19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 13

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 13
voru W a börn sem léku listir á ógleymalegan hátt. Ymsir frumkvöðlar kvennabaráttunnar létu sig ekki vanta eins og t.d. Betty Fried- an sem nú er farin að berjast fyrir réttind- um eldri kvenna. Hún var ekki sátt við fréttaflutning ráðstefnunnar, taldi heims- pressuna yfirmáta neikvæða í fréttaflutn- ingi. Fleiri voru á þeirri skoðun en frétta- haukar eru jú oftast á höttunum eftir nei- kvæðum fréttum ekki síst þegar konur eru fréttaefnið. Þrátt fyrir það komu viðbrögð fjölmiðla okkur á óvart þegar heim var komið. Greinilegt var að konum úr þriðja heimin- um fannst vandamál kvenna á Vesturlönd- um ekki stórvægileg miðað við það sem þær eru að glíma við. Víða eru konur að berjast fyrir lífi sínu, vannærðar, búa við mjög lélega heilsugæslu og ofbeldi og pyndingar vegna styrjalda. En meðan kon- ur á Vesturlöndum tala um bakslag vex konum þriðja heimsins ásmegin, þær hafa allt að vinna og engu að tapa. Norrænar konur áttu sér athvarf í norræna herberginu en það var fyrirlestrarsalur þar sem ýmsar upplýsingar lágu frammi um stöðu kvenna á Norðurlöndum. Þar gátu konur mælt sér mót með því að setja skilaboð á þartil- gerða töflu og daglega kom einhver af op- inberu ráðstefnunni og sagði frá því helsta sem þar fór fram. Þangað kom einnig for- seti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og flutti fyrirvaralaust erindi á fundi sem nor- rænar konur héldu um konur í valdastöð- um. Vigdís sagði frá því þegar hún var kosin forseti á íslandi og var þá fyrsta kon- an sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Hún lagði mikla áherslu á að jafnrétti kvenna og karla yrði ekki komið á nema með vináttu og skiln- ingi beggja kynja. Kvennafrídaginn sagði hún hafa verið mikinn örlagavald varðandi kvennabaráttu á Islandi en það hafí verið í kjölfar hans sem farið var að leita að vænt- anlegum kvenframbjóðanda og þar með hafí verið skorað á hana að gefa kost á sér. Vigdís vakti hvarvetna mikla athygli og kínverski og íslenski fáninn blöktu við hún í golunni á Torgi hins himneska friðar. Sýndar voru myndir af henni í sjónvarpinu og þótt fæstir Kínverjar skilji ensku, hvað þá íslensku, var nóg að segja við þá eitt orð á kínversku, „bing dao“, sem þýðir ís- lenskur eða íslendingur, þá brostu þeir út að eyrum, beygðu sig og buktuðu og svör- uðu „Finnbogadottir?" Já, þeir höfðu greinilega fylgst með ferðum hins íslenska þjóðhöfðingja. Lokaathöfnin fór svo fram með ágætum og rigningin brást okkur ekki. Marglitar regnhlífar settu því svip sinn á samkund- una. Ef til vill var himnafaðirinn að leggja áherslu á að vökva þyrfti grasrótina, því heilmikið starf bíður hennar að lokinni fjórðu ráðstefnunni um málefni kvenna sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Framkvæmdaáætlunin er viljayfir- lýsing þjóðanna en það eru félagasamtökin sem þurfa að þrýsta á stjórnvöld um að framfylgja henni. Safia Jibric Abdi: „Eg er frá Sómalíulandi, við eru sjálfstæð þjóð en tilheyrðum áður Sómalíu. Ég kem frá kvennasamtökum þar. Ég er mjög ánægð með NGO því að ég vil hjálpa þjóð minni, einkum þó konunum, því að konur og börn eru í stórum stíl fórnarlömb borgarastyrjaldarinnar sem hefur geisað í Sómalíu. Við erum því að mynda samtök kvenna til að berjast gegn afleiðingum styrjaldarinnar. Við förum heim með mikið af gagnlegum upplýsingum, við höfum hitt rnargt áhrifafólk sem getur hjálpað okkur að bæta stöðu kvenna í Sómalíulandi. Ég er sannfærð um að staða okkar á eftir að batna með þeirri aðsloð sem við höfum fengið hér á ráðstefn- unni.“ Murshida Morshed: „Ég er frá Bangladesh. Þar er föðurréttarsam- félag þar sem konan hefur mjög lítinn rétt, fé- lagslegan og efnahagslegan. Þetta er fátækt land og konur hafa það hvað verst. Stúlkur eru giftar á aldrinum 10 til 15 ára og það er mikið um skilnaði, þær skilja jafnvel eftir tvö til þrjú ár og eru þá giftar aftur. Konur eiga mikið af börnum, því að það er nauðsynlegt að eiga syni og þær eignast börn þar til þær hafa átt son. Stúlkubörnin eru stundum drepin. Stúlkubörn hafa verið drepin með því að grýta þær með steinum. Við erurn hér um 300 konur frá Bangladesh. Ég kem frá kvennasamtökum í norðurhluta Bangladesh. Mér finnst stórkost- legt að sjá konur koma hingað úr öllum heims- 13

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.