19. júní


19. júní - 19.06.1974, Síða 8

19. júní - 19.06.1974, Síða 8
að Hæstiréttur sé æðsti dómstóll i íslensk- um málum og hve margir séu dómarar þar. Grundvallarskipun dómsvaldsins verði ákveð- in i stjórnarskránni og reynt að tryggja eft- ir föngum, að dómarar séu öllum óháðir og sjálfstæðir í starfi. 9. f stjórnarskránni verði ákveðið, að dómstól- ar skeri úr ágreiningi um það, hvort lög séu samrýmanleg stjórnarskránni. 10. Hæstiréttur en ekki Alþingi skeri úr um lög- mæti alþingiskosninga og kjörgengi þing- manna. 11. Ákveðið verði í stjórnarskránni, að óháður embættismaður, saksóknari ríkisins, fari með ákæruvaldið. 12. Skýr ákvæði verði sett um stöðu sveitarfélag- anna í því skyni að tryggja sjálfsforræði þeirra. Athugaðar séu hugmyndir og tillögur um nýja umdæmisskipun eftir landshlutum, fjórðungum, kjördæmum eða öðrum mörkum. Sveitarfélögum og samtökum þeirra veitt auk- in verkefni og nýir tekjustofnar, í því skyni að dreifa valdi og verkefnum hins opinbera. 13. Réttur manna til vinnu og ákvæði um vinnu- vernd. 14. Réttur manna til menntunar, opinber aðstoð í því skyni og jöfn menntunaraðstaða. 15. Réttur til trygginga vegna sjúkdóma, slysa, örorku, aldurs, missis fyrirvinnu og réttur til læknishjálpar og sjúkrahúsvistar. 16. Friðhelgi heimilis og einkalifs. 1 7. Eignarrétturinn og vernd hans. 18. Ákvæðin um prentfrelsið þarf að endurskoða með hliðsjón af þróun fjölmiðla. 19. öll mannréttindaákvæði þarf að endurskoða með tilliti til mannréttindavfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna og Sáttmála Evrópuráðsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis. 20. .Tafnrétti borgaranna. Ákveðin sé i stjórnar- skránni sú meginregla, að allir skuli jafnir fyr- ir lögunum. Taka þarf í stjórnaskrána ákvæði um jafnstöðu milli karls og konu, eins og Kvenréttindafélag fslands og Samband nor- rænna kvenréttindafélaga hafa samþykkt á ráðstefnum sinum. Gunnar Thoroddsen 6 Ragnhildur Ingólfsdóttir sótti um Grænlandsstyrk Menntamálaráðuneytisins 1971, að loknu námi í Kvennaskólanum. Synjun ráðuneytisins dró síður en svo úr áhuga hennar á grannlandi okkar í vestri. Leitaði hún þá fyrir sér um starf sem nemi í hús- gagnasmíði. Undirtektir voru hinsvegar dræmar hjá meisturum, þótt ekki væri beinlínis tekið fram, að orsökin væri sú að hún væri kvenmaður. Starfaði Ragnhildur síðan á húsgagnaverkstæði í Reykjavík í hálft ár, en þá barst henni tilkynning um að hún hefði hlotið styrk til náms á Grænlandi yfir vetur- inn. Styrk þennan veitir Alþingi fólki, sem vill kynn- ast líferni, háttum og tungu Grænlendinga. Ragn- hildur var fyrsti styrkþeginn, sem notaði styrkinn til Grænlandsfarar. Aðrir höfðu notað hann til rann- sóknarstarfa hér og í Danmörku. Frá miðjum september og fram i miðjan maí er ekki beint flug frá fslandi til Grænlands. Ferð Ragn- hildar hófst i nóvember 1972 frá Kaupmannahöfn. Eftir u. þ. b. fjögurra stunda flug var lent í Syðri- Straumsfirði, sem er norðantil á vesturströnd Græn- lands. Það voru að sönnu mikil viðbrigði að standa skyndilega við ísilagðan fjörðinn i 33° frosti, en Ragnhildur beið í góðu yfirlæti á hótelinu i 3 daga eftir flugi til Narsarsuak. Ekki er flogið ef frostið fer yfir 35°. Við komum til Narsarsuak var þar ekki nema 10-15° frost, og þaðan sveif hún með þyrlu til Julianeháb, en skammt norðan þess bæjar er svæðið sem Eirikur rauði nam 986. Henrik I.und tók á móti henni og ávarpaði hana á íslensku, en hann hefur stundað háskólanám á fslandi. 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.