19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 36
• FJÖLSKYLD UMÁL:_____
Steinunn Jóhannesdóttir
BETRI MENN
Fimmtudaginn 14. september kl. 8:15
var haldinn merkilegur fundur við morg-
unverðarborð Kvenréttindafélags Islands
á Hótel Sögu. Fundinn sótti álitlegur
fjöldi kvenna á öllum aldri og að auki
nokkrir karlmenn á þrítugs- og fertugs-
aldri. Þetta var fyrsti almenni fundur
KRFI á þessu hausti.
Við vorum þarna saman komin til þess
að hlusta á fyrirlestur Görans Wimmer-
ströms um karlmenn. Um karlmenn í
kreppu. Um karlmenn sem feður. Um
karlmenn sem beita konur (og börn) of-
beldi. Um karlmenn sem langar til þess að
verða betri menn. Karlmenn!
Göran Wimmerström er sérfræðingur í
karlmönnum.
Hann er fertugur Svíi, skósmiður og fé-
lagsráðgjafi að mennt, fallegur, grann-
holda maður með mikla útgeislun. Hann
miðlaði af reynslu sinni og viti með bros í
augnaráðinu. Hann sagði óvenju
skemmtilega frá. Hvert eyra var sperrt
sem á hann hlýddi.
Hann var kominn hingað til Islands á
vegum Karlanefndar Jafnréttisráðs vegna
átaksins Karlar gegn ofbeldi. Hann
skýrði frá átta ára reynslu sinni af starfi
með karlahópum í heimalandi sínu, Sví-
þjóð.
Jakkaföt gegn tortryggni
Hann sagði að karlmenn hefðu í upp-
hafi verið (og væru) tortryggnir á starf-
semi af þessu tagi. Þeir óttuðust að mein-
ingin væri að gera úr þeim einhverja
mjúka bangsa. Til þess að mæta þessari
tortryggni klæddist hann ævinlega jakka-
fötum (brúnum þennan morgun) og
skyrtu og væri jafnvel með bindi þegar
hann tæki á móti þeim sem til hans leit-
uðu. Og hann heilsaði þeim með þéttu
handtaki. Hann væri venjulegur karlmað-
ur. Eins og þeir. Og karlaráðgjöfin væri
ætluð öllum venjulegum karlmönnum
sem ættu við algeng og venjuleg vanda-
mál að stríða. Alkóhólistar, hommar og
karlmenn með alvarleg geðræn vandamál
yrðu að leita annað.
Göran Wimmerström lýsti því hvernig
karlmenn gætu lent í kreppu út af öllu
mögulegu, trúlegu sem ótrúlegu. Maður
sem var kominn vel yfir sjötugt hafði
36
samband við hann vegna þess að hann
hafði verið konu sinni ótrúr í fyrsta sinn á
ævinni! Hann var mjög miður sín. En
flestir eiga við ofbeldisvandamál að stríða
og 30% þeirra sem leita til karlamóttök-
unnar eru annaðhvort í skilnaðarhugleið-
ingum eða standa í skilnaði.
Krepputímabil
Það eru einkum tvö tímabil í lífi sam-
býlisfólks eða hjóna sem eru öðrum erfið-
ari og algengast að fólk skilji þá. Hið
fyrra er þegar fyrsta barnið fæðist. Það
einkennist af miklu álagi sem skapast af
hinum nýju kringumstæðum, oft samfara
efnahagslegum þrengingum hjá ungu
fólki sem er að byrja búskap. Þar að auki
hefur barn byltingarkennd áhrif á samlíf
fólks, það truflar kynlífið og hefur áhrif á
lífsstílinn, veldur togstreitu um verka-
skiptingu o.s.frv. Síðara tímabililið er
þegar börnin fara að heiman. Þá sitja for-
eldrarnir oft eftir með mikla tómleikatil-
finningu, hinu sameiginlega verkefni er
lokið, barnið sem flest snerist um er búið
að taka við stjórninni á eigin lífi, horfið af
heimilinu og ekki ljóst hvað þá tekur við.
