19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 8

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 8
• KVENNARAÐSTEFNANIKINA Það var lagið „ Yesterday“ sem Bítlarnir gerðu frægt sem hljómaði um sali flug- stöðvarbyggingarinnar í Peking eða Beijing eins og Kínverjar kalla höfuðborg sína. Farþegarnir, sem nær undantekningarlaust voru konur, fylltu út rétta pappíra til að komast inn fyrir kínversk landamæri til að taka þátt í ráðstefnu frjálsra félagasamtaka Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna í heiminum. Þeir sem þarna voru þessa stundina höfðu lagt að baki tæplega níu klukku- stunda flug frá Kaupmannahöfn með þotu kínverska flugfélagsins Air China. Flestir voru mjög ánægðir með flugferðina og þjónustuna um borð, sumir höfðu þó kviðið henni vikum saman, eins og sessu- nautur minn frá Finnlandi sem hafði greinilega fengið þær upplýsingar að flug- kostur Kínverjanna væri lélegur og sagðist hafa verið með martraðir í margar vikur á undan. Meðal farþeganna var 16 manna hópur frá Islandi, 15 konur og einn karl, en Kvenréttindafélagið hafði séð um skipu- lagningu ferðarinnar. Islenski hópurinn var með réttar vegabréfsáritanir og fékk því „landvistarleyfi". Hið sama var þó ekki sagt um alla hina, sumum konum var vísað til baka þar sem réttu áritanirnar vantaði og þær þurftu því að dúsa á 11 ug- vellinum þar sem þeirra beið jafnlöng flugferð til baka. Við hin fengum aðstoð ótal sjálfboðaliða sem tóku farangur okkur og aðstoðuðu á alla lund til þess að sem minnst örtröð yrði. Af þessum fyrstu kynn- um okkar af Kínverjum var okkur því Ijóst mikilvægi réttu skriffinnskunnar og vilji þeirra til að aðstoða þátttakendur og gera þeim til hæfís. í íslenska hópnum voru auk undirritaðrar Bryndís Hlöðversdóttir formaður KRFI, Ásthildur Kjartansdóttir kvikmyndatöku- maður, sem var ásamt þeim Sigurði Inga Ásgeirssyni og Sigríði Lóu Jónsdóttur að undirbúa töku á kvikmynd um tælenskar konur á íslandi. Áður en ferðin var öll höfðu þau þó að auki tekið upp heimildar- mynd um þátttakendur á NGO ráðstefn- unni. Drífa Hjartardóttir, formaður Kven- félagasambands íslands, var einnig í hópn- uin, Þórunn Magnúsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Ragnhildur Hulda Proppé mann- fræðinemi, Sjöfn Vilhelmssdóttir stjórn- málafræðinemi, Kolbrún Oddsdóttir landslagsarkitekt, Hansína Björgvinsdóttir kennari, Sigurbjörg Björgvinsdóttir forstöðumaður, Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Hallveig Kolsöe, fyrrverandi starfsmaður Reykjavíkurborgar, Margrét Rósa Sigurð- ardóttir prentsmiður og Margrét Heinreks- dóttir lögfræðingur. Bryndís Guðrún Jónsdóttir og Steingerður Kristjánsdóttir frá Stígamótum tóku einnig þátt í ráðstefn- unni en fóru á eigin vegum. Sjálboðalið- arnir sáu um að koma farangri okkar í rúl- ur og þaðan var ekið að Yanjing hótelinu við Fuxingmenwai með viðkomu á skrán- ingarstað þar sem þátttakendur fengu ráð- stefnugögn. Verðugir gestir? Hvarvetna meðfram vegunum var búið að koma upp borðum sem á stóð „be a worthy host to the womans congress“ og síðar, þegar neikvæðum fréttum af ráðstefnunni rigndi yfir heimspressuna, varð óhjá- kvæmilegt að velta þeiiri spurningu fyrir sér hvort gestirnir hefðu verið „worthy". Það er átta klukkustunda tímamunur milli Reykjavíkur og Peking og því var langt liðið á daginn þegar við komum inn í borg- ina. Hótelið er við Fuxinmenwai og til að komast að því þurftum við að aka fram hjá Tiananmen Square, eða Torgi hins himneska friðar, en yfir því hvílir enn skuggi hinna hörmulegu atburða sem áttu sér stað þar fyrir sex árum þegar fjöldi ungmenna var tekinn þar af lífi. Við torgið er einnig Forboðna borgin, höll keisara- fjölskyldnanna, sem við skoðuðum síðar 8

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.