19. júní - 19.06.1993, Qupperneq 34
34
2. TBL.1993
-Þegar þú velur viðskiptafræði varstu þá
með það í huga að taka við fyrirtækinu?
„Nei, þetta var ekki skipulagt alveg frá
barnæsku. Mér fannst þó fyrirtækið alltaf
spennandi og auðvitað hef ég haft í huga
að það væri gaman að vinna þar í framtíð-
inni.“
Nauðsynlegt að halda sér við
-Laukstu þá aldrei náminu?
„Eg lærði af reynslunni, sem getur verið
erfiðari en skóli og maður lærir ekki síður
af henni. Svo er auðvitað mikilvægt að
halda sér við með því að sækja námskeið,
bæði hér heima og erlendis, og kynna sér
nýjungar. Ég get nefnt eitt námskeið sem
hafði heilmikil áhrif á starf mitt og fyrir-
tæki. Það var vikunámskeið sem ég fór á í
London um stefnumótun fyrirtækja. A
fyrri árum sótti ég námskeið eins og í áætl-
anagerð og öðru sem mig vantaði úr nám-
inu. Núna hef ég meira gaman af að kynna
mér það sem er að gerast í fyrirtækjum úti
í hinum stóra heimi; hvaða áherslur eru
þar, hvað þarf að gera til að koma í veg fyr-
ir að illa fari fyrir fyrirtæki og hvað veldur
því að sum fyrirtæki standa mjög framar-
lega í samkeppninni en önnur ekki.“
-Hvað var það í námskeiðinu um stefnu-
mótun sem hafði svona sterk áhrif á þig?
„Þar áttaði ég mig á því hvað það er
mikilvægt að sinna líka framtíðarmálum
fyrirtækja. Ekki að vera alltaf fastur í þess-
um daglegu störfum, heldur að gefa sér
tíma til að líta fram á veginn: Hvaða
möguleikar eru fyrir hendi, hvað er hægt
að gera og hvernig á að stýra fyrirtækinu?"
-Gerðir þú miklar breytingar í fyrirtæk-
inu í framhaldi af þessu?
„Já. Það hafa orðið talsverðar breytingar
hjá okkur. í stjórnunarháttum höfum við
reynt að dreifa valdinu í fyrirtækinu og síð-
an reynt að taka okkur taki í því að vera
framsæknari og móttækilegri fyrir breyt-
ingum en við vorum áður.“
Byrjaði á
byggingafrainkvæindum og
dýrum tækjakaupum
-Fórstu strax að breyta og færa út
kvíarnar þegar þú tókst við rekstrinum?
„Nei, nei. Þegar ég tók við var fyrirtækið
að vísu búið að vera í nokkuð örum vexti.
Fólk var í auknum mæli farið að taka
myndir og það var mikill vaxtarbroddur í
markaðnum. Búið var að ákveða að við
yrðum að fá okkur stærra húsnæði og búið
að kaupa lóð í Árbæ. Við þessu tók ég og
varð að halda áfram í byggingafram-
kvæmdum og öðru sem ég kunni ekki
mikið til verka í. Ég get því ekki sagt að
það hafi verið ég sem fór út í róttækar
breytingar en á þessum fyrstu árum mín-
um komu upp margar miklvægar fjárfest-
ingar sem voru óhjákvæmilegar. Við þurft-
um að fjárfesta í dýrum tækjum og þá
komu upp erfiðar spurningar um það
hvort kaupa ætti þessa gerðina eða hina,
hversu dýr og afkastamikil tæki og svo var
spurning hvernig markaðurinn myndi fara.
Myndi hann halda áfram að vaxa svona
mikið? Það voru vandasamar ákvarðanir
sem þurfti að taka; verkefni sem bæði var
gaman að kljást við og heppnuðust ágæt-
lega sem betur fer.“
Af tóll æðstu sljórncndunuin
eru átta konur
-Þú ert stjórnandi fyrirtækisins en hverja
ertu með næsta þér?
„Núna er ég reyndar í fyrsta sinn nýbúin
að ráða aðstoðarframkvæmdastjóra, sem er
Breti. Það var gert með ráðnum hug, m.a.
til að fá inn aðra sýn og hraðari breytingar
en annars. Síðan er gæðastjóri sem heyrir
beint undir mig og svo deildarstjórar yfir
sölusviði og fjármálasviði.“
-Eru þetta allt karlmenn?
„Reyndar ekki. Ég fór aðeins neðar í lín-
una þegar ég fór að telja saman hvernig
skiptingin væri, áður en ég kom í viðtalið,
af því ég er nú ekkert að hugsa um þetta
daglega. Ef ég tek tólf æðstu stjórnendur í
fyrirtækinu þá eru átta af þeim konur og af
þeim sem ég taldi fyrst hér á undan erum
við þrjár konur og tveir karlmenn.
Karlmenn áræðnari og
víðsýnni
-Finnst þér einhver sérstakur munur á
því að vinna með konum eða körlum?
