19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 66
Frá afhendingu undirskriftalista undir friðarávarp íslenskra kvenna í Nairobi 19. júlí 1985. Frá vinstri: Gerður Steinþórsdóttir, Florence Pomes, fulltrúi framkvæmdastjóra S.Þ., María Pétursdóttir og Guðríður Þorsteinsdóttir. Friðarávarp ÍSLENSKRA KVENNA Stærsta aðgerð íslenskra kvenna í þágu friðar Markmiðið var að fá sem flestar konur 18 ára og eldri til að skrifa undir ávarpið og skyldu undirskriftirnar afhentar á Kvennaráðstefnu S.P. í Nairobi í Kenya í júlí og afrit fengið ríkisstjórn íslands. Skyldi friðarávarp- ið verða framlag íslenskra kvenna til friðar og réttlætis í heiminum. Friðarávarpið er það sama og gengið var undir í blysför á jólum 1984 og tólf friðarsamtök stóðu að. Skipulag ogframkvæmd söfnunarinnr Undirskriftasöfnunin reyndist gííur- legt verk, en framkvæmd hennar var alfarið í höndum Friðarhreyfingar ísl. kvenna. Friðarhreyfingin réð til sín starfsmann í maí, Ftólmfríði Árna- dóttur, vegna þessa mikla verkefnis, en konur um allt land lögðu á sig mikla Grein: Gerður Steinþórsdóttir Eins og kunnugt er var eitt af þremur kjörorðum kvennaáratugar Samein- uðu þjóðanna Fríður. í tilefni af lokum þessa áratugar gekkst Friðar- hreyfing íslenskra kvenna í samvinnu við ’85-nefndina fyrir geysivíðtækri undirskriftasöfnun dagana 5.-30. júní 1985 undir kjörorðunum Friðarávarp íslenskra kvenna. sjálfboðavinnu. Úndirbúningsnefnd söfnunarinnar var að kjarna til fram- kvæmdanefnd Friðarhreyfingar ísl. kvenna, þær Gerður Steinþórsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Sólveig Flelga Jónasdóttir, Guðrún Gísla- dóttir og Una Bergmann. Söfninin hófst formlega 5. júní á Litlu-Brekku í Reykjavík. Fyrst skrif- aði undir ávarpið frú Sólveig Ásgeirs- dóttir biskupsfrú, en síðan konur úr þingflokkum allra stjórnmálaflokka; þær Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Salóme Þorkelsdótlir, Guðrún Helgadóttir og Guðrún Agn- arsdóttir, frá verkalýðshreyfingu Guð- ríður Elíasdóttir og stórurn kvenna- samtökum María Pétursdóttir og Esther Guömundsdóttir, auk Elínar Flygenring frá ’85-nefndinni. Pessar konur sýndu þannig á táknrænan hátt samstöðu um málefni friðar þvert á pólitískar línur. Fulltrúar frá undirbúningsnefnd höföu áður gengið á fund herra Péturs Sigurgeirssonar biskups og kynnt honum söfnunina og fengið stuðning kirkjunnar. Að kvöldi 5. júní var friðarmessa í Selfosskirkju og stóð að henni friðar- hópur sunnlenskra kvenna. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði og tóku margar konur þátt í messunni. Þar var friðarávarpið lesið upp. Bréf ásamt undirskriftalistunum voru í upphafi send kvenfélögum um allt land og þau beðin að hafa for- göngu um að skipuleggja söfnunina á hverjum stað. Síðan var unnið að því að þétta þetta net og listunum dreift á vinnustaði og lágu þeir víða frammi hjá kirkjusóknum, í verslunum, á bókasöfnum og sundstöðum. Mörg hundruð konur tóku þátt í söfnuninni og víða stóðu kvenfélög sig frábærlega vel. Konur óku t.d. á milli bæja og söfnuðu undirskriftum. Fjárfrekt kynningarstarf Fjölmiðlar greindu frá söfnuninni og lesendabréf birtust í blöðunum. Enn- fremur komu fulltrúar söfnunarinnar fram í útvarpi og sjónvarpi, fjallað var um friðarávarpið í eldhúsdagsum- ræðum á Alþingi og í þættinum Um daginn og veginn. Sérstakt auglýsingaátak í sjónvarpi og útvarpi hófst á kvennadaginn 19. júní og 28. júní var safnað undir- skriftum í miðborg Reykjavíkur. Þann dag lék lúðrasveit kvenna á torginu. í 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.