19. júní - 19.06.1993, Side 27
1. TBL. 1993
27
Sömu laun og þeir!
sér staö í einstaklingssamningum
launamanns og atvinnurekanda. Hvað
er það t.d. sem ákvarðar samnings-
stööu launamannsins? Markmiðið með
rannsókninni sem norræna jafnlauna-
verkefnið ætlar nú að ráðast í er að
draga fram mikilvæga þætti sem ráða
launamyndun en sem mælast ekki með
hefðbundnum tölfræðilegum aöferðum.
Til að ná þessu markmiði er nauðsyn-
legt að beita annars konar aðferöum en
tíðkast hefurí hliöstæðum rannsóknum
hér á landi. Auk þess aö safna saman
hinni hefðbundnu tölfræði er ætlunin
að varpa Ijósi á hið flókna samspil sem
ræður launum og stöðu fólks á þeim
vinnustöðum sem teknir veröa til skoð-
unar meö ítarlegum viötölum við fáar
en vel valdar lykilpersónur.
Rannsóknin veröur unnin I samvinnu
við félagsvísindastofnun H.í. en nor-
ræna jafnlaunaverkefnið mun ráöa
starfsmann til að framkvæma rann-
sóknina. Ætlunin er aö nota sumariö til
undirbúnings en hefja síöan upplýsinga-
öflun í haustbyrjun. Vel þarf að vanda til
verksins ef rannsóknin á að rísa undir
því að verða nýr flötur í umræðunni um
launamál kvenna og karla.
R.H.
Fyrr á árinu bar Kristín Ástgeirsdóttir,
þingkona Kvennalistans, fram fyrirspurn
til fjármálaráðherra. Hún vildi fá upplýs-
ingar um launagreiðslur ríkisins til ein-
staklinga sem fengu meira en 3 miljónir
króna á árinu 1992. Kristín lagði áherslu
á aö hún vildi fá aö vita hver væru heild-
arlaun þessara einstaklinga, þ.e. sam-
anlögð grunnlaun, föst og önnur yfir-
vinna, þóknunareiningar, aðrar þóknan-
ir, nefndarlaun og önnur laun. Hún bað
um aö gerð yröi sérstaklega grein fyrir
meðaltali grunnlauna annars vegar og
heildarlauna hins vegar. Þá vildi hún
vita hversu magir karlar eu í þessum
hópi og hversu margar konur og hjá
hvaöa stofnunum þau störfuöu.
í svari fjármálaráðherra (843. Svar)
kemur fram aö samtals fengu 744 ein-
staklingar greiddar meira en 3 miljónir I
laun á árinu 1992. Karlarnir voru 685
eða 92,1% en konurnar 59 eða 7,9%. Það
má gera ráð fyrir aö hér sé um aö ræöa
heistu embættismenn ríkisins. Hlutur
kvenna þar á meöal er hverfandi lítill en
því miður kemur það ekki á óvart.
En þaö er áhugavert að sjá að launa-
munur kvenna og karla í þessum hópi
virðist næstum enginn. Þ.e. meðaltal
bæði grunnlauna og heildarlauna er
mjög svipaö hjá þeim báöum. Þá er
áhugavert að sjá aö hlutfall aukatekna
af heildarlaunum er mjög svipað hjá
bæöi konum og körlum, þ.e. hjá konum
er þaö 45,6% og hjá körlunum 46,7%.
Nú er það svo að launamunur kvenna
og karla hjá rikinu er oft skýrður með
meiri yfirvinnu karla og auðveldari að-
gangi aö ýmsum aukasporslum sem
gefa dágóðar tekjur. Tölurnar sem birt-
ust í svari fjármálaráðherra benda til aö
konurnar í þessum hópi standi jafnfæt-
is körlunum hvaö varöar þennan mögu-
leika og nái þar af leiðandi sambærileg-
um launum og karlarnir. Þaö eru ekki til
samskonar tölur frá almenna vinnu-
markaðnum en í könnun Frjálsrar versl-
unar (8. tbl. 1992) á launakjörum þeirra
sem „fljúga hæst", mátti sjá aö þar
hallaöi verulega á konur.
Alyktun
Landsfundur jafnréttisnefnda sveitar-
félaga sem haldinn var á Akureyri 6.-7.
maí 1993 vekur athygli á aö samkvæmt
lögum eiga aö vera starfandi jafnréttis-
nefndir í 52 sveitarfélögum. í reynd
hafa aðeins 37 sveitarfélög skipað
slíka nefnd. Meginþorri nefndanna er
óvirkur, aðrar starfa viö lítinn skilning
sveitarstjórna en örfáum eru sköpuö
þokkaleg starfsskilyrði.
Landsfundurinn telur brýnt aö öllum
jafnréttis-
nefndum
sveitarfé-
laga verði
sköpuö
viöunandi
starfsskil-
yrði sem
fyrst og aö
sveitar-
stjórnir
kalli nú
þegar
saman til
starfa
þær
nefndir
Valgerður Bjarnadóttir, jafn- sem eru
réttisráðgjafi Akureyrarbæj- óvirkar.
ar, „Jafnréttisstarfið hefur Jafnframt
aldrei veriö mikilvægara". telur fund-
urinn brýnt að eftir sveitarstjórnarkosn-
ingamar 1994 komi sveitarstjórnir aö
þessum málaflokki meö sama hugar-
fari og einurö og aö öörum lögbundnum
verkefnum.
Landsfundurinn skorar á alla stjórn-
málaflokka, félagsmálaráöherra, Skrif-
stofu jafnréttismála og stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga að vinna
markvisst að því að jafnréttisnefndir
sveitarfélaga verði virkt afl í sérhverju
sveitarfélagi.
Á meöan á landsfundinum stóö af-
greiddi Alþingi þingsályktunartillögu rfk-
isstjórnarinnar um framkvæmdaáætlun
á sviö jafnréttismála. Landsfundurinn
fagnar afgreiöslu Alþingis og skorar á
félagsmálaráöherra aö láta ákvæöi
áætlunarinnar um jafnréttisráösgjafa
koma til framkvæmda sem fyrst.
Á fundinum var ákveðiö að þekkjast
boð jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar
um að næsti landsfundur jafnréttis-
nefnda verði haldinn T Reykjavfk haustiö
1994.
Fjóla frá Keflavík, Þórunn frá Reykjavík, Ásdís Elva frá Garðabæ, Halldór frá Nes-
kaupstað og Elsa frá Skrifstofu jafnréttismála ræða hvað sé æskilegt og hvað sé
mögulegt íjafnréttisbaráttunni.