19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 44
Fyrirvinnan Heyrt í útvarpinu: „Hann misti föður sinn, er hann var sex ára og varð fyrirvinna móður sinnar, þegar hann hafði aldur til.“ tJr blaðaviðtali við aldraðan mann: „Faðir minn dó þegar ég var 12 ára, elstur 5 systkina. Þá horfði illa fyrir heimilinu. Ábyrgðin hvíldi á mínum herð- um.“ Margir hafa þó efalaust álitið, að mestur þungi ábyrgðarinnar hafi hvílt á herðum móður hans. Ef til vill hefir verið sagt um móður hans, eins og titt var á þeirri tíð: „Vesalings konan, fyrirvinnulaus. Það er ekki um annað að gera fyrir hana en að segja sig til sveitar." Ef málið hefði nú snúið öfugt, að móðirin hefði dáið og faðirinn staðið einn uppi með 5 hörn, þá hefði sennileoga verið sagt: „Vesalings maðurinn Það er ekki um annað að ræða fyrir hann en að gifta sig sem fyrst aftur. Ekki hefir hann efni á að hafa ráðskonu til lengdar.“ Það var vitaskuld ólikt notalegra að fá „með- hjálp“ en að þiggja sveitarstyrk, sem þá hafði mann- réttindamissi i för með sér. Tannlæknisfrú og tannlæknisherra 1 bókinni Læknar á íslandi, II. bindi, er meðal annars skrá um þá, sem fá tannlækningaleyfi árið 1968. Þeir. sem leyfið fá, eru ýmist sagðir vera tannlæknar eða aðstoðartannlæknar, utan einn: Ásta Björt Thoroddsen, frú, Álftanesi. Þó er hún kand. s. frá Háskóla íslands, eins og karltannlæknamir, sem eftir sömu reglu hefði átt að kalla herra. — Árið 1934 fær leyfi Bergljót Magnúsdóttir Smith, tann- lœknir og tannlœknisfrú í Kaupmannahöfn. Eigin- maður hennar er þá að sjálfsögðu tannlœknir og tannlœknisherra. Dömufrí — Herrafrí „Dömufrí" hrópa hljómsveitastjórarnir á danssam- komum, einu sinni eða tvisvar sinnum. „Herrafrí11 hrópa þeir aldrei. Er frelsi kvenna virkilega ekki meira en svo, að danshljómsveitastjórar eigi að ákveða um það, hvort eða hvenær þær mega bjóða upp i dans? Klska — vernda — kúga „Fyrirmyndareiginmaður“ spurði annan, sem var mikill jafnréttissinni: „Heldurðu virkilega, að manni geti þótt eins vænt um konuna sína, þegar konur hafa fengið fullt jafnrétti og engin þörf er lengur á að vernda þær?“ Kennsliibækur 1 inngangi þessarar greinar var vikið að kennlubók- um. Hér verður drepið á fleiri atriði: Bæði drengir og stúlkur — nemendur, sbr. gildandi námsskrá frá 1960, — eiga að læra matreiðslu. Bókin, sem þau eru látin nota við námið, ber misréttisheitið: ZJnga stúlkan og eldhússtörfin. Lestrakennslurbækur, svo og aðrar barnabækur, bii'ta jafnan greinilega mynd, sem grópast i hug barnanna: Mamma stendur ýmist við eldavélina eða situr við saumaskap, en pabbi les blöðin, þegar hann kemur heim frá vinnu utan heimilis. Er lengra líður á tíma skyldunámsins, eiga drengir að læra meðferð 53 verkfæra og sjö véla. Stúlkur eiga að læra meðferð 4 verkfæra: prjónar (2-5), nál, heklu- nál og straujárn, og einnar vélar, saumavélar. (Menntamál 5. h. 1970 og 19. júní 1972). I einni af reikningskennslubókunum fjalla 51% orðadæma um hlutlaus efni, 2% um bæði kynin, 38% um karl- kynspersónur, en aðeins 9% um kvenpersónur. (Foreldrablaðið 1. h. 1971). I þeirri Islandssögu- kennslubók, sem mest er notuð í bamaskólum, er sérstakur kafli um kvenskörunga. Þessar konur eru fyrst og fremst kynntar sem áhangendur nafn- greindra karlmanna: Móðir SkarphéSins hét Berg- þóra. Kona Gunnars á Hliðarenda hét Hallgerður. Egill Skallagrímsson átti dóttur, er Þorgerður hét. Aðeins Guðrún Ósvifursdóttir nýtur nokkurrar sér- stöðu i byrjun frásagnarinnar um hana. En svo kemui': Hún var heitkona Kjartans Ólafssonar, en þar sem kaflinn er um Guðrúnu en ekki Kjartan, hefði betur átt við að segja: Heitmaður hennar var Kjartan Ólafsson. í kennslubók í félagsfræði segir svo: „Karlmaður getur stýrt búi án aSslóSar konu, eða kona án þess að hafa karlmann i fyrirsvari. Þetta orðalag segir sína sögu, enda þótt höfundur ætli sér að sýna fram á, að þarna ríki jafnrétti. Lítil saga - gleyind saga F.r nokkurn tíma komist svo að orði: Karlmaðurinn og þjóðfélagið, karlmaðurinn i atvinnulifinu eða staður karlmannsins er ekki á heimilinu? Hugleið- ið þetta, lesendur góðir, og um leið hvers vegna altítt er að heyra þessi orð: Konan og þjóðfélagið, konan í atvinnulifinu og staður konunnar er á heimilinu; og ennfremur hvað kann að valda því, á ákveðni grein- irinn er svo kirfilega negldur aftan við orðið í ein- tölu, eins og bara sé til ein einasta kona, og sú hin sama sé ekki í þjóðfélaginu. Það er engin furða, þótt saga kvenna sé lítil og að mestu gleymd. Frh. Anna SigurSardóttir 42 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.