19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 28
inna barna þarfnast oft langvarandi og reglubund- innar talkennslu. Höfðaskólinn hefur frá upphafi verið til húsa í óhentugu leiguhúsnæði við Sigtún í Reykjavík. Að- staða til skólahalds er slæm og hefur starfið í skól- anum liðið fyrir það. Geta má þess að hafin er bygging ný skólahúss austanvert í öskjuhlíðinni, er vonast til að fyrsti áfanginn verði tilbúinn til notkunar haustið 1975. Kennsla fjölfatlaðra barna Sérfræðingahópurinn, sem vann að rannsóknum á börnunum, sem skaddast höfðu af völdum rauðu hunda faraldursins árið 1963, fann mjög fyrir skorti á skólaaðstöðu fyrir fáein börn, sem hann hafði með að gera. Þessir sérfræðingar ásamt nokkrum skóla- mönnum skrifuðu bréf til menntamálaráðuneytisins í október 1970 og fóru þess á leit að fjórum fjölfötl- uðum börnum yrði búin vist á skólaheimili, sem stofnað yrði til, þar sem þeir töldu „að nefnd börn eigi hvorki samleið með nemendum Heyrnleysingja- skólans eða Höfðaskólans og óverjandi sé að vista þnu á fávitahæli eða dagheimili fyrir fávita börn“. Þrýstingur frá þessum sama sérfræðingahópi og Foreldrafélagi heyrnardaufra var til þess að mennta- málaráðuneytið skipaði i mars 1970 nefnd til að gera tillögur um uppeldi og kennslu heyrnarskertra. Sú nefnd skilaði til ráðuneytisins bráðabirgðaáliti 24. maí 1971 og gerði síðan lokaskil 3. mars 1972. f til- lögum nefndarinnar segir m. a.: 1.1. Komið verði á tilkynningarskyldu fæðingar- stofnana, Ijósmæðra, héraðslækna, heilsuvernd- arstöðva, sjúkrahúsa og annarra heilsugæsluað- ila um böm, sem vart verður hjá þroskaafbrigða af einhverju tagi, sem ætla mætti að leiddu til vandkvæða í uppeldi og námi þeirra síðar meir. 1.2. Komið verði á fót miðstöð, sem m. a. annist: a) spjaldskrárgerð um börn með þroskaafbrigði, b) sjúkdómsgreiningu framkvæmda af teymi sérfræðinga, samsettu á viðeigandi hátt hverju sinni, c) umsjón með uppeldi og kennslu barna með þroskaafbrigði, d) ráðgjöf til foreldra, kennara og nemenda um uppeldis- og námsaðstæður og önnur vanda- mál, sem upp kunna að koma vegna þroska- i afbrigða einstaklinga, e) eftirvemd og félagsráðgjöf til fyrrverandi nemenda með þroskaafbrigði. I greinargerð tillögunnar segir m. a. svo: „Ýmsar grannþjóðir okkar hafa á undanförnum ámm hafið skráningu „high risk“ barna og láta vel af árangrinum, en hvergi í heiminum eru betri aðstæður til að framkvæma slíka skráningu og fylgja henni eftir með viðeigandi aðgerðum en hér á landi. Forsenda hámarksárangurs af þjónustu þeirri, sem hér er gert ráð fyrir, er ráðning sérfræðinga á ýms- um sviðum til starfa á miðstöð. Þeir verða að sjálf- sögðu að hafa vandaða starfsmenntun hver á sínu sviði, en sérhæfing í starfi er þó engu þýðingar- minni, og hún verður aðeins tryggð með ráðningu í heils dags starf. Heyrnarskert börn eru of fá á íslandi til þess að unnt væri að miða aðgerðir við þau ein, enda er oft erfitt að draga þroskaheft börn í ákveðna dilka, þar sem í mörgum tilvikum er um fleiri en eina fötlun að ræða. Fjöldi íslenskra barna með einhvers konar þroska- afbrigði er á hinn bóginn ekki meiri en svo, að það virðist bæði eðlilegt og hagkvæmt að ein miðstöð sinni þörfum þeirra allra, að því er tekur til grein- ingar, ráðgjafar og uppeldiseftirlits. Á þann hátt fengist starfsgrundvöllur fyrir nægilega fjölbreytt lið sérfræðinga til að tryggja vandaða þjónustu. M. a. af þessum ástæðum er lagt til, að ein mið- stöð verði sett á laggirnar með því starfssviði, sem liður 1.2. greinir frá.“ t janúarmánuði árið 1971 skipaði heilbrigðismála- ráðuneytið nefnd til að huga að málum fjölfatlaðra. Nefndin skilaði áliti 13. nóvember 1971, þar sem m. a. var bráðabirgðayfirlit yfir fjölfötluð börn, 20 á fræðsluskyldualdri og 17 undir fræðsluskyldu- aldri, ennfremur áætlun um húsnæðisþörf, stofn- kostnað og rekstrarkostnað skólaheimilis fyrir 15 fjölfötluð börn. Ekki varð úr framkvæmdum á til- lögum nefnda þessara að sinni, en í desember 1971 var að frumkvæði fræðsluráðsins í Reykjavík sett á fót nefnd á vegum Reykjavíkurborgar, heilbrigð- isráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins til þess að fjalla um kennslustofnanir fyrir börn, sem ekki eiga samleið með öðrum í námi. Nefnd þessi gerði tillögur um að sett yrði á laggimar skólaheimili fyr- ir fjölfatlaða, og menntamálaráðherra gaf heimild til að hefja kennslu fjölfatlaðra haustið 1972 í hús- næði, sem Heyrnleysingjaskólinn lét í té. Þessi vísir að skóla fyrir fjölfatlaða var svo rekinn veturinn 1972-1973 með 7 nemendum, þar af fjómm í heima- 26 19. JIJNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.