19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 15

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 15
• KARLAR GEGN OFBELDI Steinunn Jóhannesdóttir Um íslensku karlanefndina Árið 1991 skipaði Jóhanna Sigurð- ardóttir þáverandi félagsmálaráð- herra nefnd „ um stöðu karla í breyttu samfélagi með jafnri verkaskiptingu og fjölskylduábyrgð". Nefndin skilaði skýrslu sem kom út 1993. 1 samrœmi við tillögur í þeirri skýrslu ákvað Jafnréttisráð í byrjun árs 1994 að skipa nefnd til tveggja ára sem hefði það hlutverk að auka þátt karla í um- rœðunni um jafnrétti kynjanna. Sú nefnd gengur undir nafninu Karla- nefnd Jafnréttisráðs. Starfsmaður hennarfrá því í mars 1995 er Ingólfur Gíslason félagsfrœðingur. Karla- nefndin hafði frumkvæði að því að fá Göran Wimmerström til Islands og telur að heimsókn hans hafi nýstfrá- bœrlega vel. A einni viku hélt hann fundi með starfsmönnum þriggja ráðuneyta, félags-, heilbrigðis-, og menntamála. Og auk morgunverðar- fundarins hjá KRFÍ hélt hann m.a. fundi með stúdentum, geðlœknum, Ijósmœðrum og Stjórnunarfélaginu auk staifsfólks Borgarspítalans. Ingólfur Gíslason hefur reynt að fylgja heimsókn Görans fast eftir og hefur sjálfur haldið nokkra fyrirlestra í sambandi við átakið Karlar gegn of- beldi. Þann 8. október var hann með merkan fyrirlestur í Norræna húsinu sem bar yfirskriftina Ofbeldið og karl- mennskan. Fyrirlesturinn var nokkuð vel sóttur af svokölluðu fagfólki, en hinn almenna karlmann skorti átakan- lega í áheyrendahópinn. Það er því ljóst að töluvert vantar upp á að íslenskir karlmenn álíti að ofbeldisvandamálið komi þeim við. Varöar karlmenn Það gerir það svo sannarlega því samkvæmt skýrslum lögreglunnar yfir heinrilisofbeldi eru það karlmenn sem eru gerendur í 88% tilvika en konur í 12%. Karlar eru 13% þolenda, konur 87%. Til Stígamóta leita fórnarlömb kyn- ferðislegs ofbeldis. Á síðasta ári leit- uðu þangað 323 konur og 23 karlar. Þegar litið er á kyn þeirra senr stóðu fyrir ofbeldinu eru karlar 98,7%. Og ef tölur Kvennaathvarfsins eru skoðaðar, þá leitaði 151 kona þangað fyrsta árið (1983) en 1993 leituðu þang- að 375 konur. Kvennaathvarfið hýsir tímabundið konur og börn á llótta und- an karlmönnum. Islenska karlanefndin hefur kosið að taka á þessu vandamáli sérstaklega og fá karlmenn til að axla ábyrgð á ofbeld- inu og vinna gegn því. Hún lítur á það sem hlutverk sitt að „þvo smánarstimpil ofbeldisins af körlum“, svo vitnað sé í fyrirlestur Ingólfs Gíslasonar. Karlar gegn ofbeldi Starf karlanefndarinnar í baráttunni gegn ofbeldi hefur einkunr verið þríþætt til þessa. I fyrsta lagi stóð hún að mál- þingi í Norræna húsinu fyrir um það bil einu ári undir kjörorðinu „Karlar gegn ofbeldi“. Erindin sem þar voru haldin hafa síðan verið gefin út í bæklingi á vegum Skrifstofu jafnréttismála. I öðru lagi hefur nefndin reynt að vekja áhuga opinberra aðila á því að bjóða ofbeldismönnum meðferð. En í ráðuneyti dómsmála vilja menn bíða með að gera nokkuð í málinu þar til fyr- ir liggja niðurstöður nefndar ráðuneyt- isins sem á að kanna umfang og orsakir heimilisofbeldis á Islandi. Karlanefndin óttast aftur á móti að Ingólfur Jónsson slík könnun geti tekið óratíma og á meðan halda menn áfram að berja kon- ur sínar. Karlanefndin er því sjálf farin að gera fjárhagsáætlun fyrir slíka með- ferð í tilraunaskyni og bendir á þann góða árangur sem hefur náðst í tiltekn- um hópum erlendis þar sem meðferð hefur verið kunnáttusamlega beitt. Þriðja átaksverkefni Karlanefndar Jafnréttisráðs var svo vikan 13.-20. september undir sama vígorði og mál- þingið í Norræna húsinu „Karlar gegn ofbeldi“. Markmiðið var að efna til víðtækrar umræðu um ofbeldi í öllum myndum og skilja á milli kailmennsku og ofbeldis. íslenska karlanefxdin hefur eftufar- andi boðorð að leiðarljósi: • Ofbeldi er óhœfa. • Ojbeldi er ætíð á ábyrgð þess er það fremur. • Fórnarlömb ofbeldis á að taka al varlega. • Samfélaginu ber skylda til að vinna gegn ofbeldi. • Ofbeldi er tengt karlhlutverkinu. Það er skoðun blaðamanns að stofn- un og störf Karlanefndar Jafnréttisráðs sé fyrsta alvarlega svarið við samtökum á borð við Kvennaathvarfið og Stíga- mót. Kvennaathvarfið og Stígamót hafa afhjúpað hluta af djúpri meinsemd í ís- lensku þjóðfélagi og samskiptum kynj- anna. Konur hljóta því að fylgjast af áhuga með störfum karlanefndarinnar í framtíðinni og óska þess að henni verði sem mest ágengt í baráttunni fyrir því að skilja á milli karlmennsku og ofbeld- is. Og svo notuð séu orð lngólfs Gísla- sonar og eitt af slagorðum nefndarinn- ar: Sannir karlmenn komast af án of- beldis. 15

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.