19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 21

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 21
stofnun. „Tilhugsunin um að flytja heim er mjög erfið, samfélagið er svo lítið og það er búið að ákveða lífsmunstur fyrir alla. Annað hvort sætta menn sig við það eða eru útskúfaðir. Fólk er metið eftir því hvað það á en ekki eftir því hvað það er eða hvað það er að hugsa. Mest langar mig til að fá vinnu í Evrópu en það er ekki mjög auðvelt, einkum vegna þess að við erum ekki í Evrópusambandinu.“ yerkefnið sem Dóra vinnur við á Grænhöfðaeyjum tengist konum. „Það er í tengslum við fiskisölukonurnar. Á Grænhöfðaeyjum selja sjómenn konum allan fisk þegar þeir landa honum, og þær bera fiskinn um allar eyjarnar. Þær kaupa jafnvel af eiginmönnum sínum og bræðr- um. Þetta er vanþakklátt starf og illa laun- að og suma dagana sitja þær uppi með all- an aflann og geta ekkert selt. Til að tryggja hag þeirra er verið að koma upp lánasjóði og fiskkössum sem fiskurinn geymist betur í, svo að hann skemmist ekki og konurnar fá betra verð fyrir hann. Þær kaupa kassann á ákveðnu verði og peningarnir eru settir í sjóð, sem síðan er hægt að fá lán úr til frekari fjárfestinga. Og nú á að fara að taka ákvörðun unt hvað á að gera við peningana, sumar vilja kaupa eitthvað sameiginlegt, kaupa ís- verksmiðju eða eitthvað þess háttar, en aðrar vilja bara fá peninga til að gera eitt- hvað fyrir sig. Einkum eru það þær sem eiga enga peninga sem vilja fá peningana til baka, til að kaupa mat handa börnun- um, en þar með verður lánasjóðurinn úr sögunni. Þær eru harðar þessar fisksölu- konur og berja hver aðrar hikstalaust ef þær eru eitthvað ósáttar, þær eru naut- sterkar af því að bera þennan fisk um eyj- arnar og það er ekkert grín að lenda í þeim. Þær láta ekki ganga yfir sig. E itthvað sem þú vildir segja að lokum um hvaða áhrif þessi vinna hefur haft á þig? jl etta hefur kennt mér mjög margt. Því m hefur verið haldið fram að konur séu á einhvern hátt öðru vísi en karlar, blíðari og betri, en það er alls ekki rétt. Því þegar konur fara að berjast þá eru þær verri en karlmenn. Valdabarátta karla er svo opin en valdabarátta kvennanna er dulin og það er alltaf rekinn hnífur í bakið. Ég held að konur séu ekki síður grimmar en karl- ar, jafnvel grimmari, eins og kvendýr eru yfirleitt. Tj etta kom mér á óvart, ég hafði ein- hvern veginn trúað þeim staðhæfing- um að konur væru mikil göfugri. Þegar konur eru komnar í valdastöður gera þær jafnvel allt sem þær geta til að hindra aðr- ar konur í að komast við hlið þeirra eða feta í fótspor þeirra, þá vilja þær miklu heldur einhverja karla. Þetta er alveg ótrú- legt. Því miður er mjög mikið af konum sem hugsa aðeins um eigin hag og geta verið mjög grimmar. Karlarnir eru búnir að skilgreina hvernig þeir berjast um völdin og það þekkja allir þær reglur. Reglur kvennanna virðast vera búnar til jafnóðum og það er alltaf verið að breyta reglunum.“ Viðtal og myndir: Valgerður Katrín Jónsdóttir GEVALIA KAFFI 300 G JJXI'jr1 _/ KÓLÓMBÍUKAFFI Aílmrða ljúíTengi lireint KóloinhnikaHi með kröitugu og írískamli hragði. Kafí'ið er meðalbrennt seni laðar fram hin fínu blœbrigði í hragði þess. Kólomhíiiknfíi var áðnr í hvíliun nnihiiðnni. Einstök hhuida sex ólíkra kafíitegunda. Milt Santos kaffi frá Brasiiíu er megin uppistaðan. Kólomhíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt hragð. Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku og kjarnmiklu Kenýakaffi. 3IE»A1.BREN\T gevalia KAFfi 500 G n. B sj E-BKYGG scrlilaiitla Kaffí sem lagað er í sjálfvirkum kaffikönnum þarf að húa yfir sér- stökuni eigiiileikum til að útkoman verði eins og hest verður á kosið. Gevalia E-brygg er hlandnð nieð sjálfvirkar kaffíkönnur í liuga. Aðeins grófara, hragðnúkið og ilniandi. GEVALIA -Það n- kallið! MAXWELI, HOUSE Fádœma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er nijúkt, hefur niikla fyllingu og sérstaklegn góðan eftirkeini sein einkennir Old Java. Kaffi sem ber af. 21

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.