19. júní


19. júní - 19.06.1993, Side 18

19. júní - 19.06.1993, Side 18
18 2. TBL.1993 Að „kjarna" jafnréttið Texti: Valgerður Katrín Jónsdóttir Myndir: Rut Hallgrímsdóttir „Þessar appeldisaðferðir eru mitt innlegg í jafrréttisbaráttuna, segir Margrét Pála Ólafi- dóttir hugmyndafrœðingur Hjallastefhunnar. „Fyrst hafði ég hugsað mér að hafa kynjaskiptinguna minni, greina strákana og stelpurnar sundur í fáa tíma á dag. En svo var ég á vakt í Kvennaathvarfinu er 19 ára gömul stúlka kom með tvö börn sín. Hún hafði komið pang- að í strætó með yngra barnið í burðarrúmi. Það var nötur- legt að horfa upp á þetta. Ég spurði hvers vegna hún hefði ekki fengið sér btl. Hún sagði að pau ættu jeppa en pegar maðurinn myndi vakna úr áfengisvímunni morguninn eftir yrði hann æfur ef hann hefði ekki búinn. Og pá ákvað ég að gefa engan afslátt á kynjaskiptingu sem leið á leikskólanum sem ég var að skipuleggja og reyna pannig að breyta pess- um viðhorfum um pað hver hefði forgang. Þessi voru við- horf peirra sem höfðu alist upp í stöðugri blöndun kynj- anna sem skólakerfið hefur ástundað. Eg sá enga aðra leið til að reyna að breyta pessum viðhorfum par sem konan hafði orðið undir og hlutskipti karlsins var ekki betra." Það er Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Hjallabraut í Hafnarfirði, sem segir hér frá. Hún er hugmyndafræðingur nýrrar stefnu í dagvistarmálum sem vakið hefur mikla athygli, að minnsta kosti erlendis. Margrét Pála segir að öllu ytra jafnrétti sé náð í samfélagi okkar en kynin hafi hins vegar ekki jafnan rétt til að nýta sér jafnréttið í reynd. Hinn ójafni réttur felist í óáþreifanlegum þáttum, svo sem hugsun og afstöðu okkar — hvað og hvort við þorum, viljum og getum nálgast tilveruna án tillits til gamalla viðhorfa og hindrana, svo notuð séu orð hennar sjálfr- ar. Því verði að ráðast að kjarna málsins, skilja hismið frá kjarnanum, finna rót vandans sem er viðhorf, hugsun og afstaða okkar. „Við erum svo góðar“ Frumhugmyndina að kynjaskiptum leikskóla segist hún hafa fengið frá börn- unum sjálfum, eins og reyndar flestar aðrar góðar hugmyndir. í einum matartímanum, er hún var með blandaðan hóp, gerðist einn drengurinn uppvöðslusamur og teygði sig yfir matarborðið til að ná sér í matardisk. Hún togaði hann til baka og hastaði á hann að venju. Þá varð henni lit- ið á andlit stúlknanna við borðið. Svipur þeirra sagði meira en nokkur orð. „Þetta gerum við aldrei, við erum svo góðar.“ Strákarnir voru strax farnir að ná sér í at- hygli fram yfir þær, jafnvel þó að athyglin væri neikvæð. Þær voru farnar að læra að vera óvirkir þátttakendur og hvernig sem reynt var að efla frumkvæði þeirra í blönd- uðum hópi tókst það ekki, strákarnir efld- ust hins vegar að sama skapi. í upphafi starfsins að kynjaskiptum leik- skóla ræddu fóstrurnar sín í milli þau við- horf sem þær báru til stúlknanna og drengjanna. I Ijós kom að þær voru sjálfar uppfullar af þeirri drengjadýrkun og kven- fyrirlitningu sem einkennir okkar samfé- lag. Þó að lögum sé breytt þá eru viðhorf lífsseigari en lög og þau breytast ekki nema markvisst sé unnið gegn þeim. Fóstrurnar settu saman lista yfir þá eiginleika sem þeim fannst neikvæðir í fari stúlknanna. Það sem þær áttu erfitt með að þola í fari stúlknanna var vælugangur, seinvirkni, smjaður, roluskapur, hvernig þær „plott- uðu“ hver við aðra, báðu aðra um að taka ábyrgð á sér, voru bjargarlausar, mökkuðu, fóru í uppgerðarfýlu, fengu samþykki ann- arra á sjálfum sér, pukruðu, voru með nei- kvæða stjörnudýrkun, voru vitlausar og hlustuðu ekki á leiðbeinandann, þær kvörtuðu, áttu bágt, höfðu litla einbeitingu og voru í samlokustandi eða með hjóna- bandstilhneigingu. Það sem þær áttu erfið- ast með að þola hjá drengjunum hins vegar var gól, hávaði, hamagangur, hreyfiþörf,

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.