19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 9

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 9
og þótti mikið til um. Glæsi- leikinn er hreint ótrúlegur og meðlimir keisararfjölskyld- unnar voru líkari guðum en mönnum. Risastór mynd af Mao Zedong hangir uppi á torginu en jarðneskar leifar þessa mikla leiðtoga kínversku þjóðarinnar er einnig að finna í grafhýsi á þessu stærsta torgi heims. Aður en við kvöddum Peking höfðu að minnsta kosti sum okkar litið hann augum. Undir Torgi hins himneska friðar er neðanjarðarborg sem Mao lét reisa en þar eiga um fimm milljónir að geta búið. Innganga í neðanjarðarborgina er sögð vera mjög leynileg, farið niður inn af verslun við torgið. Neðanjarðarborgin er ekki einn af helstu túristastöð- um borgarinnar og okkur tókst ekki að finna þennan leynilega inngang að þessu sinni. Torgið er annað tveggja mannvirkja sem sést úr geimnum, hitt er Kínamúrinn, sem er um 6 þús- und kíiómetrar að lengd. Yanjing hótelið er þriggja stjörnu hótel en herbergin voru glæsilegri en stjörnurnar gáfu til kynna og öll aðstaða til fyr- irmyndar. Islensku þátttakendurnir á NGO fengu herbergi hlið við hlið á 18. hæðinni, flestallt á hótelinu virtist nýtt eða nýupp- gert, sumir fullyrtu jafnvel að flísarnar á baðinu væru nýjar. Það var hugsað fyrir öllu; baðsloppar, inniskór, tannkrem, tann- burstar, greiður og hársápa var til reiðu fyrir hótelgesti og í lyftunni var meira að segja skipt um gólfmottur á hverjum degi og sett ný merkt viðeigandi vikudegi, svona ef einhver mynd- i ekki vita hvaða dagur var. Það eina sem við söknuðum var að hafa ekki „lobby“ eða setustofu í anddyrinu til að geta sest niður á kvöldin og rætt málin. En það voru nokkrir veitingastaðir á hótelinu sem voru notaðir í þessum tilgangi. Fyrsta kvöldið hættum við okkur ekki út fyrir veggi hót- elsins enda öryggiskenndin í lágmarki vegna alls hins nýja sem fyrir augun hafði borið. Nokkrar voru þó hugrakkari en aðr- ar, að minnsta kosta varðandi nýstárlega rétti á matseðlinum, en á matseðlum í Pek- ing má m.a. finna snáka, skjaldbökusúpu, spörfugla, og ýmislegt annað sem óþarfi er að ræða frekar. Djúpsteiktar dúfur voru því bornar inn, steiktar í heilu lagi með höfðinu, svo við lá að þær kinkuðu kolli framan í matargesti. Þrjár framsóknar- konur sem voru í hópnum sýndu þó fljótt meira áræði, enda meðlimir í „The progressive party“, og fundu strax næsta kvöld stað rétt aft- an við hótelið þar sem boðið var upp á góðan mat á betra verði en á hótelinu og var staðurinn umsvifalaust nefnd- ur „framsóknarstaðurinn". Síðasta kvöldið vorum við orðin heimavön og fundum enn betri stað sem var nokkur hundruð metra frá hótelinu, stað þar sem Kínverjar sátu til borðs og þar var verðið auð- vitað enn lægra en maturinn ekki síður góður. Og auðvitað yfirgáfum við ekki Peking án þess að bragða á hinni róm- uðu Pekingönd, sem fram- leidd er á sérstökum veitinga- stöðum og skorin af mikilli kúnst. Alþjóðlegir matarhringir hafa einnig haldið innreið sína í Peking. I nágrenni Yanjing hótelsins hefur MacDonalds karlinn tekið sér bólfestu, sit- ur þar á bekk, býður kínverskum matar- venjum birginn og lokkar til sín viðskipta- vini. Viðskiptavinirnir voru flestir ungir að árum og má gera ráð fyrir að holdarfar Kínverja breytist á næstunni, en í dag sjást varla nokkrir með aukakíló utan á sér. Flestar konurnar í hópnum höfðu ákveðið að gista í Peking, sumar af ótta við að lenda í hálkláruðu húsnæði í Huariou þar sem aðstöðunni var komið upp á mjög skömmum tíma. Við heyrðum reyndar sögur af miklum hremmingum sumra sem 9

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.