19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 16

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 16
• VIÐTALIÐ Eva Lundgren prófessor y* M OG DA UÐA Helgina 29. september til 1. október var haldin ráðstefna í Munaðarnesi á vegum Samtaka norrænna kvenna gegn ofbeldi, en það er samstarfsnet tæplega 240 kvennaathvarfa og um 100 stuðningshópa við þolendur sifjaspella og nauðgana á Norðurlöndum. Tæplega 160 konur og einn karl sóttu ráðstefnuna. Samtök um kvennaathvarf og Stígamót sáu um framkvæmd ráðstefnunnar og var Álfheiður Ingadóttir fulltrúi íslands í norrænu undirbúningsnefndinni. Ráð- stefnustjóri var Guðrún Kristinsdóttir og fyrirlesarar dr. Guðrún Jónsdóttir, dr. Marianne Hester og Eva Lundgren prófessor. 19. júní birtir hér helstu kenningar Evu Lundgren byggðar á fyrirlestri hennar, samtali við hana og bók hennar „Gud och alla andra karlar". Aö ráöa lífi og dauöa „Til að fá skilning á því hvers vegna sum- ir karlmenn eru ofbeldissinnaðir fann ég að í stað þess að spyrja mennina hvers vegna þeir í ósköpunum þeir höguðu sér svona hræðilega þurfti ég í rannsóknum mínum að spyrja á annan hátt og velta því fyrir mér hvað þeir fengju út úr því að beita konu sína ofbeldi. Og þá kom ýmis- legt athyglisvert í ljós,“ sagði prófessor Eva Lundgren. Eva Lundgren er vel þekkt fyrir rann- sóknir sínar á ofbeldi innan fjölskyldunn- ar. Hún er guðfræðingur að mennt og hef- ur fengist við kvennarannsóknir í heima- landi sínu, Noregi. Hún hefur skrifað nokkrar bækur um ofbeldismynstur í fjöl- skyldum, en þekktastar þeirra eru eflaust bækurnar sem gætu heitið í íslenskri þýð- ingu „Guð og allir hinir karlarnir“, „Guð 16 refsar þeim sem hann elskar“ og „í Guðs nafni“. Bækur hennar hafa vakið athygli langt út fyrir heimaland hennar og vegna skrifa sinna, sem sumum þóttu ögrandi, varð hún um tíma að vera undir lögregluvernd. Þá var’hún flæmd úr starfi sínu og fékk hvergi vinnu. Urn síðir var henni boðin prófessorstaða við háskólann í Uppsölum og þar er hún nú. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri þetta valdamikil,“ sagði hún í viðtali við 19. júní. „Viðbrögð kirkjunnar við rannsóknum mínum voru sterk, því að ég gerði rannsóknir á ofbeldi innan kristinna sértrúarflokka. En það voru einng sterk viðbrögð við því sem ég var að gera innnan háskólans. Nemendur mínir urðu að sumra mati of „feminískir“ og það voru aðilar innan skólans sem vildu að ég færi. Ég trúði þessu ekki fyrst en sá svo að mönnum var alvara með að ég færi með góðu eða illu.“ Ýmsar goðsagnir hafa verið uppi varð- andi ofbeldissambönd. I fyrsta lagi er konan mjög oft gerð ábyrg fyrir brotinu, hún er of dugleg, of löt, of ögrandi, of feit o.s.frv. I öðru lagi hefur þeirri goðsögn verið haldið fram að konan sé masókisti. Þá hefur ofbeldið verið talið stafa af fé- lagslegum erfiðleikum, svo sem áfengis- sýki. í fjórða lagi hefur ofbeldið verið talið stafa af því að maðurinn hafi átt erf- iða æsku. Ofbeldi grundvallast oftast á valdabaráttu Eva Lundgren afgreiðir allar þessar goðsagnir og segir að ofbeldisbrot gegn konum, svo sem heimilisofbeldi, nauðg- un, siljaspell, vændi og klám grundvallist á valdabaráttu karlanna. Það að vera karl- maður er að hafa völd og stjórna lífi kon- unnar, stjórna hugmyndum hennar um kynhlutverk og lífsrými. Valdið tekur einnig á sig erótískar myndir, enda er kynferðislegt ofbeldi stór þáttur í ofbeld- issamböndum. Einangrun einkennir of- beldissambönd, karlinn einangrar konuna og hún fer að einangra sig sjálf til að aðrir viti ekki hvernig hún hefur það. Heimilisofbeldi er erfitt viðureignar vegna þess að konum er ekki trúað, hvorki af umhverfi né yfirvöldum, þar af leiðandi fá þær enga hjálp til að komast út úr sambandinu nema með aðstoð þeirra sem þekkja vel þennan feril. Lýsing konu sem er beitt ofbeldi er allt of ótrúleg til að fólk sem ekki þekkir til trúi henni. Það er því miklu algengara og auðveldara að segja að það sé hún sem hafi rangt fyrir sér, enda kemur ofbeldismaðurinn venju- lega mjög vel fyrir í augum annarra, er skemmtilegur og virðist umhyggjusamur, meðan konan virkar snúin og afundin. Hvað fær karlmaður út úr því að beita konu sína ofbeldi? I fyrsta lagi fær hann vald og það tengist hugmyndum hans um karlmennsku. Hann beitir ekki hvern sem er ofbeldi, heldur einungis ákveðna per- sónu á ákveðnum tíma og stað. Hann seg- ir að hann beiti konu sína ofbeldi þegar lilfinningarnar bera hann ofurliði, en í raun og veru hefur hann stjórn á tilfinn- ingum sínum og veit mjög vel hvað hann er að gera. Hann getur stjórnað konunni með því að einangra hana, ákveður hvern hún á að umgangast, hvernig henni á að líða, hvað hún á að hugsa og hvað hún á að taka sér fyrir hendur. Þetta ferli gerist ekki á einni nóttu og fyrirlestur Evu Lundgren fjallaði um það hvernig ofbeld- ismynstrið verður „eðlilegur“ hluti dag- legs lífs. Konan breytist meðan á þessu ferli stendur og þau mörk sem hún hafði

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.