19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 51

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 51
nefnd „frú“. Hvernig líka þér slík skrif? Eg brosti nú bara þegar ég las þetta því það er ekki meiri ástæða til að nefna konur sem sýna myndir sínar „frúr“ heldur en að nefna karla sem sýna myndir „herra“, sem er jú aldrei gert. Auðvitað á að tala um myndlistarmenn. Finnast þér ekki endurspeglast í þessu „frúar“tali annarleg viðhorf til kvenna sem leggja stund á myndlist? Ef þetta er íhugað er máliö ekki broslegt. Ýmsar kynsystur mínar voru bálreiðar fyrir mína hönd og okkar allra. Það er verið með þessu að gera lítið úr myndlistarmann- inum. Eg er á móti hvers konar flokkun í konur og karla í sam- bandi við svo almenn mál sem myndlist og finnst það hreinlega ekki koma málinu hið minnsta við. Finnast þér konur hafa jafna aðstöðu á við karla til myndgerð- ar? Konur upp til hópa hafa hingað til ekki haft sömu tækifæri til að leggja stund á skapandi störf og karlar, því þær hafa löngum verið rígbundnar börnum og heimilis- haldi. Þetta er nú vonandi að breytast eins og svo margt. Mér finnast karlar í hjónabandi hafa haft meiri möguleika á að sinna skapandi störfum en giftar konur, jafnvel þótt karlarnir vinni meira utan heimilis. Eg þekki fjölmarga rnyndlistarmenn og hef tekið eftir því að í þeim tilfellum sem tveir rnyndlistarmenn eru giftir þá álíta bæði að karlinn sé betri mynd- listarmaður og það er talið sjálfsagt að möguleikar hans sitji í fyrir- rúmi. Margar konur hafa hrein- lega gefist upp á þessu. Fyrir utan eigin myndgerð, hefur þú ekki unnið mikið að því Sem nefnt er „skapandi starf“ (art ^herapy)? Jú. Eg fór til London ’53 og vann Sem myndlistarkennari með sér- kennurum á barnaspítala þar. Seinna vann ég svo annað ár við kennslu á geðspítala. Þessi starfs- grein er að þróast og er æ meira notuð á stofnunum fyrir fólk á öll- um aldri. Þetta „skapandi starf“ miðar að því að kenna fólki að vinna úr sínu eigin afli og byggja sig upp sem persónur þannig að jjað verði sterkara til að mæta erfiðleikum og verði minna háð öðrum. Er „skapandi starf“ eingöngu ætlað fólki sem á í erfiðleikum? Það hefur mest verið notað þannig en hentar í raun öllum. Sköpun er þáttur í okkur öllum sem er vanræktur. Áður en iðn- væðingin og dýrkun tækninnar komu til og öll jjessi samkeppni sem ríkir í nútíma samfélagi, þá var ekki þörf á að kenna fólki „skapandi störf“. Þá fékk fólk meiri útrás fyrir sköpunarþörf sína en nú er. Við lifum í veröld sem er full af tilbúnum hlutum og það er ekki lengur þörf fyrir (áskapaða) sköp- unargáfu til að búa til nauðsynja- hluti. í þessu samfélagi má nota „skapandi starf“ á fyrirbyggjandi hátt. Þarf ekki mikinn tíma til þessa? Jú, það krefst tíma að sinna skapandi þörfum og hann verðum við að veita okkur. Við verðum líka að gefa börnum okkar tíma til jæirra starfa. Það er svo algengt að börnum eru fengin fyrirframgefin form og sagt að mála þau eða þá jjau eru látin klippa eftir gefnum línum. Ég álít þá iðju skaðlegri en enga. Hvers vegna? Spurningin er hvað viljum við með börnin okkar. Börnin í dag verða fullorðið fólk á morgun og þau munu þurfa að leysa vanda- mál sem eru okkur ókunn í dag. Hætturnar sem steðja að heim- inum eru svo margar, t.d. mengun og kjarnorkuvandamálin. Það er Framh. á bls. 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.