19. júní


19. júní - 19.06.1993, Síða 22

19. júní - 19.06.1993, Síða 22
22 2. TBL.1993 Viðhorf eru lífieigari en lög og þau breytast ekki nema unnifí sé markvisst gegn þeim. skal í forskólum og jafnvel í skólakerfinu? Margrét Pála segir að vinna þurfi markvisst að því að styrkja þá þætti sem lenda milli stafs og hurðar í blönduðum hópi. „Blönd- un sem aðferð hefur ekki dugað, svo skipt- ing í einhverjum mæli bíður á þröskuldi skólakerfisins, skipting sem stefnir að já- kvæðri blöndun síðar meir,“ segir hún. A Akureyri var gerð tilraun til að kynjaskipta börnum í 8. bekk gagnfræðaskólans þar og í ljós kom umtalsverður munur á árangri kynjanna, stúlkunum í hag. Þær virðast ánægðari með að vera í hópi kynsystra sinna en strákarnir með kynbræðrum sín- um enda hafa rannsóknir sýnt að strákarnir fá mun meiri athygli, hvatningu og tíma en stelpurnar í blönduðum deildum og skiptir þá engu hvort kennarinn er karl- eða kvenkyns. Orkuflutningur frá konum til karla í lokaskýrslu um kynskiptar deildir við Gagnfræðaskóla Akureyrar bendir Valgerð- ur Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og einn af meðlimum stjórnarnefnda verkefnisins, á þær kenningar, sem hafa verið settar fram af Onnu G. Jónasdóttur stjórnmálafræð- ingi og Lynn Andrews rithöfundi, að mik- ill orkuflutningur fari frá konum til karla í samskiptum þeirra. Karlar hafi þannig í margar aldir nýtt sér orku eiginkvenna og ástkvenna til að ná árangri í starfi. Konan gefur manninum orku með því að veita honum ást, athygli, umhyggju og aðdáun, sjái um að hann sé hreinn og saddur og kynferðislega fullnægður. Ef konan upp- fyllir ekki þessar þarfir leitar maðurinn eft- ir orku frá annarri konu, svo sem ástkonu, móður eða systur. Þetta orkuflæði hefur einnig færst yfir á önnur svið, svo sem á konur sem eru aðstoðarmenn ráðherra, varaformenn og fleira þess háttar. Því sé ekki ólíklegt að þetta orkuflæði sé einnig til staðar í blönduðum bekkjum, þ.e. að strákarnir fái ókeypis orku frá stelpunum á kostnað þeirra sjálfra. Ágætu konur og aðrir lesendur þessa blaðs Plöntusalan í Fossvogi býður ykkur og öllum landsmönnum úrval trjáa og runna, skógarplöntur í bökkum, kraftmold á stofublómin og ráðgjöf í vanda. Opið 8-19, um helgar 9-17 Skógræktarfélag Reykjavíkur Fossvogsbletti 1, sími 641770 og 641777

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.