19. júní


19. júní - 19.06.1993, Page 15

19. júní - 19.06.1993, Page 15
2. TBL. 1993 15 Ný stjórn KRFI kosin á aðalfundi félagsins í mars sl. Fréttir úr starfi KRFÍ Umsjón: Lilja Ólafsdóttir Ekki er svo ýkja langt síðan 19. júní kom út síðast. Samt er þó nokkuð í frásögur færandi af atburðum síðan þá. Mýjar leiðir í uppeldis- og kennslumálum Þann 27. mars var haldinn morgunverðar- fundur á kaffihúsinu Sólon Islandus. Þar ræddu Kári Arnórsson, skólastjóri, Kristján Magnússon, sálfræðingur, Margrét Pála Ólafsdóttir, forstöðumaður, Páll Skúlason, prófessor og Ragnhildur Bjarnadóttir, lekt- or um nýjar og áhugaverðar leiðir í upp- eldis- og kennslumálum frá sjónarhóli jafn- réttis. Fundurinn var afar vel sóttur og líflegar íyrirspurnir og umræður að loknum hin- um ágætustu framsöguerindum. Greinilegt er að þetta efni er ofarlega í hugum fólks. Við höfum líka orðið varar við að laugardagsmorgnar eru vinsæll fundartími yfir veturinn. Verður reynt að taka mið af þeirri reynslu í starfmu næsta vetur. Aðallundur félagsins var haldinn 29. mars. Að sjálf- sögðu voru þar fyrst og fremst á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf, en einnig flutti Stefanía Traustadóttir, félagsfræðing- ur á Skrifstofu jafnréttismála, erindi um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Ályktun Ástandið í málefnum fæðandi kvenna hef- ur verið ofarlega á baugi í vetur. Því var á aðalfundinum samþykkt eftirfarandi álykt- un: Aðalfundur Kvenréttindafélags íslands, haldinn í Reykjavík 29. mars 1993, skorar á heilbrigðisyfirvöld að leita tafarlaust leiða til varanlegra úrbóta á því ófremdarástandi sem ri'kir í málefnum fæðandi kvenna á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem fjöldi fæðinga hefúr farið langt fram úr þeim fjölda sem Kvennadeild Landspítala er ætluð fyrir. Stjórnarkjör Eins og félagsmönnum er kunnugt er hluti af stjórn félagsins kjörinn á landsfundi til fjögurra ára en hluti stjórnar kjörinn á að- alfundi. Stjórnarmenn kosnir á aðalfundi sitja í tvö ár. Stjórnarmenn kosnir á aðal- fundi eru nú: Aðalmenn: Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Jónína Margrét Guðnadóttir, varaformaður Ellen Ingvadóttir, ritari Lilja Ólafsdóttir, gjaldkeri Bryndís Hlöðversdóttir, meðstjórnandi Varamenn: Guðný Benediktsdóttir Hulda Karen Ólafsdóttir Ragnhildur Hjaltadóttir Stjórnarmenn kjörnir á landsfundi: Gerður Steinþórsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Sigrún Jonny Sigurðardóttir Soffía Guðmundsdóttir Til vara: Áslaug Brynjólfsdóttir Dóra Guðmundsdóttir Elsa S. Þorkelsdóttir Guðiún Hallgrímsdóttir Mikið fölmenni var á fundi KRFI á Café Sólon íslandus í mars en par var fallað um nýjar leiðir í uppeldis- og kennslumálum.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.