19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 51

19. júní - 19.06.1979, Page 51
nefnd „frú“. Hvernig líka þér slík skrif? Eg brosti nú bara þegar ég las þetta því það er ekki meiri ástæða til að nefna konur sem sýna myndir sínar „frúr“ heldur en að nefna karla sem sýna myndir „herra“, sem er jú aldrei gert. Auðvitað á að tala um myndlistarmenn. Finnast þér ekki endurspeglast í þessu „frúar“tali annarleg viðhorf til kvenna sem leggja stund á myndlist? Ef þetta er íhugað er máliö ekki broslegt. Ýmsar kynsystur mínar voru bálreiðar fyrir mína hönd og okkar allra. Það er verið með þessu að gera lítið úr myndlistarmann- inum. Eg er á móti hvers konar flokkun í konur og karla í sam- bandi við svo almenn mál sem myndlist og finnst það hreinlega ekki koma málinu hið minnsta við. Finnast þér konur hafa jafna aðstöðu á við karla til myndgerð- ar? Konur upp til hópa hafa hingað til ekki haft sömu tækifæri til að leggja stund á skapandi störf og karlar, því þær hafa löngum verið rígbundnar börnum og heimilis- haldi. Þetta er nú vonandi að breytast eins og svo margt. Mér finnast karlar í hjónabandi hafa haft meiri möguleika á að sinna skapandi störfum en giftar konur, jafnvel þótt karlarnir vinni meira utan heimilis. Eg þekki fjölmarga rnyndlistarmenn og hef tekið eftir því að í þeim tilfellum sem tveir rnyndlistarmenn eru giftir þá álíta bæði að karlinn sé betri mynd- listarmaður og það er talið sjálfsagt að möguleikar hans sitji í fyrir- rúmi. Margar konur hafa hrein- lega gefist upp á þessu. Fyrir utan eigin myndgerð, hefur þú ekki unnið mikið að því Sem nefnt er „skapandi starf“ (art ^herapy)? Jú. Eg fór til London ’53 og vann Sem myndlistarkennari með sér- kennurum á barnaspítala þar. Seinna vann ég svo annað ár við kennslu á geðspítala. Þessi starfs- grein er að þróast og er æ meira notuð á stofnunum fyrir fólk á öll- um aldri. Þetta „skapandi starf“ miðar að því að kenna fólki að vinna úr sínu eigin afli og byggja sig upp sem persónur þannig að jjað verði sterkara til að mæta erfiðleikum og verði minna háð öðrum. Er „skapandi starf“ eingöngu ætlað fólki sem á í erfiðleikum? Það hefur mest verið notað þannig en hentar í raun öllum. Sköpun er þáttur í okkur öllum sem er vanræktur. Áður en iðn- væðingin og dýrkun tækninnar komu til og öll jjessi samkeppni sem ríkir í nútíma samfélagi, þá var ekki þörf á að kenna fólki „skapandi störf“. Þá fékk fólk meiri útrás fyrir sköpunarþörf sína en nú er. Við lifum í veröld sem er full af tilbúnum hlutum og það er ekki lengur þörf fyrir (áskapaða) sköp- unargáfu til að búa til nauðsynja- hluti. í þessu samfélagi má nota „skapandi starf“ á fyrirbyggjandi hátt. Þarf ekki mikinn tíma til þessa? Jú, það krefst tíma að sinna skapandi þörfum og hann verðum við að veita okkur. Við verðum líka að gefa börnum okkar tíma til jæirra starfa. Það er svo algengt að börnum eru fengin fyrirframgefin form og sagt að mála þau eða þá jjau eru látin klippa eftir gefnum línum. Ég álít þá iðju skaðlegri en enga. Hvers vegna? Spurningin er hvað viljum við með börnin okkar. Börnin í dag verða fullorðið fólk á morgun og þau munu þurfa að leysa vanda- mál sem eru okkur ókunn í dag. Hætturnar sem steðja að heim- inum eru svo margar, t.d. mengun og kjarnorkuvandamálin. Það er Framh. á bls. 19.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.