19. júní


19. júní - 19.06.1993, Qupperneq 8

19. júní - 19.06.1993, Qupperneq 8
8 2. TBL.1993 Dr. Rannveig Traustadóttir: „Sumar frœðikonur hafa skilgreint fatlaðar konur sem hlut- verkalausar vegna þess að þœr hafi hvorki hafi aðgang að hefðbundnum kvenhlutverkum né hlutverkum utan heimilisins!“ og vistmönnum. „Karlar sem unnu á stofnunum misnotuðu þær frekar þegar þær voru ólaðar niður í rúmin eða út úr heiminum af of stórum lyfjaskömmtum. Vistmenn voru á hinn bóginn líklegri til að stökkva á þær með ofbeldi og nauðga þeim.“ Aðspurð segir Rannveig ekkert hægt að fullyrða um hvort eitthvað svipað eigi sér stað hér á landi. „Þó bendir ýmis- legt til þess. í rannsókn sem ég er að gerði hér á atvinnuþátttöku fatlaðra voru átta konur meðal þátttakenda. Tvær þessara kvenna sögðu mér að eigin frumkvæði frá kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi sem þær höfðu verið beittar. Annarri var nauðgað af ókunnugum manni en hin beitt líkamlegu ofbeldi af sambýlismanni sínum. Það kom á óvart að tvær af átta konum skyldu af eigin frumkvæði vekja máls á þessu, sérstaklega með tilliti til þess að könnunin snérist ekki um kynferðislegt ofbeldi. Þetta er vísbending um að kyn- ferðislegt ofbeldi á fötluðum konum sé ekki síður vandamál á íslandi en í öðrum löndum.“ Kvcnnahrcyflngar sniðganga fallaðar konur Á undanförnum árum hafa kvenna- hreyfmgar og þeir sem stunda kvennarann- sóknir í æ meira mæli lagt áherslu á að undanskilja enga hópa kvenna frá umræðu. Þrátt fyrir þessar áherslur segir Rannveig að fatlaðar konur séu enn sniðgengnar. „Þeir sem sinnt hafa málefnum kvenna hafa litið fram hjá fötluðum konum og þeir sem sinnt hafa fötluðum hafa ekki komið auga á að fatlaðar konur búa við öðruvísi aðstæður en fatlaðir karlar. Lítið hefur til dæmis verið gert af því að afla upplýsinga um mál sem sérstaklega varða konur, svo sem getnaðarvarnir eða sérþarfir fatlaðra kvenna við meðgöngu og fæðingu. Hreyfing fatlaðra virðist að stórum hluta hafa byggt málflutning sinn og aðgerðir á reynslu karla,“ segir Rannveig. Hún segir það einnig gagnrýnisvert að kvennahreyf- ingar skuli ekki hafa sinnt málum fatlaðra kvenna. „Baráttumál þeirra hafa verið hundsuð. Oft komast þær ekki einu sinni inn á fundi því fundarstaðirnir eru þeim óaðgengilegir. Efni kvennahreyfinga er auk þess yfirleitt aðeins til í prentuðu formi, ekki á blindraletri eða snældum. Yfirleitt eru ræður og fýrirlestrar á fundum kvenna ekki túlkaðir á táknmál fyrir heyrnarskertar konur. Þetta er þó víða að lagast, ekki síst fyrir tilstuðlan fatlaðra kvenna sjálfra," seg- ir Rannveig að lokum. Edda Erlendsdóttir, húsmóðir, segir nauðsynlegt að heimavinnandi konur átti sig á hver staða þeirra sé, komi til veik- inda sem hafi í för með sér varanlega ör- orku. Edda er haldin MS sjúkdómi, sem kemur oft fram þegar fólk er á aldrinum 20 til 40 ára, og er bundin hjólastól. Hún á tvo syni, 20 og 22 ára, og starfaði heima lengst af frá fæðingu eldri sonar- ins. Fyrir nokkrum árum skildu hún og eiginmaður hennar en þá hafði Edda ver- ið úti á vinnumarkaðinum um skeið. Hún gat þó aðeins unnið í skamman tíma þar sem sjúkdómurinn ágerðist og varð hún að láta af störfum. í dag fær hún eingöngu bætur almannatrygginga að upphæð 47.000 krónur á mánuði auk 2.800 króna lífeyris. „í þessu er fólgið mikið misrétti en þetta er einfaldlega staða heimavinnandi kvenna ef þær fatl- ast,“ segir Edda. „Á fyrstu búskaparárun- um er eiginmaðurinn útivinnandi og hluti af tekjum heimilisins er lagður fyrir í lífeyrissjóði. Konan vinnur heima við uppeldi barna þeirra og sér um heimilið. Komi til skilnaðar nýtur maðurinn einn góðs af lífeyristekjunum en konan fær þar enga hlutdeild. Sé konan veik og get- ur ekki unnið fyrir sér er þetta sérstaklega slæmt.“ Synir Eddu eru báðir í námi og búa hjá móður sinni. Byggi Edda ein fengi hún hærri bætur, þar sem litið er svo á að ef tveir eða fleiri fullorðnir búa saman njóti þeir hagræðis af sambúðinni. „Það á auðvitað við þegar um eiginmann og eig- inkonu er að ræða. í mínu tilviki eru tveir hinna fullorðnu á heimilinu á hinn bóginn synir mínir, sem báðir hafa stundað nám og því verið á mínu fram- færi,“ segir Edda. „Áður en þeir náðu tví- tugsaldri var þetta að vísu mun skaplegra því þá fékk ég örorkubætur með þeim. Þeir þurfa þó alveg jafn mikið og borða ekki minna þó að þeir hafi náði tvítugs- aldri,“ segir hún. „Eftir að strákarnir komust á legg fór ég út á vinnumarkaðinn í hálfsdagsvinnu hjá Vita- og hafnamálastjórn. Sjúkdóm- urinn var þó farinn að há mér svo mikið eftir nokkur ár í starfi, bæði átti ég erfitt með fínhreyfingar auk þess sem vinnu- staðurinn var uppi í fjórðu hæð, að ég varð að hætta eftir fjögur ár. Lífeyririnn sem ég safnaði á þessum tíma er eini sem ég fæ í dag, um 2.800 krónur á mánuði,“ segir Edda. Eftir skilnaðinn flutti Edda í íbúð á jarðhæð, sem breyta þurfti á ýmsan hátt til að hún væri aðgengileg hjólastól. „Það þurfti að breikka hurðir, fjarlægja baðkar og koma fyrir sturtu, taka burt þröskulda og ýmislegt í þeim dúr. Fyrir þessu varð ég að taka lán. Auk þess þurfti ég að taka húsnæðislán til að geta keypt íbúðina og þau eru í dag orðin mjög þung,“ segir Edda og bætir við að það sé erfitt að halda húsnæði og borga af lánum þegar ráðstöf- unarfé heimilisins sé tæplega 50.000 krón- ur á mánuði. „Það er nauðsynlegt að heimavinnandi konur átti sig á því hve störf þeirra em lítils metin, því fæstir vita hvenær þeir standa sjálfir frammi fyrir því að verða áþreifanlega varir við þetta mis- rétti,“ segir Edda að lokum.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.