19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 34

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 34
að leggja áherslu á vinnuframlag sitt. Þó að þarna hefðu margar konur lagt hönd á plóginn þá finnst mér að það hafi verið Björg Einarsdóttir sem var aðalhug- myndasmiðurinn. Það var hún sem dreif í því að tillagan um kvennafrídaginn var samþykkt á sínum tíma og það var hún sem sló þann tón sem þarna hljómaði. Rauösokkahreyfingin En líklega er rétt að skoða aðeins jarðveg- inn sem þetta vex alit saman upp úr. Það var 1. maí 1970 að í útvarpinu heyrðist auglýsing sem hljóðaði eitthvað á þá leið að konur í rauðum sokkum ættu að safn- ast saman á Hlemmi og fara í kröfugöng- una. Við vinkona mín mættum á staðinn - þó ekki í rauðum sokkum en með rauða slagorðaborða. Þarna var þá samankom- inn stór hópur af konum í rauðum sokkum og við slógumst í hópinn. Eftir gönguna hittumst við allar saman á kaffihúsi og meðal þeirra sem þangað kom var Vigdís Finnbogadóttir. Það var svo um haustið sem Rauðsokkahreyfingin var stofnuð hér á landi. Við hittumst svo einu sinni í viku allan veturinn í kjallara að Asvallagötu 8. Þarna voru 40-50 konur sem allar töluðu í einu og engin hlustaði á hinar! Við urðum strax feykivinsælar og á næstu árum vor- um við pantaðar eins og hverjir aðrir skemmtikraftar til að koma og tala um jafnréttismái. Margir vildu fá okkur til þess eins að hakka okkur í sig. En þegar við notuðum þau rök að jafnréttisbaráttan snérist um það hvort menn ætluðu dóttur sinni minni hlut en syni nágrannans var eins og okkur tækist að slá vopnin úr höndum efasemdarmannanna. Þegar svo Sameinuðu þjóðirnar útnefndu árið 1975 sem ár tileinkað konun þá gaf það jafn- réttisumræðunni meiri viðurkenningu. Nú voru það ekki bara einhverjar stelpur og kellur að röfla - það fékkst upphefð að utan.“ Stelpur, hvaö nú? Mörgum finnst Iítið hafa þokast í jafnrétt- isátt og að langt sé í land á mörgum svið- um. Hér er ekki ætlunin að kryfja til mergjar allt það sem gerst hefur frá kvennafrídeginum en þegar litið er til baka má benda á margt sem breyttist beinlínis vegna hans, aðdraganda hans eða eftirmála. í máli forseta íslands, Vig- dísar Finnbogadóttur, á kvennaráðstefn- unni í Peking kom fram að hún teldi að kvennafrídagurinn hafi átt stóran þátt í því að hún var kjörin forseti. Eftir hann hafi konur farið að leita að forsetaefni í sínum röðum. Kosning Vidísar í forseta- embættið hefur haft víðtæk áhrif á kvennabaráttuna hér heima og heiman. Fyrir 20 árum var talað um að dagvist fyr- ir börn væri eingöngu til að auka leti kvenna og það þarf ekkert að fjölyrða um þá breytingu sem þama hefur orðið. Kon- ur eru nú starfandi í nær öllum starfs- greinum, þótt enn vanti upp á jafnrétti í launamálum, og gjörbylting hefur orðið á möguleikum kvenna til náms. Allir eru þó sammála um að enn sé margt ógert, þörf sé á róttækum aðgerðum og kannski kom- inn tími til að konur efni á ný til allsherj- arkvennafrídags. Við látum Lilju Olafs- dóttur eiga lokaorðin og látum lesendum það eftir að svara því hver séu næstu skrefin í kvennabaráttunni: „Það er aldrei hægt að endurtaka svona viðburð eins og kvennafrídagurinn var. Núna á að gera eitthvað allt annað!“ Verkstjóri í Reykjavík Allt þetta tilstand þeirra er til cinskis. Hlutirnir breytast ekkert þrátt fyr- ir einn verkfallsdag. Hlutirnir þurfa heldur ekkert að breytast. Kvenfólk er í heildina hið ánægðasta með sitt hlutskipti á margan hátt. Akureyri Kennsla í skólum gekk skrykkjótt þar sem bæði vantaði kvenkennara og námsmeyjar. Sauöárkrókur Konur komu saman í samkomuhúsinu en skipstjórar, stýrimenn og kokkar af togurum helltu upp á könnuna og bárum konum molakafft. ísafjöröur Konur fylgdust með æfingum hjá Litla leikklúbbnum þar sem fjórir karlmenn dönsuðu m.a. fyrir þær. Reykjavík Guðrún Á. Símonar óperusöngvari sagði að ekki mætti skilja kvennafrí svo að konum væri bannað að vera góðar við karla. Það væri nauðsyn- leg leikfimi fyrirkarl! Siglufjöröur Karlar voru allsráðandi í kvennfrísnefndinni sem bæjarstjóm skipaði. Af níu nefndarmönnum eru aðeins tvær konur! Hafnarfjöröur Starfshópur hvatti konur til að gera helgarinnkaupin á fimmtudegi og ganga framhjá búðum þar sem konur verða að vera við afgreiðslu á föstudag. Vestmanneyjar Nokkrir Eyjapeyjar úr gagnfræðaskólanum göntuðust með bréfspjöld á móti göngu kvenna þar sem m.a. stóð: Við viljum vinnufrið! Borgarnes Ekki var slátrað sauðfé í Borgarnesi í gær vegna kvennafrísins en hins vegar var slátrað nautgripum því karlmenn sjá um þá vinnu. Húsavík Annars var óvenju rólegt í bænum miðað við virkan dag en þeim mun líflegra í félagsheimilinu. ísafjörður Menntaskólanemar bjóðast til að annast barnagæslu fyrir konur sem annars komast ekki að heiman. Berlingske Tidende Sýnir ljóslega að íslenskar konur, eins og raunar aðrir íslendingar, fylgjast mun betur með því sem er að gerast í heiminum en t.d. Danir. Heillaskeyti Ástarkveðja frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands með von um að konur hasli sér völl á skipum landsmanna á jafnréttisgrundvelli. 34

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.