19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 37

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 37
ferðina hefur svipt sig lífí. Betri menn Göran var spurður að því, hvort ekki væri verið að þröngva feðrum til þess að vera viðstaddir fæðingu barna sinna. En hann taldi það afar fátítt. Næstum allir vilja vera með eigi þeir þess kost. Fæóingarolof feóra Hann talaði um mikilvægi þess að feð- ur hefðu sjálfstæðan rétt til fæðingaror- lofs. Þannig er hvatningin frá samfélag- inu alveg skýr og miklu meiri líkur á að þeir nýti sér rétt sinn. Hann sagðist hvetja feður til þess að ætla sér ekki að gera ein- hver ósköp í fæðingarorlofinu. Fæðingar- orlof er ekki neitt venjulegt frí. Það er tímafrekt umstang í kringum ósjálfbjarga barn. - Dragið úr vinnu, leggið áhugamál og fyrirætlanir til hliðar í bili. Þið hafið nóg að gera við að sinna litlu barni. Göran sagði vafasamt að skipta jafn stuttu fæðingarorlofi og konur eiga rétt til á íslandi. Ekki væri hægt að horfa fram hjá því samvaxtarástandi (symbios) sem ríki milli móður og barns á fyrstu mánuð- um barnsins, einkum þegar barn er á brjósti. Og konan þarf tíma til þess að jafna sig líkamlega og andlega eftir hverja fæðingu. Það er líka algengast í Svíþjóð, þar sem fæðingarorlofið er helmingi lengra, að karlmenn taki sinn hluta ekki fyir en barnið er orðið 6-12 mánaða. Og 37 Flestir karlmenn sem beita ofbeldi eru efni í betri menn. Ef næst til þeirra í tíma má hafa mikil áhrif á þá. Arangurinn er ótvíræður. Um fimm þúsund karlmenn hafa af einhverjum ástæð- um sett sig í samband við karlamiðstöðina (Mans-centrum) í Stokkhólmi. 250 hafa lokið meðferð af því tagi sem Göran veitir og allir breytt hegðun sinni. Þegar þessi staðreynd fór að koma í ljós fékk Göran Wimmerström uppá- stungu frá annarri konu. - Af hverju reynirðu ekki að ná til þessara ungu karl- manna sem eru að verða feður í fyrsta sinn? Fyrst færðist hann undan. Honum fannst hann enginn sérfræðingur í föður- hlutverkinu. Og þó. Hann var pabbi. Þó hann ætti bara eina dóttur. Og hann sló til og hóf nýtt tilraunaverkefni með verðandi feðrum í einni af útborgum Stokkhólms, Upplands Vásby. Fáfróóir feóur Hann hittir hina verðandi feður tveim mánuðum fyrir fæðingu barnsins og fylg- ir þeim eftir fyrsta hálfa ár þess. Þegar hann hitti þá fyrst voru þeir býsna borgin- mannlegir og sögðust hlakka til að verða pabbar. Og hann spurði hvort þeir væru ekkert kvíðnir. - Nei, nei, ég hef það fínt maður! - En þegar hann kannaði hvað þeir vissu um þann tíma sem í vændum var, var svarið iðulega: - Ekkert. Ekki neitt. - Karlmenn miðla ekki fróðleik af þessu tagi hver til annars eins og konur gera, sagði Göran. - Ef þeir kaupa sér vídeótæki eða farsíma lesa þeir þrisvar sinnum yfir leiðbeiningarnar, en þegar barnið þeirra er að koma í heiminn vita þeir ekkert hvað í vændum er og hvað þeir eiga að gera. Konur segja hver annarri sögur af fæðingum, hvernig þær rifna eða eru klipptar, hvernig gengur með brjóstagjöfina o.s.frv. o.s.frv. Þær tala um allar framfarir barnsins og deila áhyggjum og gleðiefnum hver með annarri. Konur eignast fleiri vinkonur, þegar þær verða mæður. Flestir karlmenn upplifa það öfuga. Vinunum fækkar. Fæóing frá sjónarhóli föóur Og Göran talaði um fæðinguna og fyrstu tengslin við barnið út frá sjónarhóli feðra. Hann talaði um mikilvægi þess að faðirinn væri viðstaddur fæðingu barns síns svo minningin um þennan stóratburð í lífinu væri sameiginleg minning manns og konu, hinna nýbökuðu foreldra. Þannig yrði hún góð minning. Á stund fæðingarinnar eru allar tilfinningar opnar upp á gátt, ekki bara konunnar sem líður kvalirnar heldur er karlmaðurinn einnig sem opin kvika við fæðingu barns síns. Þau eru opin hvort fyrir öðru og þau eru opin fyrir barninu sínu. Um leið og móð- irin fær barnið á brjóst byrjar hún að mynda tengsl við það sem einstakling. En faðirinn verður að fá og vilja mynda þessi tengsl líka. Alveg frá byrjun. Ekki sem eftirlíking af móðurinni, heldur á sinn eigin hátt, sem pabbi barnsins. Barnið þarf ekki á tveim mæðrum að halda. Það þarf móður og föður. L

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.