„Þetta er auðvitað mjög einstaklings-
bundið og erfitt að alhæfa en þó held ég að
konur séu að öllu jöfnu samviskusamari.
Natnari við smáatriðin og það getur skipt
máli í sumum störfum en öðrum ekki.
Karlmenn hafa auðvitað fengið allt annað
uppeldi, jafnvel enn þann dag í dag, sem
ýtir meira undir sjálfsálit þeirra. Ég held
þeir hafi því tilhneigingu til að vera áræðn-
ari og jafnvel víðsýnni.“
-Er þetta þá ekki góð blanda?
„Jú og mér finnst alveg bráðnauðsynlegt
að blanda kynjunum saman, annað er
hvorki skemmtilegt né jafn árangursríkt."
Þess má geta í lokin að rétt um það leyti
sem viðtalið fór fram, tók Hildur við
viðurkenningu sem Gæðastjórnunarfélag
íslands veitti fyrirtæki hennar svo eitthvað
eru þær að gera rétt konurnar og karl-
mennirnir sem sitja við stjórnvölinn hjá
Hans Petersen hf.
PUNKTA-
FRÉTTIR
Kona dæmd fyrir
kynferðislega
áreitni
Nýlega birtu fjöl-
miðlar fréttir af því að
vestur í Bandaríkjun-
um hafi nýlega fallið
dómur í máli karls scm kærði vinnuveitanda
sinn, konu, fyrir kynferðislega áreitni. Svo hart
var að honum sótt að hann sagðist hafa kviðið
því að mæta til vinnu á morgnana vegna þess að
konan hafi haft þann sið að loka sig inni á skrif-
stofunni og biðja hann um að faðma sig og
kyssa. í fréttum af máli þessu kemur fram að
umrædd kona hafi svipt manninn stöðuhækkun
þegar hann neitaði að þýðast hana. Niðurstaða
dómsins er sú að karlmaðurinn fékk eina millj-
ón daia í skaðabætur en það mun vera nálægt
60 milljónum íslenskra króna.
Kvennakór uppfyllir þörf sem
ekki hcfur verið sinnt,
að sögn Margrctar
Pálmadóttur, stjórnanda og frumkvöðuls kórs-
ins. Kórinn hélt tónleika í maí við mjög góðar
undirtektir.
Pað eru 120 konur sem hittast tvisvar í viku
og æfa kórsöng og um 120 til viðbótar vilja
komast í kórinn. Margrét segir þennan mikla
söngáhuga kvenna sjást þegar í barnakórum þar
sem 85% kórfélaga séu stúlkur.
í fyrra auglýsti Margrét sérstakan kórskóla
fyrir konur og þegar flest var stunduðu 35 kon-
ur þar nám. Þá héldu þær tónleika til styrktar
Stígamótum sem tókust mjög vel. Þar með var
ísinn brotinn og konurnar ákváðu að stofna
Kvcnnakór Reykjavíkur. Margrét viðurkcnnir að
þetta sé mótleikur kvenna gegn karlakórum og
aðeins hafi þurft frumkvæðið.
Bókasafn KRFÍ Nýlega lauk Guðrún
Gísladóttir bóka-
safnsfræðingur flokkun og skráningu bókakosts
Kvenréttindafélags íslands. 1 ljós kom að féiagið
á ýmsar merkar bækur og voru sumar hverjar
prcntaðar á síðustu öld. l'élagsmcnn eru hvattir
til að koma á skrifstofu KRFÍ og líta yfir safnið.
Þegar bókakosturinn var skoðaður kom ( ljós að
einhverjar bækur vantar og eru féiagsmenn, sem
fengið hafa bækur að láni á undanförnum árum,
beðnir að kíkja í hillurnar hjá sér og athuga
hvort þeir hafi mögulcga gieymt að skila bókum
til félagsins. Bókasafn KRFÍ, sem reyndar er
ekki ýkja stórt, er að miklum hluta gjafir frá vel-
unnurum félagsins frá upphafi.
Reykjavíkur
Alþingishúsið 1>eg'lr þinghaldi er
ferðamannastaður bú!stsf
að ró rærðist yfir Al-
þingishúsið okkar við
Austurvöll og mannaferðir þar féllu að rncstu
Icyti niður. Því fer þó fjarri því að auk þess sem
starfsfóik er enn önnum kafið við að ganga frá
þingmálum hefur því bæst nýtt hlutverk. Al-
þingishúsið er nefnilega orðið vinsæll ferða-
mannastaður!
í fyrra komu hundruð manna til að sjá þctta
elsta starfandi löggjafarþing í heiminum - bæði
innlendir og erlendir hópar. Ekki er búist við að
ásóknin verði minni í sumar.
Nú eru sumir sagðir vcita því fyrir sér hvort
ekki megi innhcimta aðgangseyri líkt og í Buck-
inghamhöíl og fjármagna þannig nýbyggingu Al-
þingis sem nú er á tcikniborðinu.