19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 22

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 22
• KVENNARAÐSTEFNAN: Við komu mína á NGO ráðstefnuna um málefni kvenna, sem haldin var í Peking 30. ágúst til 8. september síðastliðinn, varð ég afskaplega glöð er ég sá hversu margar ungar konur voru mættar á svæð- ið. Þrátt fyrir hversu erfitt það hafði verið fyrir flestar þeirra að fjármagna förina, og margar líklega heima setið af þeim sök- um, þá voru þær nú samt komnar. Fullar af lífsorku og nýjum viðhorfum til kvennabaráttunnar. A svæðinu voru um það bil 28000 manns, aðallega konur, og um eitthundr- að tjöld. Þar á meðal tjöld arabískra, asískra, afrískra, og lesbískra kvenna. A þeim tíu dögum sem ráðstefnan stóð voru haldnir um 3500 fyrirlestrar og vinnu- fundir. Viðfangsefnin voru þrettán: Hag- kerfi, stjórnarfar og stjórnmál, mannrétt- indi og lagaleg réttindi, friðarumræða og öryggismál, menntun, heilbrigðismál, umhverfismál, trúarbrögð og andleg mál- efni, tækni og vísindi, fjölmiðlar, listir og menning, kynþættir og þjóðflokkar, og æskulýðsmál. Hvert viðfangsefni skiptist síðan niður í fjölmarga flokka. Eg einbeitti mér sérstaklega að æsku- lýðsmálum og stöðu bókstafstrúarkvenna. Þessi málefni voru mikið rædd meðal ungra kvenna sem höfðu stórt tjald þar sem þær hittust, auglýstu fyrirlestra og uppákomur tengdar ungum konum og héldu fyrirlestra og vinnufundi. Það sem helst einkenndi þetta tjald var að þar voru ungar konur frá öllum hornum heims saman komnar, að vinna að sömu verk- efnunum. Allir litir og allar stærðir unnu saman að því að skapa alþjóðlegt samstarf á meðal ungra kvenna sem láta kvenna- baráttu sig einhverju varða. Allsstaðar voru konur að vinna saman að einu mark- miði, sama hversu ólíkar þær voru eða frá hve fjarlægum löndum. Mikið var rætt um baráttuaðferðir, hvað hefði virkað hvar og hvernig skyldi skipuleggja grasrótarsamtök. Eg lærði meira á þessum stutta tíma en ég hef lært hingað til með vinnu minni í grasrótar- hreyfingum. Reynsla þeirra kvenna sem höfðu þegar farið í gegnum ákveðin ferli gat leiðbeint okkur hinum um það hverjir væru þröskuldarnir og hvernig væri best að varast þá, eða hvernig væri hægt að komast yfir þær hindranir. Aö skiptast á netföngum Það einkenndi ungu konurnar hversu tæknivæddar þær voru, enda var mikið um að konur skiptust á netföngum og hef ég heyrt í þó nokkrum frá því að ég kom heim þó ekki sé langt um liðið. Þetta sýn- ir mér einna helst að vindurinn er ekki farinn úr seglum þessara kvenna, þó svo að ráðstefnunni sé lokið, heldur er baráttt- an rétt að byrja. Þau sambönd sem þarna mynduðust gera okkur, ungum konum, kleift að komast úr þeirri einangrun sem við höfum verið í jafnréttisbaráttu okkar hingað til. Þetta er ómetanlegt fyrir okkur hér heima á Islandi sem erum búsettar í litlu landi þar sem lítið er um hreyfingar sem fjalla um málefni ungra kvenna. Stelpurnar á svæðinu virtust margar hverjar vera aldagamlar vinkonur en þeg- ar farið var að grennslast fyrir um málið höfðu fæstar þeirra sést áður, en verið í sambandi á veraldarvefnum og þannig skipulagt sig fyrir ráðstefnuna. Hver fyrir sig og einnig saman, þannig að konur sem aldrei höfðu hist héldu saman fyrirlestra um sameiginleg málefni. Einn stærsti fyrir- lesturinn sem ég fór á um málefni ungra kvenna var einmitt haldin af konum frá fjórum heimsálfum, Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Ameríku, sem höfðu skipulagt fundinn í gegnum veraldarvefinn síðastliðið eitt ár. Þetta var 1500 manna sam- koma þar sem fjórir fyrirlestrar voru haldnir og eftir þá voru umræð- ur. Hver konan á fætur annarri steig í pontu og lýsti ástandi mála í sínu heimalandi auk þess að gefa öðrum ráð um bar- áttuaðferðir. Ekki þannig að skilja að þama hafi ungar konur Hulda ásamt nokkrum ráóstefnugestum 22

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.