum þar sem móðirin liggur á sjúkrahúsi. Þar voru til dæmis börn drykkjusjúkl- inga og af heimili, sem heilbrigðiseftirlitið hafði lokað. t .Tulianehab eru tvö slik barnaheimili. Þar cr starfandi barnaverndarnefnd og einhverskonar ungbarnaeftirlit. Drykkjuskapur er talsvert almenn- ur hjá miðaldra fólki. Rreytingarnar á grænlenska þjófélaginu hafa harðast komið niður á þeirri kyn- slóð .TTnga fólkið drekkur ekki jafn illa. T Julianeháb er lika elliheimili. Þar er stundaður allur perlusaumurinn, sem erlendu ferðamennirnir kaupa. Það er gaman að sjá gömlu konurnar sitja 19. JÚNÍ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.