19. júní - 19.06.1993, Page 23
1. TBL. 1993
23
SKRIFSTOFU JAFNRÉTTISMÁLA
Ábyrgðarmaður: Elsa S. Þorkelsdóttir
Hvað varð um karla-
nefndina?
Fjórða alþjóðaráð-
stefna Sameinuðu
þjóðanna um málefni
kvenna
Starfsmat - tæki í
jafnlaunabaráttunni
Alþingi samþykkir
framkvæmdaáætlun
á sviði jafnréttismála
Rannsókna á launa-
myndun - nýr flötur
á umræðunni um
launamál kvenna og
karla
Landsfundur jafn-
réttisnefnda sveitar-
félaga
Sömu laun og þeir
Hart tekið á kynferð
islegri áreitni á
vinnustað hjá dönsk-
um dómstólum
Leiðir lcrafa atvinnulífsins um
aukna hagræðingu til þess að
misréttið á vinnumarkaði aukist?
Umræðan um stöðu kvenna á
vinnumarkaði er í hugum okkar
margra jafn gömul umræðunni um
jafnrétti kynja. Svo kunnuglega
hljómar í eyrum okkar krafan um
launajafnrétti og krafan um fjölgun
kvenna í stjórnunar- og ábyrgðar-
störfum, svo dæmi séu tekin. Þó
svo okkur finnist oft að lítið hafi
miöað þá er staöreyndin sú að
aukin menntun kvenna hefur fært
þeim aukna ábyrgð og tryggari
stöðu á vinnumarkaði. Því til
stuðnings má benda á nýjustu
vinnumarkaðskönnun Hagstofunn-
ar en samkvæmt henni virðist
sem konur haldi sínum hlut á
vinnumarkaði og gott betur, þrátt
fyrir samdrátt í atvinnulífinu og
aukið atvinnuleysi. Er þá aðeins
horft til starfa kvenna og karla.
Enn virðist sorglega lítið miöa í þá
átt að draga úr launamisrétti kynj-
anna.
Margar kannanir hafa verið gerðar á starfsvali og
kjörum kvenna og karla. Minna hefur hins vegar verið
gert af því að skoða starfsgreinar þeirra og þær kröfur
sem geröar eru í hinum ýmsu starfsgreinum. Getur
það t.d. verið að ábyrgð og álag sé minna metiö og síð-
ur viðurkennt I kvennastörfum en karlastörfum? í um-
ræðunni um launajafnrétti hefur því verið haldiö fram.
Getur það verið að innan hefðbundinna kvennastarfs-
greina sé síður viðurkennd þörfin á stjórnunarstörfum?
Sú fullyröing hefur heyrst. Á undanförnum vikum hefur
nokkur umræða verið um verksvið og ábyrgð hjúkrunar-
fræðinga. í tengslum við þá umræðu vaknar óhjá-
kvæmilega sú spurning hvort bein tengsl séu milli kröf-
unnar um sparnað og aukna hagræöingu á vinnumark-
aði og þess að dregið er úr vægi og virðingu
kvennastarfsgreina. Öil þekkjum við dæmi um að ef á
að hagræða er byrjað á ræstingarstörfum. Eru stjórn-
unarstörf í kvennastarfsgreinum næst á dagskrá?
Ýmis teikn eru á lofti sem benda til að konur þurfi
að vera sérstaklega vel á verði og bregðast hart viö ef
þeim finnst vegið aö störfum sínum og starfsgreinum.
Krafan um hagræöingu má ekki verða til þess aö auka
misréttiö á vinnumarkaði. Þvert á móti er krafan aö því
misrétti verði útrýmt. E.S.Þ.