19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 26

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 26
í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þær virðast vera að berjast fyrir þeim sömu hlutum og hafa verið efst á Iistum baráttu- fólks um jafnrétti síðastliðna áratugi. Það sýnir einungis að enn er á mikinn bratta að sækja. Ungar konur frá öllum hlutum heims kvörtuðu yfir því hversu dræman stuðn- ing þær fengju frá kvennahreyfingum síns lands. Þeim virtist að kvennahreyfingarn- ar, þar sem flestir meðlimir væru konur um og yfir fertugt, legðu áherslur á allt aðra hluti en þær. Hjá þeim væri mikil umræða um konur í stjórnunar- og valda- stöðum. Ungar konur eru fæstar í þeim hópi en eiga þó við mikið órétti að etja. Þeim finnst eldri konur ekki hlusta á þær eða að þær telji málefni þeirra léttvæg 8-9000 konum nauðgað á dag Allsvakalegasta dæmið sem ég heyrði af slíku var frásögn ungrar konu frá Soweto í Suður-Afríku. Hún talaði um hvað það væri orðið algengt að ungir karl- menn nauðguðu ungum svörtum konum þar í landi frá því að aðskilnaðarstefnan var afnumin. Hennar samtök töldu að á milli 8- og 9000 ungum konum væri nauðgað á dag. Þessi umræða hefði ekki komist í fjölmiðla heima fyrir þrátt fyrir að mikið hefði verið reynt, hvað þá í al- þjóðafjölmiðla. Þegar samtök hennar hafi gengið á kvennasamtök þar í landi til að vekja athygli á þessu hafi verið tekið illa í málið og sagt að nú væri ekki tími til að ræða „svona mál“ þar sem áhersla þeirra væri nú á að fá konur kosnar á þing og í aðrar valdastöður. Vandamálið er að nú er verið að nauðga þessum konum. Það þarf að gera eitthvað núna, ekki á eftir. En hversu mikið hefur breyst frá því að ég, fjögurra ára gömul, hljóp um yjjfvom, SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA m Stinga ekki ®Úr fínustu merinóull jMjög slitsterk *Má þvo viö 60°C Skátabúðin, Útilíf, Hestamaðurinn, Öll helstu Kaupfélög, veiðafæraversl., KEA o.fl. Látið ekki jólaljósin kveikja í heimiiunum BRUNAMÁLASTOFNUN sveitir landsins með sleif í hendi og söng lögin af „Afram stelpur“-plötunni? Þó að í fljótu bragði væri hægt að benda á að lít- ið hafi mjakast þar sem konur eru enn beittar launamisrétti, ofbeldi og brotið er á almennum mannréttindum þeirra í stærstum hluta heims, þá hefur ýmislegt breyst og er enn að breytast konum í hag. Vegna þess hve enn er á brattann að sækja þarf að hlúa að ungum konum í dag, hjálpa þeim að átta sig á því hversu mikil- vægt það er fyrir þær að standa saman og krefjast réttar síns. Kvennahreyfingar landsins bera hluta þeirrar ábyrgðar að vekja ungar konur til vitundar, það gætu þær gert með því að fá fleiri ungar konur til liðs með sér, með því að skapa ungum konum vinnuaðstöðu, gera þeim kleift að koma málefnum sínum á framfæri í gegn- um fjölmiðla o.fl. o.fl. Það er ekki nema lítill hópur ungra kvenna sem stendur upp og lætur í sér heyra, það þarf fleiri til til þess að radd- irnar heyrist. Það verður að gæta þess að sú kynslóð sem nú er orðin að ungum konum og mæðrum þessa lands, missi ekki tökin á þeirri baráttu sem mæður þeirra og ömmur börðust í. Hlulverk kvennahreyfinga í dag er ekkj einungis að krefjast nýrra réttinda á leið okkar til jafnréttis, við þurfum einnig að passa upp á þau réttindi sem við höfum þegar fengið og þar þurfum við að standa bak í bak, allar sem ein. Tllemmi 5, II hæð, 105 Reykjavík. Síinl: 562 97 50. Bréfsími: 562 97 52. Raipóstur: brefask@ismennt.is m BnmisMtmmMii Veí'síða: http//rvik.ismennt.is/Obrefask/ Afgreiðshm er opin frá 10 til 15 alla virka daga. - Fjarkennsla í 55 ára - Símsvarl tekur viö sldlaboðum utan afgreiðslutíma. Póstsendum hvert sem er. 26

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.