19. júní


19. júní - 19.06.1986, Side 66

19. júní - 19.06.1986, Side 66
Frá afhendingu undirskriftalista undir friðarávarp íslenskra kvenna í Nairobi 19. júlí 1985. Frá vinstri: Gerður Steinþórsdóttir, Florence Pomes, fulltrúi framkvæmdastjóra S.Þ., María Pétursdóttir og Guðríður Þorsteinsdóttir. Friðarávarp ÍSLENSKRA KVENNA Stærsta aðgerð íslenskra kvenna í þágu friðar Markmiðið var að fá sem flestar konur 18 ára og eldri til að skrifa undir ávarpið og skyldu undirskriftirnar afhentar á Kvennaráðstefnu S.P. í Nairobi í Kenya í júlí og afrit fengið ríkisstjórn íslands. Skyldi friðarávarp- ið verða framlag íslenskra kvenna til friðar og réttlætis í heiminum. Friðarávarpið er það sama og gengið var undir í blysför á jólum 1984 og tólf friðarsamtök stóðu að. Skipulag ogframkvæmd söfnunarinnr Undirskriftasöfnunin reyndist gííur- legt verk, en framkvæmd hennar var alfarið í höndum Friðarhreyfingar ísl. kvenna. Friðarhreyfingin réð til sín starfsmann í maí, Ftólmfríði Árna- dóttur, vegna þessa mikla verkefnis, en konur um allt land lögðu á sig mikla Grein: Gerður Steinþórsdóttir Eins og kunnugt er var eitt af þremur kjörorðum kvennaáratugar Samein- uðu þjóðanna Fríður. í tilefni af lokum þessa áratugar gekkst Friðar- hreyfing íslenskra kvenna í samvinnu við ’85-nefndina fyrir geysivíðtækri undirskriftasöfnun dagana 5.-30. júní 1985 undir kjörorðunum Friðarávarp íslenskra kvenna. sjálfboðavinnu. Úndirbúningsnefnd söfnunarinnar var að kjarna til fram- kvæmdanefnd Friðarhreyfingar ísl. kvenna, þær Gerður Steinþórsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Sólveig Flelga Jónasdóttir, Guðrún Gísla- dóttir og Una Bergmann. Söfninin hófst formlega 5. júní á Litlu-Brekku í Reykjavík. Fyrst skrif- aði undir ávarpið frú Sólveig Ásgeirs- dóttir biskupsfrú, en síðan konur úr þingflokkum allra stjórnmálaflokka; þær Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Salóme Þorkelsdótlir, Guðrún Helgadóttir og Guðrún Agn- arsdóttir, frá verkalýðshreyfingu Guð- ríður Elíasdóttir og stórurn kvenna- samtökum María Pétursdóttir og Esther Guömundsdóttir, auk Elínar Flygenring frá ’85-nefndinni. Pessar konur sýndu þannig á táknrænan hátt samstöðu um málefni friðar þvert á pólitískar línur. Fulltrúar frá undirbúningsnefnd höföu áður gengið á fund herra Péturs Sigurgeirssonar biskups og kynnt honum söfnunina og fengið stuðning kirkjunnar. Að kvöldi 5. júní var friðarmessa í Selfosskirkju og stóð að henni friðar- hópur sunnlenskra kvenna. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði og tóku margar konur þátt í messunni. Þar var friðarávarpið lesið upp. Bréf ásamt undirskriftalistunum voru í upphafi send kvenfélögum um allt land og þau beðin að hafa for- göngu um að skipuleggja söfnunina á hverjum stað. Síðan var unnið að því að þétta þetta net og listunum dreift á vinnustaði og lágu þeir víða frammi hjá kirkjusóknum, í verslunum, á bókasöfnum og sundstöðum. Mörg hundruð konur tóku þátt í söfnuninni og víða stóðu kvenfélög sig frábærlega vel. Konur óku t.d. á milli bæja og söfnuðu undirskriftum. Fjárfrekt kynningarstarf Fjölmiðlar greindu frá söfnuninni og lesendabréf birtust í blöðunum. Enn- fremur komu fulltrúar söfnunarinnar fram í útvarpi og sjónvarpi, fjallað var um friðarávarpið í eldhúsdagsum- ræðum á Alþingi og í þættinum Um daginn og veginn. Sérstakt auglýsingaátak í sjónvarpi og útvarpi hófst á kvennadaginn 19. júní og 28. júní var safnað undir- skriftum í miðborg Reykjavíkur. Þann dag lék lúðrasveit kvenna á torginu. í 66

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.