19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 2

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 2
 • Ritstjóraspjall_______________ BETRIHEIMUR FYRIR ALLA Stundum er eins og heimurinn skreppi saman og verði eitt samfélag þegna sem komnir eru langt að til að vinna um stund að sameiginlegu markmiði. Þannig streymdu konur frá öllum heimshornum til Kína, nánar tiltekið Peking eða Beijing, til að vinna að bættum kjörum kvenna og barna. Það var ómetanleg lífsreynsla að fá að taka þátt í þess- um heimsviðburði. Einkum og sér í lagi fannst mér gaman að sjá og kynnast konuin frá Asíu og Afríku, sem búa við skilyrði sem eru mjög ólík því sem við Vesturlandakonur eigum að venjast. En þó að heimurinn skreppi svona saman þá er það einnig á svona stundum sem maður gerir sér grein fyrir því hvað heimurinn er stór og hvað menn búa við ólík kjör. Þannig er það erfitt fyrir okkur Islendinga að gera okkur grein fyrir því að jafnréttisbarátta í sumum löndum snýst um það að konur og stúlkubörn fái að borða eins og karlar og drengir sem ganga fyrir þegar matur er skammtaður innan heimilanna. En hver sem baráttumálin eru þá skilar bættur hagur kvenna og barna sér í betri heimi fyrir alla, við megum ekki gleyma því að konur eru um helmingur mannkyns og sjá enn að mestu leyti um að ala upp komandi kynslóðir, auk þess að sinna alls kyns störfum. í framkvæmdaáætluninni, sem er hinn opinberi afrakstur kvennaráðstefnunar í Peking, er m.a. kveðið á um ábyrgð fjölmiðla til að hafa áhrif á stöðu kynj- anna. Hin neikvæða umræða sem var um ráð- stefnuna í heimspressunni sem og í íslenskum fjölmiðlum sýnir að ekki er vanþörf á að benda á hve þáttur fjölmiðla er mikilvægur þegar fjallað er um málefni kynjanna og hve nauðsynlegt það er að festa ekki í sessi úrelt viðhorf með fjöl- miðlaumfjöllun. Til að vega upp á móti þeirri slagsíðu sem komin er fjallar 19. júní að þessu sinni um hinar ýmsu hliðar kvennaráðstefnunnar sem ekki hefur verið sagt frá áður í íslenskum fjölmiðlum. I lokin langar mig til að óska nýjum formanni Alþýðubandalagsins, Margréti Frímannsdóttur, til hamingju með að hafa brotið blað í sögu fjórflokkanna á íslandi, en vegna plássleysis í blaðinu var því miður ekki unnt að gera kjöri hennar frekari skii að sinni. 1/h/fUid'l< /fa/u j d Steinunn Sigrún Ingti Dóra Krístín Bryndís Jóhannesdóttir Siguröardóttir Sigfúsdóttir Leifsdóttir Kristjánsdóttir • EFNIS YFIRLIT Kvennaráöstefnan í Kína: „Viö viljum hugarfarsbyltingu." Sigríöur Lillý Baldursdóttir formaöur undirbún- ingsnefndar íslenskra stjórnvalda, segir frá undirbúningi ráðstefnunnar og störfum opinberu ráðstefnunnar I athyglisverðri samantekt Kristlnar Leifsdóttur. Bls. 4 NGOFORUM Valgeröur Katrín Jónsdótttir fjallar um ráðstefnu frjálsra félagasamtaka í Peking, en þangað mættu fulltrúar frá öllum heimshornum til aö bera saman bækur slnar, skiptast á skoðunum og koma þeim á framfæri viö fulltrúa opinberu ráðstefnunnar. Bls. 8 Þær voru á NGO FORUM: Nokkrir þátttakendur á ráöstefnu frjálsra félagasamtaka teknir tali. Bls. 15. „Konur geta styrkt hver aöra.“ Dóra Stefánsdóttir var I undirbúningsnefnd ráðstefnu frjálsra félagasamtaka I Pekíng og var ráðin til að vinna á skrifstofunni I New York undir stjórn Irene Santiago framkvæmdastjóra. í viötali við Valgerði Katrínu Jónsdóttur segir hún frá starfi sfnu og viðhorfum. Bls. 18. Nokkur atriöi framkvæmdaáætlunarinnar sem komið geta að notum fyrir Is- lenskar konur. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til aö framfylgja ákvæðum áætlunar- innar með undirskrift sinni. Hvernig geta íslenskar konur nýtt sér þaö? Bls. 21. Ungar konur og kvenréttindabaráttan. Athyglisverö grein eftir Huldu Proppé um hvað efst var á baugi hjá ungum konum á NGO FORUM. Bls. 22. „Kína heillaði hana.“ Bryndís Dagsdóttir var meðal þáttakenda á NGO FORUM en hún hefur veriö búsett I Kína eins og fram kemur I viðtali sem Sigrún Sigurðar- dóttir átti við hana. Bls. 28. Bókmenntir: „Karlar, konur og keöjusagir." Þórunn Siguröardóttir segir frá athyglisverðri bók eftir Carol J. Clover. Bls. 30. Fjölskyldumál: Betri menn. Steinunn Jóhannesdóttir ræðir við Göran Wimmerström sem er sér- fræðingur í karlmönnum, um fööurhlutverkiö og hvað hægt er að gera fyrir ofbeld- isfulla karlmenn. Bls. 36. Um íslensku karlanefndina Steinunn Jóhannesdóttir segir frá starfi karlanefndar. Bls. 15 Að ráöa lífi og dauöa. Valgerður Katrln Jónsdóttir segir frá fyrirlestri Evu Lundgren á ráðstefnu norrænna kvenna í Munaðarnesi. Bls. 16 Annaö efni: Kvennafríiö mikla. Bryndís Kristjánsdóttir segir frá kvennafrídeginum. Nú eru 20 ár síðan hann var haldinn hátíölegur, en hann haföi mikil áhrif á kvennahreyfing- una hér á landi. Bls. 32. Punktafréttir. Bls. 29. Fréttir úr starfi KRFÍ. Bls. 38. Thorvaldsensfélagiö 120 ára. Bls. 29 Forsíöumynd: Tekin at Vaigerbi Katrlnu Jónsdóttur á kvennaráðstefnunni I Klna. 19.júní 3. tbl. 45. árgangur 1995 Útgefandi: Kvenréttindafélag íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Valgerður Katrín Jónsdóttir Prófarkalesari: Þórdís Kristleifsdóttir Ljósmyndir: Ruf Hallgrímsdóttir og fl. Útlit, setning, prentun: Prentsmiðja Olafs Karlssonar Bókband: Flatey 2

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.