19. júní - 19.06.1993, Side 13
2. TBL. 1993
13
Nauðsyn samstöðu
Einn athyglisverðasti kafli bókarinnar
heitir Standið saman og þar tekur höfund-
ur á ýmsum innri vandamála kvennahreyf-
inga sem venjulega geri vart við sig og
hamli árangri í starfi. Hún tekur dæmi af
vantrausti kvenna á kynsystrum sínum og
undirstrikar nauðsyn þess að konur bendi
á kosti hverrar annarrar og byggi hver aðra
upp. Hún segir að grundvallarforsenda
þess að konum takist að ná völdum og
áhrifum sé að þær standi saman og ekki
bara í litlu hópunum, þar sem þær þekki
og dái hver aðra, heldur þurfi líka víðtæka
kvennasamstöðu sem nái út um allt sam-
skiptanetið sem þær eru búnar að koma sér
upp. Þegar komið er að því að eitthvert
karlavígið er að falla segir Inger Arlemalm
að ekki sé rúm fyrir persónulega andúð eða
ólíkar skoðanir í einstökum málum. Þá er
„órjúfandi samstaða kvennahópsins lífs-
spursmál." Um leið bendir hún á klofn-
ingshættuna sem svo oft geri vart við sig
þegar fyrstu konurnar eru að ná markinu
og þeim bjóðast áhrif og völd.
Bakslag eða ný sókn?
Þetta eru engin ný sannindi og þau gilda
jafnt um aðra hópa sem berjast fyrir því að
rétta hlut sinn. A úrslitastund er samstaðan
afar mikilvæg en þá er líka hættan mest á
að hún bresti ef ólíkir hagsmunir rekast á.
Þrátt fyrir marga merka landvinninga í ís-
lenskri kvennabaráttu er Ijóst að staða
kvenna á Islandi er almennt mun lakari en
staða kynsystra okkar annars staðar á
Norðurlöndum. Að sumu leyti er um að
kenna skorti á samstöðu og ég leyfi mér að
halda því fram að nokkur góð tækifæri hafi
farið forgörðum á liðnum árum þar sem
hæfar konur hafa verið reiðubúnar að taka
við völdum og ábyrgð í ríkisstjórn, borgar-
stjórn og fleiri háum embættum en skort
stuðning kynsystra sinna, bæði innan eigin
flokka og yfir flokkalandamæri, til ná því
marki.
Nýjasta kvennabókin sem nær metsölu á
Vesturlöndum er Bakslagið (Backlash The
Undeclared War Against Women) eftir
bandaríska rithöfundinn Susan Falludi.
Bæði bókin og bakslagið fengu mikla og
góða umfjöllun í seinasta tölublaði Veru. Á
næsta ári verða bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningar á Islandi og því er um ár til
stefnu til að koma í veg fyrir að bakslag
geri bága stöðu íslenskra kvenna enn bág-
ari. Ég vil undirstrika þá skoðun mína,
sem ég byggi á fenginni reynslu, að það sé
beint samhengi á milli þátttöku kvenna í
félags- og stjórnmálum og kjara kvenna og
barna í þjóðfélaginu almennt. Konur á
Norðurlöndum haf náð lengra sem hópur
en konur nokkurs staðar annars staðar í
heiminum. Ég tel fulla nauðsyn á að ís-
lenskar konur taki baráttuaðferðir sínar til
endurskoðunar og ég er sannfærð um að
margt má af okkar norrænu kynsystrum
læra.
Beygjum okkur ekki undir bakslagið.
Blásum heldur til nýrrar sóknar.
ÆMk
HANS PETERSEN HF
TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTA KODAK
LJHJJMiim
^arbtx n k
BUNAÐARBANKINN
Traustur banki
Verðtrygging og háir raunvextir.
Vextir bókfærðir tvisvar á ári.
Lausir til útborgunar eftir það.
Hver innborgun bundin í 30 mánuði.*
Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar.
Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma.
Lántökuréttur til húsnæðiskaupa.
Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að 10 ára.
* Ef nauðsyn bcr til getur reikningseigandi sótt um heimild til
úttcktar á bundinni fjárhæð gcgn innlausnargjaldi.
M STJÖRNUB0H
V BÚNAÐARBANKANS
Þar sem öryggi og hámarksávöxtun fara saman
IXIXIXIXIXIXIXIXIXIXIXIXIXIX^
IVÍTA HÚSIO / SÍA