Aður fyrr var það algengara að karlmenn
kveddu konur sínar og stingju af. Nú eru
það konur sem vilja skilnað í um 75% til-
fella. Það eru konurnar sem segja:
- Eg vil ekki búa með þér lengur.
Það er áfall fyrir karlmanninn.
Fyrir orð konu
Göran Wimmerström sagði frá því
hvernig það kom til að hann hóf að stúd-
era tilfinningalíf karla, karlmennskuhug-
takið og starfa sem karlaráðgjafi. Það var
reyndar kona sem átti hugmyndina. Vin-
kona hans og starfsfélagi skoraði á hann
að stofna móttöku að fyrirmynd kvenna-
athvarfanna; athvarf eða miðstöð sem
tæki við karlmönnum í kreppu. Það var
fyrir átta árum. Fyrstu fjögur árin starfaði
hann við einstaklingsmeðferð. Hún er
mjög tímafrek og ber ekki alltaf tilætlað-
an árangur. En síðustu fjögur ár hefur
hann einungis beitt hópmeðferð, sem
hann telur mun árangursríkari aðferð.
Hópurinn, 10 karlmenn, hittist einu
sinni í viku, tíu skipti í röð. Allir meðlim-
ir skrifa undir samkomulag sem verður að
halda í smáatriðum. Sá sem brýtur regl-
urnar verður að hætta eða byrja aftur frá
byrjun. Nær allir kjósa frekar að byrja aft-
ur frá byrjun. Mennirnir veita hver öðrum
aðhald um leið og þeir hjálpa hver öðrum
að greina ofbeldishneigð sína og ná tök-
um á henni.
Fundamentalismi
Þegar þarna var komið í fyrirlestrinum
spurði Göran fundargesti hvort þeir hefðu
heyrt þá kenningu að sá sem einu sinni
hefði beitt ofbeldi myndi að líkindum
gera það aftur. Flestir höfðu heyrt það.
Hann spurði líka hvort við hefðum heyrt
að þeir sem sjálfir hefðu verið barðir sem
börn myndu berja sín böm. Jú það höfðu
margir heyrt og lesið.
- Þetta kalla ég fundamentalisma,
sagði Göran. - Hreintrúarstefnu.
Hann taldi að þetta væri vond skoðun
og gagnslaus, fyrir utan það að vera að
verulegu leyti röng. Hann hélt því fram að
einungis 30% þeirra karla sem mis-
þyrmdu konum sínum eða börnum hefði
sjálfir verið fórnarlömb ofbeldis sem
börn. 70 % hefði ekki verið misþyrmt.
Með því að leggja of mikla áherslu á
barnæsku ofbeldismannanna í þessu sam-
bandi væri verið að fá þeim í hendur af-
sökun fyrir því að berja konuna sína sem
fullorðnir menn. Fullorðinn karlmaður
sem misþyrmir konunni sinni eða hótar
henni ber sjálfur ábyrgð á verknaðinum,
segir Göran Wimmerström. Vandamálið
er hans og samfélagsins. í Svíþjóð má
fjórða hver kona þola barsmíðar eða ann-
að ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns.
Sjálfsmoröshugleióingar
Hann sagði að eftir fimlega vörn og
margar afsakanir kæmi að því í meðferð-
inni að maðurinn yrði að horfast í augu
við ábyrgð sína á ofbeldinu. Á þeim
punkti vildu sumir gefast upp og hætta,
sumir legðust í djúpt þunglyndi og íhug-
uðu sjálfsmorð. Fjórða boðorðið í sátt-
málanum sem allir gangast undir í byrjun
er að fremja ekki sjálfsmorð. Þarna kemur
stuðningur hópsins að mestu gagni. Eng-
inn þeirra sem hafa farið í gegnum með-