19. júní - 19.06.1993, Page 14
14
2. TBL.1993
BOKMENNTASYN
er heitið á nýjum þætti í 19. júní en í honum munu menn skiptast á skoð-
unum um bókmenntir. Fengnir verða gestapennar til að tjá sig um bók-
menntir fyrr og nú og fyrst til að ríða á vaðið er Elín Oddgeirsdóttir en
hún undirbýr nú cand.mag. ritgerð sína í íslensku.
„Að vera litterær dama"
22. nóvember 1964 birtist grein eða „Rabb" í Lesbók Morgunblaðsins
sem síðar í greinasafni höfundar bar yfirskriftina „Engu að kvíða -
kellingar bjarga pessu." í pessu rabbi Sigurðar A. Magnússonar
komu fram áhyggjur hans vegna pverrandi vinsælda Ijóðsins og
áhyggjur af framtíð íslenskra bókmennta par sem hún sé að verulegu
leyti í höndum einna 8 eða 10 kellinga sem vart séu sendibréfsfærar á
íslensku. Þessi grein Sigurðar olli miklu fjaðrafoki og flestir höfðu
skoðun á málinu. Sumum fannst petta gífurlega fyndið, fleiri voru
peir pó sem gerðu sér ekki fyllilega grein fyrir pví hversu alvarlegt
pað var að svo mörgum pætti pessi nafngift „kellingabækur" spaugi-
leg. Sigurður segir 14 árum seinna (TMM 1. hefti 1978) að með orð-
inu kellingabækur eigi hann við ákveðna tegund bókmennta p.e. léleg-
ar bókmenntir og vondar bækur sem séu skrifaðar jafnt af konum sem
körlum. Þessi skilgreining er engu geðpekkari en hin fyrri, sjálfum-
gleðin og lítilsvirðingin gagnvart skrifum kvenna er söm og jöfn.
eftir Elínu Oddgeirsdóttur.
essi grein og viðbrögðin sem
hún fékk voru nokkurs konar
tímamót í bókmenntaumfjöll-
un hérlendis, í ritdeilunum
sem fylgdu í kjölfarið fékkst
það staðfest að konur skrifa. Þetta voru
annars miklir umbrotatímar — heimurinn
tók á sig nýja mynd. Kvennahreyfingum
óx fiskur um hrygg og margur uggði um
sinn hag.
Núna tæpum þrjátíu árum seinna, er
áhugavert að velta því fyrir sér hvað eða
hvort eitthvað hafi breyst. Hefur orðið ein-
hver hugarfarsbreyting?
Þann 26. janúar 1993 birtist í Dagblað-
inu ritdómur um ljóðabók sem er þriðja
bók ungrar skáldkonu. Sá sem dæmir segir
að helsta einkenni „bókarinnar gervallrar“
sé sá að mælandinn barmi sér með flötu
orðalagi. Það sé ekki nóg að tala um til-
finningar sínar til að úr verði ljóð. Mæli-
kvarðinn á góð ljóð sé sá að um einlægar
tilfinningar sé að ræða. f lok ritdómsins er
bókin orðin „kver“ og gagnrýnandinn
hvetur hina ungu skáldkonu til að leggja
sig fram, frekar en láta hvaða væl sem er
fara á prent.
Hér skulu engin nöfn nefnd né dæmi
um ljóðagerð skáldkonunnar tekin vegna
þess að hér er hvorki verið að fjalla um
eina einstaka bók né þennan einstaka rit-
dóm. Það eru hin almennu ríkjandi við-
horf til ritstarfa kvenna sem hér eru til um-
fjöllunar. Þessi einstaki ritdómur er bara
eitt lítið dæmi um það að það hefur nánast
ekkert breyst á þessum þrjátíu árum.
Sínum augum lítur hver á silfrið og víst
er það rétt að ekki eru allar bækur tíma-
mótaverk. Sumt af því sem birtist á prenti
hefði betur legið kyrrt á náttborði skúffu-
skáldsins, hvers kyns sem skáldið er. Það
sem fram kemur hér að ofan hefur ekkert
með bókmenntir að gera. Það eru viðhorf
karlmanns, bókmenntafræðings, sem ætla
má að kominn sé til vits og ára sem við
skulum veita eftirtekt. Það má með sanni
segja að það hagar sér hver eins og hann
hefur vit til. Af hroka og yfirlæti dæmir
hann ljóðin ómerk, sennilega vegna þess að
hann skilur þau ekki. Líklega vega þó mest
gömlu viðhorfin til ritstarfa kvenna.
Ekkert ástand er varanlegt og einhver
breyting hlýtur að hafa orðið í umróti síð-
ustu áratuga, en hvaða?
Samkvæmt fréttabréfi Rithöfundasam-
bands íslands, 20. apríl 1993, eru félagar
þess alls 281 og þar af eru 105 konur.
Greinileg aukning frá því að Helga Kress
skrifar um konur og bókmenntir í formála
sínum að Draumi um veruleika, 1977. Þá
eru konur einungis 25 af þeim 156 rithöf-
undum sem eru í Rithöfundasambandinu.
í höfundaskrá íslenskra bókatíðinda 1992
eru samkvæmt óvísindalegri og lauslegri
talningu 116 íslenskir karlmenn en 56 ís-
lenskar konur. Vissulega auglýsa ekki nærri
allir í bókatíðindum þessum en ætla má að
hlutfall kynjana sé nokkuð nærri raunveru-
leikanum.
Lítilsvirðingin gagnvart ritverkum
kvenna hefur fengið annað yfirbragð og
birtist nú undir öðrum formerkjum. Það
nægir ekki að setja vönduð jafnréttislög,
það þarf að fýlgja þeim eftir. Fleiri konur
eru í rithöfundasambandinu en hverjar eru
móttökurnar þegar og ef verk þeirra eru
gefin út? Svari nú hver íyrir sig!
Vissulega hafa nokkrar íslenskar skáld-
konur öðlast frægð og frama en það er erf-
iðara fýrir konur en karla að fá bækur út-
gefnar. Þegar og ef skáldverk þeirra líta
dagsins Ijós í bókarformi þá fá þau oft ann-
arlega umfjöllun. Það skal viðurkennt að
dæmin hér á undan eru einsleit. Við hljót-
um samt að taka mark á þeim vegna þess
að þau eru engan vegin einsdæmi, því mið-
ur. Og geti einhver fært sönnur á það að
þessar fullyrðingar séu rangar þá er það
mikið gleðiefni.
Hugarfarsbreyting er oftast hægfara þró-
un og tímafrek. Konur eru ekki nógu eig-
ingjarnar á tíma sinn þegar listsköpun
þeirra á í hlut. Vanmetakennd og blygðun
á sér djúpar rætur og af þeim leiðir ótrúleg
viðkvæmni fýrir gagnrýni. En viðhorf sem
enginn virðir breytist í andhverfu sína og
óttinn hverfur.
Torfhildur Hólm (1845-1918), fýrsti rit-
höfundurinn á íslandi sem gerði ritstörf að
ævistarfi, segir frá því um aldamótin í
sendibréfi að hún hafi verið sú fýrsta sem
. .náttúran dæmdi til þess að uppskera
hina beisku ávexti gamalla, rótgróinna
hleypidóma gegn litterærum dömum.“ ***
***
Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur 1-11. Rvk.
1929