19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 20
Hér sjáum við mynd af Guðrúnu, dóttur Catherine í leikskóla í Frakklandi, þar sem verið er að
kenna börnunum heimilisstörfin, og virðist drenggurinn vera mjög áhugasamur við að strauja.
- . . iim iiámsmögiileika kvcmia?
Þegar skólaskyldu lýkur, hætta hlutfalls-
lega miklu fleiri stúlkur nárni en drengir og
fara að vinna fyrir sér, og þetta skýrir það
nokkuð, hversu margar konur hafa lægstu
launin. Nokkrar halda áfram í iðnskólum
í tveggja ára námi, en tii þessa hafa iðn-
skólarnir aðallega boðið stúlkum upp á
saumanám, þvi það þótti mjög hentug kven-
menntun, en atvinnumarkaður er nú alveg
mettaður á því sviði. Nú er farið að kenna
stúlkum fínlegan iðnað, sem þarf nettar
hendur við, eins og smjásjárgerð og margt
fleira. Þær stúlkur, sem halda áfram til há-
skólanáms, eru yfirleitt frá efnuðum heimil-
um eða alveg sérstaklega áhugasamar um
nám. Allt framhaldsnám er styrkt af hinu
opinbera, þannig að skólagjöld eru sama
sem engin. Það hefur ekki verið siður, að
nemendur vinni úti og verða fjölskyldur
þeirra því að halda þeim uppi og telja marg-
ar fjölskyldur sig ekki hafa efni á að kosta
stúlkubörnin til náms. En möguleikar
stúlkna eru jafnmiklir og pilta námslega
séð tii að Ijúka efstu gráðum í hvaða skóla
sem er, og var t. d. kona langhæst á sam-
keppnisprófi í tæknifræðiháskólanum fyrir
skömmu.
. . . ii m iitviiinu- ojí launamál
kvcnna V
Allar stöður eru opnar fyrir konum og eru
t. d. margar konur leigubílstjórar eða stræt-
isvagnstjórar og nokkrar flugmenn, skip-
stjórar, jafnvel ráðherrar o. s. frv. Konur
hafa þó ekki enn möguleika á því að verða
4
18
19. JÚNÍ