19. júní


19. júní - 19.06.1993, Qupperneq 37

19. júní - 19.06.1993, Qupperneq 37
2. TBL. 1993 37 Það skiptir talsverðu máli að vera starfandi heima fyrir í þingnefnd af sama toga og núorðið er farið að tala um þetta sem já- kvæðan þátt í því að tengja saman störf þeirra sem eru að vinna í Norðurlandaráði og þeirra sem eru að vinna á þjóðþingun- um. Það hefur vantað að áherslurnar sem verið er að leggja í Norðurlandaráði skili sér inn í störfin í þjóðþingunum og þar með samfélögin okkar. Til ráðstefnunnar í Færeyjum buðum við fulltrúum frá menn- ingarnefndum þjóðþinganna og mynduð- um þannig tengsl sem ég trúi að verði já- kvæð í samstarfmu." -Hver eru helstu verkefnin á vegum þinn- ar nefndari „Þegar ég kem inn í þessa nefnd sem formaður eru að verða heilmiklar breyting- ar í samstarfinu í Norðurlandaráði. Oll löndin eru með áætlanir um að fara í nán- ara Evrópusamstarf, þ.e.a.s. að verða þátt- takendur í Evrópska efnahagssvæðinu og þrjú landanna eru að ákveða að sækja um aðild að Evrópubandalaginu en Danmörk er aðili nú þegar. Forsætisráðherrar land- anna létu því endurmeta samstarfsverkefni Norðurlandanna; skoða hver þeirra ættu að hafa forgang þegar löndin fara að vera með í miklu stærra samstarfi. Akveðið var að leggja höfuðáherslu á menntamál og jafnframt á rannsóknir og fræðslumál, um- hverfismál, réttindamál þegna — þar með félags- og neytendamál, efnahagsmál, sjáv- arútvegsmál og löggjafamál. Jafnframt var ákveðið að menningarmálin fengju nýtt og aukið gildi. Við þessar aðstæður kom ég inn sem formaður. A Norðurlandaráðsþingi var síðan ákveðið að árið 1996 fái menningarmálin 50% af fjárlögum Norðurlandaráðs. Sem sagt að auka við þau um 25% á næsta ári og svo aftur á þarnæsta ári. Það eru 40 stofnanir starfræktar í Norðurlandaráði og u.þ.b. 800 verkefni í gangi hverju sinni, þannig að næstum er hægt að segja að eitt verkefni fari í gang á hverjum degi. Þarna er ákveð- ið að skera skuli niður á öllum öðrum svið- um en menningarmálunum og færa fjár- magnið þangað. í ljós kom, sem er mjög eðlilegt, að það var talsverður sársauki í mörgum þeirra sem þurfa að fara að draga saman. Það var því mjög sérkennileg staða að vera formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs og uppgötva skyndilega ergelsi og allt að því andúð allra þeirra sem eiga að skera niður til að við fáum þá pen- inga sem að er stefnt!“ Allir nemendur á Norðurlöndiiniini lái ad heimsækja annað land -Á hvaða þiztti menningarmála á að leggja áherslu? „Nefndin er alveg sammála um að leggja fyrst og fremst áherslu á fjögur meginsvið: Fjölmiðlasvið, börn og unglinga, nemenda- skipti og önnur skipti, og tungumálasvið. Fjölmiðlar ná sterkast til fólks — ekki síst barna og unglinga — og má þar nefna fram- leiðslu og dreifingu efnis. Samstarf um mál- efni barna og unglinga almennt, nemenda- skipti og kennaraskipti. Reyna að koma á skiptum fólks sem starfar á sviði menningar og lista. Efla Nordplus en þar er fólki í fram- haldsnámi gert kleift að taka hluta námsins í einhverju hinna Norðurlandanna. Nordplus Junior styður fólk á framhaldsskólastiginu til að komast í smátíma í heimsókn í skóla í öðru landi. Á sviði nemendaskipta hefur ver- ið lögð sú lína í menningarmálanefndinni að stefna beri að því að hver nemandi á Norð- urlöndunum geti farið einu sinni til dvalar eða heimsóknar til einhvers annars af Norð- urlöndunum! Nordjobb viljum við gera að varanlegu verkefni en það er starfsmiðlun fyrir ungl- inga til að fá sumarstarf í einhverju hinna Norðurlandanna. Þetta hefur verið feyki- lega vinsælt og hefur stuðlað að varanleg- um samskiptum ungs fólks á Norðurlönd- unum. Samstarf á norrænu tungumálasviði verður að efla, t.d. með því að auka nor- rænt efni í námsbókum og á fjölmiðlasviði, ekki síst vegna aukinna alþjóðlegra áhrifa. Menningarmálanefndin leggur afar mikla 4 % JB. RIO KAFFI Hörku gott kaffi Sætún 8, 125 Reykjavík. Sími 6 24 000

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.