19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 32

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 32
• KVENNAFRIDAGUR 20 ARA „Ég tel grínlaust aö íslenskar konur séu að framkvœma stórsögulegan atburð hér á eina landinu í heiminum sem framfylgir því sem upphaflega var áœtl- að,“ segir Svala Ivarsdóttir í viðtali við Alþýðublaðið í tilefni af kvennafrídegin- um 24. október 1975. Og nú, þegar tutt- ugu ár eru liðin frá þessum merkisdegi og við erum hér að rifja upp nokkuð af því sem þarna gerðist, er Ijóst að Svölu rötuðust sönn orð á munn þegar hún tal- aði um „stórsögulegan atburð“. Kvennafrídagurinn vakti athygli langt út fyrir landsteinana. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu talsvert um málið og enn er dag- urinn í brennidepli því dagskrárgerðar- maður sjónvarpsstöðvarinnar BBC kom gagngert til landsins núna í haust til að fá einn af þátttakendunum til að segja frá því sem gerðist þennan dag. Fyrir valinu varð Lilja Ólafsdóttir, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, og þar sem hún var komin í æfingu fengum við hana til að leyfa les- endum 19. júní að koma með í endur- minningarferðina en við byrjum á aðdrag- andanum. Kvennaár Sameinuðu þjóðanna Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að árið 1975 skyldi tileinkað konum og baráttumálum þeirra og vekja með því athygli heimsins á því misrétti sem konur sæta hvar sem er í heiminum. Talað var um að konur í öll- um löndum heims tækju sér frí frá störf- um einn dag á þessu ári konunnar en þeg- ar upp var staðið voru það líklega aðeins íslensku konurnar sem það gerðu. Hér á landi var í júní haldin kvennaráðstefna á Hótel Loftleiðum og þar fluttu konur úr öllum stjórnmálaflokkum og ýmsum ólík- um starfsgreinum tillögu um að konur færu í frí þann 24. október, á degi Sam- einuðu þjóðanna. Tillagan var samþykkl og fljótlega var hafist handa við að skipu- leggja frídaginn. Það er óþarfi að orð- lengja undirbúningsstarfið frekar en í Morgunblaðinu segir Sigrún Stefánsdóttir sem var í undirbúningsnefnd á Akureyri: „Tilgangurinn með kvennafrfdeginum er fyrst og fremst sá að minna á hve mikil- vægu hlutverki konur gegna í þjóðfélag- inu. Jafnframt er ætlunin að minna á það misræmi sem gætir í stöðuveitingum og launakjörum milli karla og kvenna." Þegar gluggað er í dagblöðin frá þessum tíma kemur tíðarandinn glögglega í ljós og til þess að skynja betur úr hvaða um- hverfi kvennafríið spratt rifjum við hér upp ummæli fólks sem birtusl í dagblöð- unum í október 1975. Kerlingin eyddi en karlinn að dró „Mér finnst þetta einfaldlega asnalegt,“ sagði Agúst Sigurðsson, verkstjóri í Hampiðjunni, í viðtali í Þjóðviljanum. „Það hefur margoft komið í ljós að kven- fólk vill njóta ákveðinna forréttinda. Ég get ekki að því gert að ég skil þá atvinnu- rekendur sem auglýsa eftir karlmönnum til vinnu. Hér í Hampiðjunni er a.m.k. hægt að nota þá fáu karlmenn sem eru í vinnu í alla hluti en kvenfólkið, sem er í miklum meirihluta, hefur mun þrengra verksvið. Sjáðu t.d. núna, nú hef ég talað við þig í kannski fimm mínútur og þær eru hljóðandi í hverju horni af því að vél bilar eða kefli fer úr skorðum", sagði Ágúst og virtist hinn ánægðasti með hið ómissandi hlutverk sitt.“ „Margir jarðneskir spekingar ætla að ær- ast af því einu að heyra kvennaárið nefnt og hafa viðbrögð margra þeirra oft verið hálfbrosleg gagnvart veikara kyninu... Ekki er laust við að framkoma þeirra hafi einkennst af ótta - sennilega um valda- missi eða hugsuninni um að konur hyggðu á hefndir ef til áhrifa kæmust...“ sagði Kristín Karlsdóttir í grein í Morgun- blaðinu. Mikinn mat til reiddi maður einn sem bjó kerlingin eyddi en karlinn að dró. Þennan húsgang birtir Kjartan Jóhanns- son með grein í Alþýðublaðinu sem hann skrifar í tilefni af kvennafrídeginum. í máli hans kemur fram mikill velvilji í garð kvenna en jafnframt lýsa skrif hans vel því viðhorfi sem ríkti almennt til ís- lenskra kvenna: „Svo mikið er víst, að okkur er tamt að nefna karlinn fyrirvinnu heimilisins og mun það vera svo í flestum hjónaböndum að eiginkonan sér að mestu um innkaup til að daglegra þarfa heimilis- ins. Konurnar eru þá einskonar sérfræð- ingar í útgjöldum en karlinum er mun tamara að sinna eingöngu tekjuöflun.“ Það eru konur sem sinna öllum verst laun- uðu störfunum, kom margoft fram hjá viðmælendum blaðanna og í Morgun- blaðinu segir Svala Ivarsdóttir: „Vinnu- veitandi hefur sagt í mín eyru að hann vilji heldur konu í ákveðið starf, því þá væri frekar möguleiki á að halda launum niðriÞað var fjölmiðlum áhyggjuefni hver ætti að passa börnin á meðan kon- urnar væru í fríi og Ásthildur Ólafsdóttir svaraði Alþýðublaðinu á þennan ágæta hátt: „Já, það er von að spurt sé! Hvað á að gera við börnin? Mér finnst það nú engin helgispjöll þótt feðurnir hugsuðu um börnin sín einn virkan dag um æv- ina!“ Frídagurinn mikli Ljóst var að þátttakan í frídeginum stefndi í að vera gífurleg og að meginþorri kvenna ætlaði sér að vera í fríi frá vinnu, heima sem heiman. Hér á eftir eru brot al þeim fréttaskotum sem fjölmiðlum bárust vegna þessa: I Grímsey munu allar konur taka sér frí og láta karlmenn um bú og börn á meðan þær skemmta sér í félags- heimilinu. Á Isafirði verða flestallar verslanir lokaðar og dagskrá hefst kl. 10 á því að allar konur fjölmenna í leikfimi og gufubað til að vera upplagðar fyrir dag- inn. Þær snæða saman hádegisverð í Múlakaffi þar sem Þuríður Pálsdóttir flyt- ur fyrirlestur. Samfelld dagskrá verður fram eftir degi og karlmenn eru yfirleitl heima við að passa börn á meðan konur taka þátt í dagskránni. Á Siglufirði er skipulögð dagskrá allan daginn. Verslanir eru opnar en nær eingöngu karlmenn við Texti: Bryndís Kristjánsdóttir 32

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.