19. júní


19. júní - 19.06.1993, Page 24

19. júní - 19.06.1993, Page 24
24 1. TBL.1993 llvað varð um karlanefndina? Heldur hefur verið hljótt um nefnd þá sem félagsmálaráðherra skipaði til að fjaila um stöðu karla í breyttu samfélagi með jafnari verkaskiptingu og fjöl- skylduábyrgð en nefndin gekkst fyrir af- ar fjölmennri og velheppnaðri ráðstefnu vorið 1992 þar sem staða karla var rædd frá alveg nýjum sjónahóli. Af nefndinni er það helst að frétta að hún er þessa dagana aö leggja síðustu hönd á lokaskýrslu sína til ráöherra um breytta stöðu karla og leiðir til aö auka ábyrgð þeirra á fjölskyldulífi og börnum. Skrifstofu jafnréttismála hafa borist drög að þessari skýrslu og er hún um margt fróðleg lesning. Þar er m.a. að finna ýmsar athyglisverðar tillögur til ráöherra um úrbætur í þessum málum. Nefndin leggur m.a. til að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs veröi Árið 1995 er kannski langt undan og þó - undirbúningur fyrir næstu kvenna- ráðstefnu Sameinuöu þjóðanna er að minnsta kosti hafinn. Ráðstefnan verð- ur í Peking 4. til 15. seþtember 1995. Búiö er að ráða aðalframkvæmdastjóra ráðstefnunnar en þaö er Gertrude Mongella frá Tansanfu. Gertrude Mong- ella hefur gegnt ýmsum ráðherraem- bættum í heimalandi sínu, m.a. um málefni kvenna. Hún hefur tekið þátt í mörgum ráöstefnum og margs konar al- tryggður að lögum en þessi krafa hefur oröiö sífellt háværari á undanförnum misserum. Kærunefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar tvö mái frá feðrum sem eiga engan rétt til töku fæðingar- orlofs. Þaö má einnig skjóta því hér inn að í sænska þinginu kom nýlega fram til- laga til breytingar á lögum um almanna- tryggingar, þess efnis að feður fái sjálf- stætt eins mánaðar fæðingarorlof og tekjutap bætt að fullu. Þessi mánuöur skyldi eingöngu ætlaður feörunum þann- ig að ef þeir nýttu sér ekki þessi réttindi sín innan tiltekins tíma féllu þau sjálf- krafa niður. Ekki var talið líklegt að þessi breytingartillaga næði fram að ganga en hugmyndinni hefur veriö varpað á loft og er hún vissulega athyglisverð. Tvær tiilögur nefndarinnar snúa beint að Jafnréttisráði og starfsháttum Skrif- þjóðastarfi um stöðu kvenna og var t.d. formaður Afríkuhópsins á síðstu kvenna- ráðstefnu Sameinuöu þjóðanna, sem var í Nairobi I Kenýja árið 1985. Samhliða hinni oþinberu ráðstefnu munu kvennarhreyfingarnar og ýmis grasrótarsamtök væntanlega skipu- leggja sitt þing. Peking er langt í burtu og kannski verða íslenskar konur og ís- lensk grasrótarsamtök þar fá. En von- andi getur einhver mætt. stofu jafnréttismála. Annars vegar legg- ur nefndin til að starfshættir Jafnréttis- ráðs verði gerðir víötækari og að stuðl- að verði að því aö ráðið fýlgi eftir umræðum um málefni karla. Nauðsyn- legt sé aö beita kynjakvóta við tilnefn- ingar I ráðið. Hins vegar er lagt til að gerðar verði breytingar á áherslum I starfsemi Skrifstofu jafnréttismála þannig að sjónarmið karla fái þar meira vægi en veriö hefur. Skiþuð verði sér- stök ráögjafamefnd til tveggja ára sem hafi það hlutverk að auka hlut karla í jafnréttisumræðunni og tryggja að sjón- armið þeirra komist til skila. Einum starfsmanni skrifstofunnar verði falið að fylgja ákvörðunum nefndarinnar eft- ir. Af öörum tillögum til ráðherra í skýrslu karlanefndar má nefna tilmæli um aö fundin verði meðferðarúrræði fýr- ir ofbeldismenn, að kannað verði hvort feður hafi áhuga á aö taka fæðingar- orlof og/eða axla aukna fjölskyldu- ábyrgð og að jafnframt verði könnuð viðhorf þeirra til jafnlauna og jafnstöðu kynjanna. Þá hvetur nefndin til þess að rannsókn verði gerð á úrskurðum í for- sjár- og umgengnisréttarmálum til að leiða í Ijós stöðu feöra I forsjárdeilum og umgengnisréttarmálum til að skýra hvað ráöi úrskurðum. Jafnframt verði forsjárlausum feörum tryggt, svo sem kostur er, samneyti við börn sín og að- stoð ef misbrestur verður þar á. Margar fleiri tillögur er að finna í skýrslunni en hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þeirra. Fróðlegt veröur að fylgjast með hverjar af þessum til- lögum koma til framkvæmda. R.H. Fjórða alþjóðaráðstefna Samein- uðu þjóðanna um málefni kvenna

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.