19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 5

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 5
tvö plögg. Annars vegar yfirlýsing ráð- stefnunnar sem er þriggja blaðsíðna löng og hins vegar framkvæmdaáætlun ráð- stefnunnar. Framkvæmdaáætlunin er miklu meira plagg, upp á 130-140 bls. Að henni hefur verið unnið frá því í ársbyrjun ‘93. Sú vinna fór þannig fram að á svæða- ráðstefnunum 1994 voru slíkar fram- kvæmdaáætlanir unnar og þær sendar til New York á skrifstofu framkvæmdastjór- ans, þar sem drög að framkvæmdaáætlun fyrir ráðstefnuna í Peking voru tekin sam- an úr öllum þessum áætlunum. Þau drög voru til skoðunar á fundi í New York í fyrravor og kostuðu mikinn hávaða og miklar deilur. Vestrænar konur voru mjög óánægðar með þau drög sem lágu fyrir í upphafi þess fundar. Fundurinn, sem upphaflega átti að standa í 3 vikur, var þvf framlengdur um 3 daga til þess að ljúka verkinu og er það með eindæmum að slíkt sé gert á vett- vangi SÞ. Eftir fundinn lágu drögin samt ekki fullgerð fyrir, þriðjungur þeirra var enn innan sviga en það þýðir að ágrein- ingur var enn um þau atriði. Sumarið var heitt en það var vel nýtt, miklum gögnum safnað saman og þau send þvers og kruss um heiminn, og margir fundir haldnir, samráðsfundir og „undir fjögur augu“-fundir. Og þegar líða tók á sumarið jukust vonir unt að komið væri fram sameiginlegt plagg sem hægt væri að leggja fram í Peking. „Þegar við komum nú heim frá Peking erum við harla ánægðar, við erum með miklu betra plagg en við höfðum þorað að vona snemma sumars eftir l'und- inn í New York,“ segir Sigríður Lillý. Yfirlýsingin var svo unnin í Pek- ing. Þar eru meginpunktarnir úr fram- kvæmdaáætluninni teknir fram. Atökin um yfirlýsinguna voru mikil og segir Sigríður Lillý það sýna og sanna að málefni kvenna, réttindi þeirra og staða, séu hápólitísk mál. „Það sjá margir hag sínum borgið með því að hefta réttindabaráttu kvenna heima fyrir og þeir vilja því alls ekki færa þeim í hendur framkvæmdaáætlun sem gæti bætt stöðu þeirra og fært þeim jafnrétti. Þetta á jafnt við um stjórnvöld ýmissa landa og for- svarsmenn trúarhópa.“ Vatíkaninu snýst hugur Vatíkanið hefur lillögurétt á SÞ fundum og fulltrúar þess hafa haft sig mjög í frammi í undirbúningi ráðstefn- unnar. Athyglisvert var að fylgjast með því hve gott samstarf var á milli þeirra og múslimaríkjanna í vor í New York. Sigríður Lillý segir skilning á Vesturlöndum, og þó einkum Norðurlöndum, fara vaxandi á því að málefni kvenna séu engin einkaverkefni kvenna heldur eigi karlar og konur að vinna að þeim í sam- einingu. Sameinuðu þjóðirnar gefa hvergi til kynna að í sendi- nefndum á kvennaráðstefnum skuli bara vera konur og þar eru líka margir karlar. En frá ákaf- lega mörgum löndum, og þá helst múslimalöndum og í nefndinni frá Vatikaninu, voru karlmenn í meirihluta og þeir voru oftast í fyrirsvari. Eftir hávær mótmæli kaþólskra kvenna í sumar, fengu þeir í páfagarði konu til að vera í forsvari fyrir sendi- nefnd Vatikansins í Peking. „Það má segja að það merkileg- asta sem gerðist í undirbúnings- ferlinu í sumar hafi verið breytt afstaða Vatikansins til kvenna, sem kom m.a. fram í bréfi sem páfinn skrifaði í sumar, þar sem hann biðst afsökunar á framferði kirkj- unnar gagnvart konum. Þar kynnir hann einnig afstöðubreytingu til fóstureyðinga. Hann segir í þessu bréfi að það sé ekki synd konunnar að láta eyða fóstri ef henni hefur verið nauðgað, heldur sé það synd mannsins sem nauðgaði henni og þess samfélags sem lætur slíkt viðgangast." Önnur athyglisverð breyting á afstöðu Vatikansins kom frarn í viðhorfi þeirra til ritorðsins „gender" þegar kom að því að koma sér saman um yfirlýsing- una í Peking. Engin íslensk þýðing er til á orðinu „gender“ en það hefur verið skýrt þannig að það sé „félagslega mótað kyn- hlutverk“. „Ef „gender“ er notað í texta um hlutverk kynjanna þá fær hann annað yfirbragð. íað er þá að því að kynhlut- verkin séu ekki eða hafi verið í eitt skipti fyrir öll ákvörðuð heldur geti þau þróast með breyttum breytanda," segir Sigríður Lillý. En kaþólsku löndin í Suður-Amer- íku, með Vatikanið í broddi fylkingar, sættu sig engan veginn við að nota þetta orð á fundinum í fyrravor, vildu bara nota orðin konur og karlar, af því að þeir álitu að kynhlutverkið væri klárt, það væri fyrst og fremst hlutverk konunnar að vera heima og annast börn og bú og þar væri ekki um neinar breytingar að ræða þrátt fyrir breytingar í samfélaginu. I Peking hafði afstaða kaþólsku kirkjunnar breyst. Þar gerðu fulltrúar hennar grein fyrir því að kynhlutverkið, hlutverk konunnar í samfélaginu og fjölskyldunni, gæti og ætti að taka breytingum með breyttu sam- félagi, með aukinni menntun kvenna, og að það skipti einnig ákaflega miklu máli að konur væru sjáanlegar þar sem ákvarð- anir væru teknar. í sumar skildu því á mikilvægan hátt leiðir með múslimaríkjum og Vatikaninu, sem áttu svo mikla samleið í fyrravor. Sigríður Lillý segir að skýringin sé einföld: „Kaþólskar konur létu ekki bjóða sér framgang Vatikansins og í stað þess að gefast upp gagnvart ofurefli þess sóttu þær í sig veðrið og stunduðu skæru- hernað orðsins í allt sumar og unnu þenn- an sigur sem virðist ekki stór fljótt á litið en þegar haft er í huga hve ítök kaþólsku kirkjunnar eru sterk víða um heim og hve erfitt hefur reynst að fá hana til að lifa í takt við tilveruna, þá var sigurinn stór.“ Kaþólsku kirkjunni þótti þó Fu- jimori, forseti Perú, hafa kastað stríðs- hanskanum þegar þar í landi voru sam- þykkt lög sem heimila konum að nota getnaðarvarnir. En hann sagði í ræðu á ráðstefnunni í Peking spurninguna snúast um það að veita konum réttinn til lífsins og að geta brauðfætt þjóðina. 5

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.