19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 14

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 14
hornum undir kjörorðunum jafnrétti, þróun og friður. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem á svona stóra ráðstefnu. Við vonumst til að ráðstefnan hafi áhrif á stöðu kvenna í Bangladesh." Felicia Hayes: „Eg er frá Bandaríkjunum og kom hingað á ráðstefnuna til að sjá konur úr öllum heims- hornum koma og bera saman bækur sínar. Ég hef áhuga á málefnum kvenna í Asíu og fór því á marga fyrirlestra hjá japönskum konum. Ég er að ljúka mastersprófi í japönsku, og hef áhuga á tölvu- og upplýsingatækni og hef reynt að kynna mér það hér. Ég kem hingað á vegum kvennasamtaka og er að safna efni. Hef því einnig farið á ýmsa vinnuhópa og fyrirlestra um konur í fjölmiðl- um. Ég hef fengið mjög mikið út úr sumum vinnuhópunum en þeir eru misjafnir, sumir eru janfvel leiðinlegir, sumir fyrirlesarar virð- ast ekki hafa undirbúið sig nægilega. En mér finnst mjög gaman að taka þátt í ráðstefnunni, sitja hér á sólhlífasvæðinu á morgnanna og fá mér morgunmat og sjá allar þessar ólíku konur. Mér finnst gaman að fylgjast með fólki og samskiptum þess. Og það er athyglisvert að fylgjast með samskiptum fólks sem skilur ekki 14 hvert annað, talar ekki sama tungumálið. Ég fer með heilmikið af upplýsingum með mér heim, það er ekkert eitt sem mér kemur í huga í því sambandi, ég fæ hér upplýsignar sem hjálpa mér að halda áfram vinnu minni heima. Það eru margir mjög fordómafullir gagnvart Bandaríkjamönnum, halda að þeir hafi það all- ir svo gott og séu vellauðugir. En ég er mjög fátæk, hef enga vinnu og ég er ekki ein um þá stöðu í Bandarfkjunum. Konur um heim allan eiga ýmislegt sameiginlegt. Það jákvæða sem flestar konur eiga sameiginlegt er að okkur er tamt að hugsa um aðra, það er eitthvað sem er okkur meðfætt, þó að við berjumst gegn því, og þar af leiðandi eigum við auðvelt með að ná sambandi hver við aðra. Það er mikill kraft- ur sem fylgir konunum hérna og hann fylgir okkur héðan hvert sem við förum.“ Karen Jöb: „Ég kem frá Guiyana, rétt hjá Brasílíu í Suður- Ameríku. En ég bý í Bandaríkjunum er að nema þar og er ljóðskáld. Og ég er einnig ein- stæð móðir, dóttir mín er 14 ára gömul. Ég kom hingað þar sem ég hef mikinn áhuga á heimsbreytingum og taldi þetta vera einn besta möguleika á að ná sambandi við sem flestar konur í heimi á einum stað. Ég hef farið á nokkra mjög góða vinnufundi, ég fór á fund með konum úr kvennahreyfingu á Kúbu, fór á annan fund sem konur frá Puerto Rico héldu. Konur um allan hcim eiga ýmislegt sameigin- legt. Vera mín hér hefur sagt mér að við verð- um að berjasl enn harðar fyrir réttindum okkar, konur fá enn mun lægri laun en karlar, karlar hafa aðgang að svo mörgum björgum í samfé- laginu sem við konur höfum ekki en ættum að hafa í sama mæli og þeir. Það er mjög mikil umræða hér um ofbeldi gegn konum. Fyrsta dag ráðstefnunnar sagði kona nokkur mér að hún hefði talið 27 fyrirlestra og vinnuhópa sem fjölluðu um ofbeldi gegn konum, annað hvort hefur ofbeldi gegn konum aukist eða umræða um það opnast. Við gerum okkur betur grein fyrir því nú að ofbeldi er til og hefur verið til. Við höfum náð ákveðnunt réttindum konur, en við erum svo sannarlega ekki þar sem við ætt- um að vera. Miðað við greind okkar, fegurð og snilld erum við svo sannarlega ekki þar sem við ættum að vera.“ r \ ■ \ \v \ r, • -' - W éssmimÁ® sssi&ál '__ ?>?* If&xa*# / V* \ '■ 1 ffíifá | \ \ fú . . •, >. Shen Peirong „Ég er kínversk og bý hér í Peking. Ég var beðin um að leiða umræðufund um stöðu eldri kvenna í Kína. Gamalt fólk hefur haft mun betri félagslega stöðu hér í Kína en á Vestur- löndum, hér er reynsla þess metin og eldri kon- ur hafa haft virðingarstöðu í kínversku samfé- lagi. En staða kvenna hér hefur breyst mjög mikið frá 1949, við höfum fengið öll sömu réttindi og karlar. Við höfum verið að ræða um félagslega og efnahagslega stöðu eldri kvenna. Við höfum einnig fjallað um læknis- þjónustu, við erum að koma upp heimahjúkrun hér. Vegna takmarkaðs fjölda sjúkrarúma er verið að koma upp kerfi þar sem aðstandendur sjá um að hjúkra fólkinu og læknirinn kemur í heimsókn tvisvar í viku reglulega þó að hægt sé að fá hann oftar ef þörf krefur. Ef sjúkling- arnir þurfa nákvæma rannsókn eru þeir fluttir á sjúkrahúsið. A þennan hátt er hægt að draga úr kostnaði og sjúklingurinn fær að vera áfram í sínu eðlilega umhverfi. Við höfum einnig rætt um ýmsa hrörnunarsjúkdóma en svo virðist sem konur séu fleiri meðal þeirra sjúklinga sem fá þá. Skýringanna er að leita í því að kon- ur eru oft minna menntaðar og hafa um færra að hugsa en karlarnir og fer því meira aftur andlega. Við ræddum einnig um félagslega stöðu eldri kvenna hér í Kína. Og svo ræddum við um menningarlega stöðu þeirra. Við erum með háskóla sem eru sérstaklega ætlaðir eldra fólki. Þá sýndum við líkamsæfingar sem við iðkum á morgnanna. Ég held það sé mjög gagnlegt fyr- ir konur að hittast, við eldri konur hér á NGO höfum lagt áherslu á að reynsla eldri kvenna sé metin í samfélögunum og að þær geti sem mest séð um sig sjálfar." Viðtal og myndir: Valgerður Katrín Jónsdóttir

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.