19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 28

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 28
• KVENNARAÐSTEFNAN: Sigrún Sigurðardóttir: KÍNA HEILLAÐIHANA Bryndís Dagsdóttir var búin að reyna að kornast til Kína í nokkur ár án árangurs þegar hún sá auglýstan styrk til náms þar. Hún sótti um og var önnur tveggja Islendinga sem lilutu styrki til náms íþví framandi landi. Þetta var árið 1982. Ferðalög heilluðu og að fá tœkifœri til að kynnast háttum og siðum fólks ífjar- lœgum löndum var eftirsóknarvert. For- vitnin um það hvernig fólki líður, livað það hugsar og hvaða drauma það á, seiddi hana til Kína. Hvað kom henni mest á óvart? „Eiginlega allt - þarna er allt svo mikið öðruvísi - maður kemur inn í allt öðruvísi heimshluta og sér allt aðra tækni en er hér á Vesturlöndum. Eg tapaði t.d. farangrinum mínum og þurfti að kaupa ýmsa hluti sem við á Vesturlöndum þurf- um að nota, og teljum nauðsynlega, sápu, tannbursta, ýmsan fatnað til skiptanna o.s.frv. Það reyndist mjög erfitt að finna þetta í verslunum í Bejing og það var fljótt að berast út til útlendinganna við há- skólann ef einhver fann hársápu sem upp- fyllti kröfur Vesturlandabúa.“ Bryndís áttaði sig fljótlega á því að til að læra eitthvað í málinu yrði hún að vera í Kína lengur en eitt ár. Arin hennar urðu því þrjú. Hún segir að eftir hálft ár hafi hún og vinkonur hennar geta talað nóg til að geta keypt farmiða og pantað mat á veitingahúsum, en þær komust fljótt að raun um það að í sveitum landsins var kínverska skólamálið þeirra ekki talað af sveitafólkinu. A Vesturlöndum er mikið lagt upp úr því að fólk fái tækifæri til að læra það sem hugurinn stendur til. Hvernig er það í Kína? „Sumir fá að velja en aðrir ekki. Það er erfitt að komast inn í háskólana í Kína, fólk þarf að taka ströng inntökupróf og það er aðeins örlítið brot af nemendum sem kemst inn. Háskólarnir í Beijing og Shanghæ eru eftirsóttastir og Beijinghá- skóli hefur lengi þótt einn af þeim bestu í Kína. Það er ekki mikið um að börn bændafólks komist í háskóla. Foreldrar þeirra kínsversku ungmenna sem ég kynntist á námsárum mínum voru yfirleitt menntafólk sem kom frá hinum ýmsu borgum Kína. Einn af samstúdentum mín- um var frá Huariou, þar sem kvennaráð- stefnan var haldin. Foreldrar hans voru bændur og það þóttu mikil tíðindi þegar hann komst í háskólann því það hafði aldrei áður gerst í þeirra sveit að bónda- sonur kæmist til náms í fínasta háskóla Kína - Beijingháskóla. Það er ljóst að fólk í borgum hefur betri undirstöðu en sveita- fólkið til að ná prófum inn í háskólana.“ Vesturlandakona er í eðli sínu forvitnileg í augum Kínverja og skólafélagar Bryndís- ar notuðu sér návist hennar til að æfa sig í því að tala ensku. „Kína var að opnast á þessum árum og allir voru að reyna að læra ensku, töldu sig hafa meiri möguleika til að kom- ast í nám erlendis eða fá vinnu hjá erlendu fyrirtæki ef þeir töluðu ensku, tungumálið sem fólk trúði að mundi koma því áfram í lífinu, jafnvel fremur en sjálft háskóla- námið.“ Kínverjar eru mjög gestrisnir. Ef gestur kemur inn á heimili þeirra fer hann ekki aftur fyrr en hann hefur borðað heitan málsverð. Það þykir sjálfsögð kurteisi að bjóða gestum í mat. Bryndís segist hafa verið fastur gestur á kínversku heimili þar sem norsk vinkona hennar bjó, ásamt kín- verskum manni sínum, foreldrum hans og ömmu og afa. Frá þeim fór hún aldrei svöng og það sem meira var, á borðum var algengur heimilismatur, ekki veitinga- húsamatur. í dag eru sérstök stúdentaheimili fyrir út- lendinga en á þeim árum sem Bryndís var í Kína var það skylda að stúdentar byggju á stúdentagörðum og útlendingur deildi herbergi með Kínverja. Einkalíf var vitan- lega ekkert. í mötuneyti skólans gátu allir borðað, en slíkur matur er þreytandi til lengdar og ekki leið á löngu þar til ís- lenska stúlkan hagaði sér eins og sam- stúdentar hennar, fékk sér rafmagnshellu og eldaði frammi á gangi sín hrísgrjón, sitjandi á hækjum sér eins og hinir. Kínverskir vinir Bryndísar frá þessum árum eru flestir fluttir frá Kína. Fólk taldi sig hafa betri möguleika utan Kína en inn- an. Sumir fóru utan til náms og ílengdust svo. Einn vinur Bryndísar býr í Beijing og hefur góða vinnu, kennir við háskóla- stofnun og hefur þar húsnæði, en launin eru lág svo að hann, eins og svo rnargir Kínverjar, er með eigin verkefni utan vinnunnar og hefur dágóðar tekjur af því. Hann getur farið til erlendra vina sinna frá námsárunum, sem bjóða honum að heim- sækja sig, en slík heimboð auðvelda hon- um að fá vegabréfsáritun. Oopinberu kvennaráðstefnuna í Huariou sátu 35 þúsund konur, samkvæmt opin- berum tölum, þar af voru 5000 kín- verskar. „Það var mikill fjöldi kínverskra kvenna þarna en aðeins brot af þeim gat bjargað sér á öðrum tungumálum. Þær áttu því erfitt með að fylgjast með, gáfust upp og yfirgáfu ráðstefnuna. Eg hitti fjöl- margar kínverskar konur sem kvörtuðu sáran yfir því að dagskráin væri ekki til- tæk á kínversku og þær gátu því ekki átt- að sig á því hvaða fyrirlestrum þær hugs- anlega hefðu áhuga á. Við sátum saman um stund og ein vinkona mín fór í gegn- um dagskrána með þeim og hjálpaði þeim að velja fyrirlestrum sem gátu komið þeim að gagni. Opinberlega var sagt að dagskráin lægi öll fyrir á kínversku, en samkvæmt þessum konum var það ekki rétt.“ Það getur sjálfsagt enginn svarað því hvort kvennaráðstefnan í Beijing muni hafa einhver varanleg áhrif á líf kín- verskra kvenna, hjálpa þeim í baráttu þeirra fyrir frelsi og jafnrétti. En þarna voru fulltrúar margra samtaka og hópa, svo það má gera ráð fyrir að reynsla þeirra komi kínverskum konum að gagni og þannig margfaldist áhrif þessarar um- deildu ráðstefnu.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.