19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 4

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 4
• KVENNARAÐSTEFNAN. Kristín Leifsdóttir: Ylfí VILJUM HUGAR- FARSBYLTINGU Sigríður Lillý Baldursdóttir segir frá undirbúningi kvennaráðstefnunnar og störfum þar. Sigríður Lillý Baldursdóttir var for- maður undirbúningsnefndar íslenskra stjórnvalda vegna fjórðu ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna og varaformaður opinberu sendinefndarinn- ar. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, var formaður sendinefndarinnar en gat því miður ekki verið á ráðstefnunni. Við upphaf kvennaáratugarins 1975 var fyrsta ráðstefnan um málefni kvenna á vegum Sameinuðu þjóðanna haldin í Mexíkó. Við lok kvennaáratugarins árið 1985 var haldin önnur ráðstefna, í Nairóbí, en um miðjan þann áratug, 1980, var ráðstefna haldin í Kaupmannahöfn. Þar átti að líta yfir farinn veg og þrýsta á um framkvæmdir síðari hluta áratugarins. „Nú eru tíu ár síðan ráðstefnan var haldin í Nairóbí. Þar var samþykkt fram- kvæmdaáætlun til ársins 2000 og þá talað um að hafa ráðstefnu um málefni kvenna árið 1995 til þess að fylgjast með fram- vindu þeirrar áætlunar - Nairóbíáætlunar- innar sem kölluð er. I upphafi átti það að vera hlutverk ráðstefnunnar í Peking að kanna hvað hefði áunnist af því sem var í þeirri áætlun og hnykkja á um fram- kvæmdir á þeim árum sem eftir lifa til aldamóta,“ segir Sigríður Lillý um tildrög nýliðinnar ráðstefnu. „Mjög snemma í undirbúningsvinn- unni var ákveðið að hverfa frá þessum áformum. Við komumst fljótt að því að ýmsar forsendur höfðu breyst og að svo fáu hafði verið framfylgt af Nairóbíáætl- uninni að það væri allt eins gott að hefja leikinn alveg frá byrjun, að búa til nýja framkvæmdaáætlun til aldamóta og gera hana þá bæði markvissari og skýrari. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að halda aftur ráðstefnu um málefni kvenna, en það þýðir þó ekki að ákvörðunum Pek- ingráðstefnunnar verði ekki fylgt eftir.“ 4 Segja má að undirbúningur vegna ráð- stefnunnar hafi hafist árið 1990 þegar endanleg ákvörðun var tekin um að hún skyldi haldin. Staðsetning hennar var ákveðin í árslok 1992 og í ársbyrjun 1993 var framkvæmdastjóri ráðinn. Þá þegar hófst kraftmikill undirbúningur, ekki ein- ungis í aðalstöðvum SÞ í New York held- ur líka í þjóðlöndunum. Það var svo í nóv- ember 1994 sem Sigríður Lillý tók við starfi sínu. Samstarf SÞ og félagahópa frá upphafi „Óháðu hóparnir og SÞ hafa unnið saman að undirbúningnum alveg frá upp- hafi. Hjá SÞ er mikil áhersla lögð á að næra slíkt samstarf. í undirbúningsferlinu hafa verið haldnir margir fundir og ráð- stefnur, sumt á vegum SÞ, m.a. svæðaráð- stefnur í öllum heimsálfum og þá voru haldnir fundir félagasamtaka samhliða, eins og venja er á SÞ ráðstefnum. Félagasamtökin hafa alla jafna tvenns konar aðild að ráðstefnum SÞ. Áheyrnar- aðild að ráðstefnunni sjálfri, en um slíka aðild þarf að sækja með góðum fyrirvara, eða þá að þau taka þátt í fundi félagasam- taka sem haldinn er samhliða ráðstefn- unni. Þar vinna þau sína vinnu og koma skilaboðum sínum á framfæri við ráð- stefnuna gegnum landa sína eða félaga sem þar eru. Það eru sem sagt ekki ein- ungis opinberar sendinefndir á opinberu ráðstefnunni. Á ráðstefnunni í Peking voru 7000 fulltrúar félagasamtaka með áheyrnaraðild og settu þeir sinn svip á ráðstefnuna og höfðu sýnileg áhrif á gang hennar. Hjá SÞ er virðing borin fyrir framlagi félagasamtaka. Hjá þeim fæðast nýjar hugmyndir og þar eru skoðanaskipti alla jafna hreinskiptari en á milli opinberra sendinefnda. Starf félagasamtaka eru við- urkennd lífæð í undirbúningi ráðstefnu sem þeirrar sem haldin var í Peking, því voru það mikil vonbrigði þegar kínversk yfirvöld ákváðu að flytja fundarstað fé- lagasamtaka út úr borginni til Huairou sem er í um 1 klst. fjarlægð frá ráðstefnu- staðnum. Islensk stjórnvöld gerðu athuga- semd við þessa ákvörðun og á tímabili var útlitið afar dökkt varðandi fundinn og þá um leið framgang ráðstefnunnar. Nú að lokinni ráðstefnunni er það þó mat flestra, m.a. íslensku kvennanna sem voru í Kína, að samskipti fundar og ráðstefnu hafi ver- ið viðunandi og eins og fyrr segir þá höfðu félagasamtök veruleg áhrif á ráð- stefnustað. Aldrei áður hafa jafn margir fengið áheyrnaraðild að SÞ ráðstefnu. Það fór þó ekki fram hjá neinum að ákveðnum aðilum var meinað um slíka aðild og það er umhugsunarefni þegar ráðstefnur fram- tíðarinnar eru hafðar í huga hvort rétt geti talist að einstaka land SÞ geti með synjun sinni komið í veg fyrir að félag fái að senda fulltrúa inn á ráðstefnu sem þessa.“ íslensku konurnar 22 íslenskar konur voru á fundi félaga- samtaka í Huairou, en í opinberu sendi- nefndinni á ráðstefnunni voru níu konur og fjórir karlar. Mannréttindaskrifstofa Is- lands átti áheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni. Sigríður Lillý tekur mjög skýrl fram að mikil vinna hafi verið leyst af hendi á fundunum. Langflestar konurnar sem fóru til Huairou hafi fengið lágan styrk til ferð- arinnar en orðið að brúa bilið úr eigin vasa eða annars staðar frá. En styrkinn veitti ríkið með því fororði að þær væru að fara að vinna að verkefnum. Sumar þeirra fóru sem einstaklingar og fóru þá gjarnan með verkefni sem tengdust þeirra eigin fagi og koma þá m.a. til með að skrifa í fagtímarit þegar heim kemur og fleira í þeim dúr. Aðrar fóru í nafni félaga eða hreyfinga. Heitt sumar Á ráðstefnunni í Peking voru samþykkt

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.