19. júní


19. júní - 19.06.1974, Síða 10

19. júní - 19.06.1974, Síða 10
með perlubaukana, og marglitt mynstrið virðist skap- ast svo fljótt, án þess að þær hafi nokkra fyrirmynd. Þessi þjóðbúningasaumur gengur i erfðir, yngri kon- urnar læra af þeim eldri. Flestar grænlenskar stúlk- ur kunna að sauma einhverjar perlur, en færri kunna skinnasauminn. Þjóðbúningurinn er einkar fallegur. Á Grænlandi eru skólar í stærri bæjum. I Juliane- háb eru 900-1000 nemendur á skyldunámsstigi, sem samsvarar hinu íslenska. I skólanum eru danskir bekkir og grænlenskir bekkir, í þeim síðarnefndu er grænlenska ein námsgreinin. Það er alger undan- tekning að danskt barn fari í grænlenskan bekk. Nú er nýbúið að koma á fót prófi á eftir unglingapróf- inu, og samsvarar það landsprófi. 10 nemendur áttu að fara til menntaskólanáms í Danmörku eftir vor- prófið þetta árið. Unnið er að því að koma upp fram- haldsskólum á Grænlandi. Grænlendingar eiga ör- fáa háskólagengna menn. Iðnskólamenntun sækir fólk til Gotháb. Konan sem ég bjó hjá um nokkurt skeið var 46 ára gömul, ólæs, en gat skrifað nafnið sitt. Líkt var á komið fvrir jafnöldrum hennar. — En hvað geta stúlkurnar núna gert þarna að skyldunámi loknu? — Sumar fá vinnu í verslunum, aðrar gerast kivfak, það er húshjálp, aðallega hjá dönskum fjöl- skyldum. Ekki er neinum iðnaði til að dreifa fyrir þær. Atvinnulífið byggist helst á smábátaútgerð og dálitlum frystihúsarekstri. Skipaviðgerðir eru áber- andi þáttur í framkvæmdum á staðnum. — En hvað er sér til gamans gert? — Böll eru vitaskuld um allar helgar. Leikur þá uophljómsveit fyrir dansi, en þess á milli — eða i þvi, sem kallað er pása hérlendis — eru stignir græn- lenskir þjóðdansar af miklu fjöri. Þá er það græn- lenskur polki og dansar, þar sem mikið ber á fóta- stappi, svo að í öllu glymur og innviðir titra. Hvorki er selt áfengi né bjór í samkomuhúsinu, en flestir heimsækja krána áður, þar er bjórsala og dálítið dansað sér til upphitrunar áður en ballið hefst rétt fyrir miðnættið. — Eru Grænlendingar miklir ferðamenn? — Það er dýrt að ferðast á Grænlandi. Ferðin frá Julianeháb til Godtháb kostar jafn mikið og ferð- in frá Godtháb til Danmerkur. Vegna vegaleysis verður að ferðast með skipum og bátum eða flugvél- um og þyrlum. Hundasleðar eru aðallega notaðir á Norður-Grænlandi. Tíðar og miklar þokur valda því, að samgöngur eru mjög slæmar. Pósturinn berst með þyrlum. Varðandi veðurfar má taka fram, að oftast ríkir logn. Snjórinn gerist alldjúpur. Andkalt er á Græn- landi, en frostið ekki óþægilegt nema þegar hvess- ir. I maí fer svo að rigna og allan snjó tekur upp. ísbrjótar halda opinni leiðinni milli Julianeháb og Godtháb. Alltaf eru borgarísjakar á reki á höfninn, en litlir ísbrjótar hreinsa hana með því að ýta jökun- um til og velta þeim. Jakarnir er falleg sjón og það var mér ógleymanlegt að sigla um fjörðinn. — Nú segja mér íslendingar, sem farið hafa í einsdagsferðir til Kulusuk, að íbúarnir þar vinni hvorki né veiði, heldur lifi þeir á dósamat frá Dön- um . . . Tvær grænlenskar telpur í þjóðhúningi og dönsk fóstra þeirra. 8 19. jtjní

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.