19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 35

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 35
Fréttir úr staifi KRFI Kvennaráöstefnan Gertrude Mongella, framkvæmda- stjóri kvennaráðstefnunnar í Beijing, kom hingað til lands í byrjun sumars. Á fundi sem KRFl hélt með væntan- legum Kínaförum ræddi hún m.a. um mikilvægi þess að halda ráðstefnu sem þessa. Htin taldi enga ástæðu til annars en að ætla að Kínverjar myndu standa vel að ráðstefnunni og gera sitt besta til að hún færi vel fram. Gagn- rýni á staðsetningu ráðstefnunnar svaraði hún á þann veg að eflaust væri ekkert það land til í heimi þar sem ekki væri brotið á konum á einn eða annan máta. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að næsta ráðstefna um málefni kvenna færi fram í Asíu, og þegar Kínverjar buðust til að halda ráðstefnuna var því vel tekið. Ekki væri ástæða til annars en að fara til Kína með opnum huga, ráðstefnan kæmi eflaust til með að bæta stöðu kínverskra kvenna og þar með væri miklu náð varðandi kvennabaráttu í heiminum, þar sem a.m.k. fimmta hver kona í heiminum er kínversk. Hópferð KRFÍ KRFÍ skipulagði hópferð 15 kvenna á óopinberu ráðstefnuna í Kína. Fram- kvæmdastjóri KRFÍ, Edda Hrönn Steingrímsdóttir, var í miklum önnum vegna undirbúningsins og um tíma var eins og skrifstofa KRFI hefði breyst í ferðaskrifstofu. Gengið var frá hópferðinni í gegnum Samvinnu- ferðir-Landsýn og gistu fleslir á Yanj- ing hótelinu í Peking, einn þátttakandi valdi frekar að gista á ráðstefnusvæð- inu í Huariou. Fulltrúar KRFÍ voru Nokkrir þátt- takenda á NGO FORUM aleió heim. Bryndís Hlöðversdóttir formaður KRFÍ og Valgerður Katrín Jónsdöttir ritstjóri 19. júní. Bryndís flutti tvö er- indi á ráðstefnunni, annað um konur í stjórnmálum á Islandi og hitt um CEDAW samninginn. Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi formaður KRFI, sat opinberu ráðstefnuna sem fulltrúi KRFÍ. Morgunveröarfundur Þann 14. september var haldinn morgunverðarfundur í Skrúð á Hótel Sögu en þar leiddi Svíinn Göran Wiinmerström, sérlegur sendiboði feðra- og karlafræðslu, fundargesti inn í lítt þekkta veröld hinnar sönnu karlmennsku við mikinn fögnuð við- staddra. Göran fjallaði um feðra- fræðslu og þátttöku feðra í uppeldi barna sinna á fyrstu æviárum barn- anna og þeirri spurningu var vell upp hvort mæður einangruðu börn sín á fyrstu æviárunum. Göran er þekktur í heimalandi sínu fyrir óvenjuárangurs- ríka meðferð á körlum sem beita kon- ur sínar oiheldi og er jafnframt einn af frumkvöðlunum í jafnréttisbaráttu karla. Nýir félagar Rúmlega 30 nýir félagar hafa gengið til liðs við KRFÍ á liðnum mánuðum og eru þeir boðnir hjartanlega vel- komnir. Konur og karlar eru hvött til að skrá sig í félagið og safna nýjum félögum, enda er Kvenréttindafélagið þverpólitískt félag þar sem konur og karlar úr öllum flokkum sameinast um jafnréttismál. 20 ára afmæli Þann 24. október var haldið upp á 20 ára afmæli kvennafrídagsins í Óperunni. Flutt var dagskrá í tali og tónum í tilefni dagsins og sönghópurinn sem söng inn á plötuna Áfram stelpur flutti hin þekktu lög sem hljómuðu á kvennafrídeginum. Meðal heiðursgesta var forseti íslands frú Vigdís Finn-bogadóttir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flutti hátíðarræðu. Frá morgunvcróarfundi meó Göran Wimmerström á myndinni eru þrjár úr stjórn KRFÍ, Eilen Ingvadóttir, Bryndis Hlöóversdóttir og Hrund Hafsteinsdóttir. j Steinunn Jóhannesdóttir og Göran Wimmerström. 35

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.