19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 12

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 12
götunum fyrir neðan og þá var eins gott að taka regnfötin með. Og svo hófst ráðstefnan. Fyrirlestrar hófust klukkan níu á morgnana og lauk ekki fyrr en 12 tímum síðar. Boðið var upp á 3.500 mismunandi fyrirlestra og vinnu- hópa og oft var vandi að velja. Islensku þátttakendurnir tóku virkan þátt, hver eftir sínu áhugasviði. Bryndís Hlöðversdóttir flutti fyrirlestur um konur í stjórnmálum á Islandi og CEDAW samninginn, eða samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum, Guðrún Jónsdóttir og Steingerður Kristjánsdóttir sögðu frá Stígamótum og tóku þátt í samnorrænum fyrirlestri um ofbeldi á Norðurlöndunum. Kolbrún Oddsdóttir landslagsarkitekt var með vinnuhóp uin leiksvæði barna og hvernig hægt er að nota ýmsa þætti þjóð- menningar til að skapa athyglisvert leik- svæði fyrir börn. Fjallað var um konur og heilsufar, konur í stjórnmálum, 011)0101 gegn konum, konur í fjölmiðlum, stöðu eldri kvenna í samfélaginu, málefni yngri kvenna, konur og tækni, konur og atvinnu- líf, menntun kvenna, o.fl. o.fl. Þar sem mikið framboð var af alls kyns áhuga- verðu efni skiptust þátttakendur á um að sækja fyrirlestra og miðluðu hinum svo af reynslu sinni. Konur frá ólíkum menningarsvæðum hitt- ust og skiptust á skoðunum. Þrátt fyrir ólíka lifnaðarhætti voru baráitumálin svip- uð eða hin sömu, barátta fyrir sömu laun- um og karlar, eða bættri fjárhagsstöðu, jafnri foreldraábyrgð, jöfnum aðgangi kynjanna að auðlindum, fæðu, heilsugæslu og valdastöðum innan samfélaganna svo eitthvað sé nefnt. I tjaldi sem var við inn- ganginn á ráðastefnusvæðið í Huariou og kallað var „global tent“ var venjulega margt um manninn, mikið af prentuðum upplýsingum víðs vegar að úr heiminum og þar voru sölukonur fljótar að hreiðra um sig með ýmsan varning, þar sem oft er stutt í kaup og sölu þar sem konur eru ann- ars vegar, enda fjármögnuðu margar konur ferðina með því að selja heimatilbúinn varning. Þarna var því hægt að kaupa ýms- an varning frá Afríku, töskur og hálsbindi úr slönguskinni, töskur úr krókódílaskinni, fatnað, hálsfestar, skartgripi, ýmsa út- skorna muni og fleira. Sölukonur og sölu- menn breiddu einnig úr sér meðfram göt- unum í Huariou og þar var hægt að finna enn meiri fjölbreytni. Rigningin var viðvarandi, og regnkápur og hlífar því oftast innan seilingar. Þannig setti rigningin strik í reikninginn þegar Hillary Clinton hélt ræðu sína. Kínverjarn- ir höfðu komið upp útiborðum með sól- hlífum á stóru svæði þar sem gert var ráð fyrir að ráðstefnugestir hvíldu sig milli fyrirlestra og þar gátu þeir einnig fengið sér léttar veitingar. Hillary Clinton átti að halda ræðu sína þar, því þar gátu allir heyrt í henni og séð til hennar á sviðinu. En þar sem flóðgáttir himinsins höfðu opnast var dagskráin flutt inn í hús. Fyrir utan biðu vonsviknir „áheyrendur" sem heyrðu ekk- ert þar sem hátalarakerfi hafði ekki verið sett upp utan dyra. Enginn vissi því hvað fram fór fyrr en fréttir fóru að berast á öld- um Ijósvakanna og í dagblöðunum sem gefin voru út meðan á ráðstefnunni stóð. Björk og Bing dao Ráðstefnusvæðið var vel skipulagt og auð- velt að komast um það. Öryggisgæslan var heilmikil, handtöskur og fólk gegnumlýst áður en það fékk að fara inn á fundarstað- ina. Komið hafði verið upp ferðasalernum víða um svæðið, en það voru ekki nema þeir allra huguðustu sem treystu sér inn á þau, jafnvel þó að þau væru hreinsuð eftir hvern gest. Þrátt fyrir að mótmælagöngur væru ekki vel séðar, mótmæltu konur ýmsu óréttlæti, gömlu baráttuspjöldin voru hafin á loft og söngvar voru sungnir við kertaljós, gamlar „lummur", svo sem eins og „give peace a chance“. Það voru líka ýmsir aðrir tónar sem ómuðu um svæðið og dálítið skemmtilegt að heyra sérkennilega rödd hinnar íslensku Bjarkar, sem er orðin frægari en sjálfur Snorri Sturluson, magnast upp úr þartilgerðum hátölurum. April Light Orcestra lét einnig í sér heyra, en það er samnorræn kvenna- hljómsveit sem lék eitt kvöldið lög eftir hljómsveitarmeðlimi. Ymsar uppákomur voru á kvöldin, Kínverjarnir buðu upp á þrautþjálfað fjöllistarfólk, tónlistarfólk og 12

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.