19. júní


19. júní - 19.06.1993, Síða 3

19. júní - 19.06.1993, Síða 3
2. TBL. 1993 3 RITSTJÓRASPJALL: Betur tná ef duga skal Sól hefur hækkað á lofti en samt eru þungbúin ský við efnahagslegan sjóndeildarhring íslensku þjóðarinnar. Aukið atvinnuleysi er eins og mara á þjóðfélaginu og mörgum reynist erfitt að koma auga á sólina, sem þó er hæst á lofti um það leyti sem 2. tölublað ársins kemur út, á sjálfan kvennadaginn. Atvinnuleysi er böl sem flestar þjóðir eru að takast á við um þessar mundir með misjöfnum árangri. Böl þetta á sér margar hliðar og athyglisvert er að hlýða á skoðanir at- vinnulausra á Rás eitt í Ríkisútvarpinu en þar er nú sérstakur þáttur sem fjallar um atvinnuleysi og leiðir til að takast á við það. Astæða þess að um þetta er fjallað í leið- ara 19. júní að þessu sinni er sú að hvetja konur til átaks - hvetja nauðsynlegt að finna sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunum sín- um. Einn slíkur vettvangur er Kvenrétt- indafélag íslands, þetta 87 ára gamla félag, sem hefur unnið að jafnréttismálum síðan um aldmót. Sumir kunna að spyrja hverju félagið hafi áorkað. Af mörgu er að taka og gott dæmi um það er kjörgengi og kosn- ingaréttur kvenna en stofnendur félagsins voru í fylkingarbrjósti baráttunnar um þetta mikla jafnréttismál. Algengt er að heyra ungar konur, sem nýkomnar eru út á konur til samheldni og nýsköpunar. Víða er sótt Ritnefnd 19. júní starfsárið 1993: Neðri röð f.v. Bryndís Kristjánsdóttir, Kristín að konum á vinnumark- Leifidóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir. Efri róð f.v. Sigrún Sigurðardóttir, Valgerður K. aðinum og er þeim því Jónsdóttir, ELlen Ingvadóttir, Steinunn Jóbannesdóttir og Stefanía Traustadóttir. vinnumarkaðinn, velta því fyrir sér hvort jafnréttisfélög séu virkilega nauðsynleg. Svarið er því miður já. A undanförnum ár- um hefur KRFÍ haldið ýmis námskeið til þess að kynna konum rétt sinn og efla þær til dáða. S.l. vetur var haldinn fjöldi nám- skeiða sem allflest voru vel sótt. Félagatalan hefur aukist hröðum skrefum á undanförn- um mánuðum en betur má ef duga skal. Eru lesendur blaðsins eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofu KRFI og skrá sig í fé- lagið. Það er opið öllum er vilja réttlátt þjóð- félag - þjóðfélag jafnréttis kynjanna! Fyrsta tölublaði 19. júní á árinu, blaði í breyttri mynd, var vel tekið. Samstarf KRFÍ og Jafnréttisráðs í útgáfum- álum er ánægjulegt og gefur vonum um gott framhald byr undir báða vængi. 19. júní óskar þjóð- inni til hamingju með kvennadaginn. 19. júní 2. tbl. 43. árgangur 1993 Utgefandi: Kvenréttindafélag íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ellen Ingvadóttir Prófarkalesari: Þórdís Kristleifsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdótdr og fl. Auglýsingar: Sigrún Gissurardóttir Utlit, setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi EFNISYFIRLIT: 3 Ritstjóraspjall 4Hin tvöfalda mismunum fatlaðra kvenna. í þessari sláandi grein fjallar Inga Dóra Sigfúsdótdr um lífsskilyrði fatlaðra kvenna, atvinnumöguleika þeirra o.fl. 10 Bakslag - eða ný sókn? Hvernig lítur ísland út í augum íslenskr- ar konu sem dvalist hefur erlendis um nokkurra ára skeið? Steinunn Jóhannes- dóttir svarar því. 14 Bókmenntasýn: í þessum nýja þætti í 19. júní gefst lesendum kostur á því að tjá sig um bókmenntir fýrr og nú. „Að vera litterær dama“ er grein eftir Elínu Oddgeirsdóttur. 15 18 Fréttir úr starfi Kvenréttindafélags ís- lands Að „kjarna“ jafnréttið er athyglisverð grein eftir Valgerði K. Jónsdóttur um Hjallastefnu Margrétar Pálu Ólafsdóttur fóstru en stefna þessi hefur hlotið mikla athygli. 23 VOG skrifstofu jafnréttismála: Fréttir af starfi Jafnréttisráðs og kærunefndar. Umfjöllun um ýmsar aðkallandi spurn- ingar í launmálum, mismunun á vinnu- stöðum, kynferðislega áreitni o.fl. 30 Karlmenn aðalhindrunin: Fyrir skömmu hélt Anita Roddich, stofnandi og eigandi Body Shop verslunarkeðjunnar, fróðlegt erindi í Reykjavík. 19. júní var að sjálf- sögðu á staðnum. 32 Konunum hefur aldrei dottið í hug að þær væru síðri en karlmenn, segir Hildur Petersen framkvæmdastjóri í viðtali við Bryndísi Kristjánsdóttur. Hún stýrir menningarmálanefnd Norð- urlandaráðs. Rannveig Guðmundsdóttir fékk ekki mikinn undirbúningstíma þeg- ar hún tók við formennsku í þessari stóru nefnd. Punktafréttir 19. júní hafa vakið verð- skuldaða athygli. Blaðið heldur áfram að líta á atburði innanlands og utan með mismunandi alvarlegum augum.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.