19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 17

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 17
um hvaða hegðun hún getur sætt sig við breytast. Þess vegna finnst mörgum erfitt að skilja hvers vegna kona yfirgefur ekki mann sem beitir hana ofbeldi. Notar til skiptist hlýju og ofbeldi En hvernig fer hann að þessu? Jú, með því að nota til skiptis hlýju og ofbeldi. Þegar hann er búinn að beita konuna of- beldi, og hún gerir sér grein fyrir því að hún er á valdi hans, hann ræður lífi henn- ar og dauða, verður hann mjög góður, brotnar jafnvel niður og grætur, biður fyr- irgefningar og segir að þetta muni aldrei koma fyrir aftur. Konan vill trúa því og í ófáum tilfellum huggar hún manninn, þau sættast og hann veit að hann er búinn að komast upp með hegðun sem er ekki hægt að réttlæta. Þar með er hann búinn að ná ákveðnum tökum á konunni, farinn að stjórna lífi hennar. Svipaður atburður end- urtekur sig, karlmaðurinn beitir konuna ofbeldi og sýnir svo hlýju og væntum- þykju. Þar sem konan getur ekki borið hann sam- an við neinn annan vegna einangrunar finnst henni hann virkilega vera góður þegar hann sýnir þá hlið á sér. Maðurinn setur konunni ákveðinn ramma sem hún á að lifa í og smám saman þrengist sá rammi þannig að hún hefur leyfi til að gera sífellt færra, fær leyfi hans til að verða að engu. Konan hættir smám saman að treysta eigin dómgreind, fer að trúa því að það sé eitthvað verulega inikið að henni, fer að sjá sig eins og maðurinn sér hana. Frá því að vera gerandi í eigin lífi verður hún fórnarlamb. Hún velur að vera áfram í sambandinu þó að hún eigi á hættu að deyja andlega, tilfinningalega, sálrænt eða að deyja í raun og veru. Ef hún fær ekki aðstoð heldur hún áfram að vera fórnarlamb. En hvernig réttlætir karlmaðurinn það fyrir sjálfum sér að hann beitir hana of- beldi? Vegna þess að það er eitthvað að konunni, hún er of mjó, eða of feit, hún vinnur of mikið, eða of lítið, hún er of þrifin eða al- gjör sóði. Hann einn er dómbær um hvað amar að henni, það er hans túlkun sem skiptir máli. Hann lifir eftir sínum reglum og hún passar ekki inn í þær. Hann verður því að berja hana til þess að hún verði eins og hún á að vera. Hann verður að vera eins og karlmaður, hún fær leyfi hans til að verða að engu. Það að vera karlmaður er að hafa stjórn á lífsramma konunnar og stjórna því hvað er kvenlegt, hvernig konur eigi að vera. Þetta veitir honum vald til að stjórna lífi og dauða, vald sem færir hann nær guði. „Það tengist hugmyndum hans um karlmennskuna,“ segir Eva Lundgren, „karlmaðurinn verður alltaf að vera að vinna nýja og nýja sigra, og hann verður að vinna sigra á konunni sem öðrum. Það er hins vegar ekkert gaman að sigra hana nema hún veiti ein- hverja mótstöðu. Því er það yfir- leitt þannig að þegar karlmaðurinn hefur unnið lokasigur á konunni, „drepið" hana andlega, tilfinninga- lega eða lfkamlega er ekkert gam- an lengur, hann fær ekki lengur „kikk“ út úr því að vinna sigra á konunni og því verður hann að koma sér upp öðru fórnarlambi, sem í flestum tilfellum er nýr ntaki eða barn og í mörgum tilfellum bæði barn úr fyrra sambandinu og nýr maki. Og þá byrjar svipað ferli aftur. í flestum tilfell- um snýr hann sér að sínum eigin börnum. Þeir gera allt til aö ganga í augun á þeim sem þeir elska Hvernig hefst þetta ferli? Ofbeldissam- bönd byrja á sama hátt og önnur sam- bönd, fólk dregst hvort að öðru og verður ástfangið. Er hægt að sjá einhver merki þess í upphafi sambands að ekki sé allt með felldu? Eva segir að það sé ekki svo auðvelt: „Eg er hrædd við að gefa yfirlýs- ingar um slíkt, það er of mikil bjartsýni að hægt sé að sjá þetta i byrjun sambands. Ofbeldismenn eru snillingar í að klæðast búningi hins fullkomna maka. Þeir eru rómantískir og umvefja konuna blómum og fögrum orðum ef því er að skipta. Þeir virðast vera nærgætnir, tillitssamir og í raun of fullkomnir til að geta verið „ekta". Þeir gera ALLT sem þeir geta til að ganga í augun á þeim sem þeir „elska“, það er engin til í heiminum nema hún, hún ein skiptir máli. Þar með er ekki sagt að allir rómantískir karlar séu ofbeldissinnaðir, heldur að konur eigi að vera vakandi fyrir því að ef karlinn segir að ekkert nema hún skipti hann máli þá getur það verið merki um eitthvað allt annað. Ef hann segist ekki elska neina aðra en þig, getur það verið merki um að það sért þú sem hann ætlar að stjórna, einangra og setja tak- mörk. Konum fínnst oft gott að heyra að það séu einmitt þær sem þeir elska svo mikið, en þessi „ást“ getur orðið þeim að fjörtjóni.“ Eva segir að ekki sé hægt að afgreiða of- beldi innan fjölskyldunnar sem eitthvert smávandamál. „Við höfum tilhneigingu til að líta á það sem vandamál sem tengist ofdrykkju, innflytjendum eða þeim sem minna mega sín í samfélaginu, en ofbeld- ið er í öllum stéttum og á Norðurlöndun- um er talið að fjórða til fimmta hver kona sem er í sambúð eða hjónabandi búi við ofbeldi. Afleiðingarnar eru gífurlegar, af- leiðingar ofbeldis koma fram sem heilsu- vandamál og ýmiss konar samfélags- vandamál. Sainfélagið er allt byggt upp á ákveðinn hátt, við búum við ákveðið valdakerfi þar sem karlar skipa æðstu stöðurnar. Það er því ýmislegt í okkar menningu sem réttlætir vald karla yfir konum og þó að konur og karlar hafi op- inberlega jafnan rétt leyfist konum mikið minna hvað varðar ýmsar óskráðar reglur samfélagsins. Ofbeldismenn notfæra sér þetta. Ég held að karlmenn hafi almennt ekki þroska til að líta á maka sína sem jafn- ingja, þeir eru ekki aldir upp við það. Það að hafa völd er hluti af því að vera karl- maður. Það þarf að breyta svo mörgu til að koma á jafnrétti, það þarf að breyta stofnunum. Ég held að það hafi orðið mörgum mönnum áfall að heyra talað um jafnrétti, þeir hafa orðið hræddir og ótta- slegnir. Karlmenn hafa átt að vera höfuð fjölskyldnanna og fyrirvinnur og allar valdastofnanir samfélagsins og öll upp- bygging staðfesta það. Það þarf því að breyta æði mörgu til að koma á raunveru- legu jafnrétti.“ Viðtal og myndir: Valgerður Katrín Jómdóttir 17

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.