19. júní


19. júní - 19.06.1974, Side 28

19. júní - 19.06.1974, Side 28
inna barna þarfnast oft langvarandi og reglubund- innar talkennslu. Höfðaskólinn hefur frá upphafi verið til húsa í óhentugu leiguhúsnæði við Sigtún í Reykjavík. Að- staða til skólahalds er slæm og hefur starfið í skól- anum liðið fyrir það. Geta má þess að hafin er bygging ný skólahúss austanvert í öskjuhlíðinni, er vonast til að fyrsti áfanginn verði tilbúinn til notkunar haustið 1975. Kennsla fjölfatlaðra barna Sérfræðingahópurinn, sem vann að rannsóknum á börnunum, sem skaddast höfðu af völdum rauðu hunda faraldursins árið 1963, fann mjög fyrir skorti á skólaaðstöðu fyrir fáein börn, sem hann hafði með að gera. Þessir sérfræðingar ásamt nokkrum skóla- mönnum skrifuðu bréf til menntamálaráðuneytisins í október 1970 og fóru þess á leit að fjórum fjölfötl- uðum börnum yrði búin vist á skólaheimili, sem stofnað yrði til, þar sem þeir töldu „að nefnd börn eigi hvorki samleið með nemendum Heyrnleysingja- skólans eða Höfðaskólans og óverjandi sé að vista þnu á fávitahæli eða dagheimili fyrir fávita börn“. Þrýstingur frá þessum sama sérfræðingahópi og Foreldrafélagi heyrnardaufra var til þess að mennta- málaráðuneytið skipaði i mars 1970 nefnd til að gera tillögur um uppeldi og kennslu heyrnarskertra. Sú nefnd skilaði til ráðuneytisins bráðabirgðaáliti 24. maí 1971 og gerði síðan lokaskil 3. mars 1972. f til- lögum nefndarinnar segir m. a.: 1.1. Komið verði á tilkynningarskyldu fæðingar- stofnana, Ijósmæðra, héraðslækna, heilsuvernd- arstöðva, sjúkrahúsa og annarra heilsugæsluað- ila um böm, sem vart verður hjá þroskaafbrigða af einhverju tagi, sem ætla mætti að leiddu til vandkvæða í uppeldi og námi þeirra síðar meir. 1.2. Komið verði á fót miðstöð, sem m. a. annist: a) spjaldskrárgerð um börn með þroskaafbrigði, b) sjúkdómsgreiningu framkvæmda af teymi sérfræðinga, samsettu á viðeigandi hátt hverju sinni, c) umsjón með uppeldi og kennslu barna með þroskaafbrigði, d) ráðgjöf til foreldra, kennara og nemenda um uppeldis- og námsaðstæður og önnur vanda- mál, sem upp kunna að koma vegna þroska- i afbrigða einstaklinga, e) eftirvemd og félagsráðgjöf til fyrrverandi nemenda með þroskaafbrigði. I greinargerð tillögunnar segir m. a. svo: „Ýmsar grannþjóðir okkar hafa á undanförnum ámm hafið skráningu „high risk“ barna og láta vel af árangrinum, en hvergi í heiminum eru betri aðstæður til að framkvæma slíka skráningu og fylgja henni eftir með viðeigandi aðgerðum en hér á landi. Forsenda hámarksárangurs af þjónustu þeirri, sem hér er gert ráð fyrir, er ráðning sérfræðinga á ýms- um sviðum til starfa á miðstöð. Þeir verða að sjálf- sögðu að hafa vandaða starfsmenntun hver á sínu sviði, en sérhæfing í starfi er þó engu þýðingar- minni, og hún verður aðeins tryggð með ráðningu í heils dags starf. Heyrnarskert börn eru of fá á íslandi til þess að unnt væri að miða aðgerðir við þau ein, enda er oft erfitt að draga þroskaheft börn í ákveðna dilka, þar sem í mörgum tilvikum er um fleiri en eina fötlun að ræða. Fjöldi íslenskra barna með einhvers konar þroska- afbrigði er á hinn bóginn ekki meiri en svo, að það virðist bæði eðlilegt og hagkvæmt að ein miðstöð sinni þörfum þeirra allra, að því er tekur til grein- ingar, ráðgjafar og uppeldiseftirlits. Á þann hátt fengist starfsgrundvöllur fyrir nægilega fjölbreytt lið sérfræðinga til að tryggja vandaða þjónustu. M. a. af þessum ástæðum er lagt til, að ein mið- stöð verði sett á laggirnar með því starfssviði, sem liður 1.2. greinir frá.“ t janúarmánuði árið 1971 skipaði heilbrigðismála- ráðuneytið nefnd til að huga að málum fjölfatlaðra. Nefndin skilaði áliti 13. nóvember 1971, þar sem m. a. var bráðabirgðayfirlit yfir fjölfötluð börn, 20 á fræðsluskyldualdri og 17 undir fræðsluskyldu- aldri, ennfremur áætlun um húsnæðisþörf, stofn- kostnað og rekstrarkostnað skólaheimilis fyrir 15 fjölfötluð börn. Ekki varð úr framkvæmdum á til- lögum nefnda þessara að sinni, en í desember 1971 var að frumkvæði fræðsluráðsins í Reykjavík sett á fót nefnd á vegum Reykjavíkurborgar, heilbrigð- isráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins til þess að fjalla um kennslustofnanir fyrir börn, sem ekki eiga samleið með öðrum í námi. Nefnd þessi gerði tillögur um að sett yrði á laggimar skólaheimili fyr- ir fjölfatlaða, og menntamálaráðherra gaf heimild til að hefja kennslu fjölfatlaðra haustið 1972 í hús- næði, sem Heyrnleysingjaskólinn lét í té. Þessi vísir að skóla fyrir fjölfatlaða var svo rekinn veturinn 1972-1973 með 7 nemendum, þar af fjómm í heima- 26 19. JIJNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.