19. júní


19. júní - 01.10.1995, Side 6

19. júní - 01.10.1995, Side 6
Fréttaflutningur fjölmidla Það sem sjónvarpsáhorfendum er minnisstæðast af fréttaflutningi frá ráð- stefnunni eru útsendingar frá alls kyns uppákomum sem ekki lá í augum uppi að ættu endilega skylt við réttindabaráttu kvenna. Sigríði Lillý þykir miður hvaða stefnu fréttaflutningurinn tók og ítrekar það að á svona ráðstefnum sé unnið mjög mikið starf. „Málið snýst um það að breyta viðhorfum í heiminum. Hér heima eigum við jafnréttislög sem eru nokkuð góð, einhver þau bestu í heimi, en það eru gamalgróin viðhorf sem við erum að berj- ast við og það er að mínu mati bara ein leið fær til að breyta viðhorfum. Það er að tala breytingarnar í gegn. Við viljum eng- in stríð og við viljum engar blóðugar bylt- ingar en við viljum hugarfarsbyltingu og viðhorfsbreytingu. Abyrgð fjölmiðla er mikil og þeir vinna gegn okkur, með skrílslátum og ómálefnalegri og óábyrgri umfjöllun. Það er rétt að geta þess hérna að í framkvæmdaáætlun um málefni kvenna til aldamóta, sem var samþykkt á fundinum í Peking, er kafli um skyldur og ábyrgð fjölmiðla. Það skiptir auðvitað geipilega miklu máli hvernig rætt er um konur og hvernig þær eru kynntar.“ Það er ekki bara hér lá landi sem fréttaflutningurinn hefur vakið furðu. Sigríður Lillý segir frá því að eftir að leikkonan fræga Jane Fonda, eiginkona Teds Turners, stjórnanda CNN, sem nú er heiðurssendiherra Mannfjöldastofnunar SÞ, kom á ráðstefnuna og hreifst af því starfi sem hún sá unnið þar, gerbreyttist fréttaflutningur sjónvarpsstöðva CNN. Og bandarísku jafnréttisbaráttukonurnar Betty Friedan og Bella Abzug sögðu löndum sínum í fréttamannastétt til synd- anna. Sigríður Lillý segir íslensku konurnar hafa gert tilraunir til hins sama og þeim var boðið í „málefnalega um- ræðu“ á Stöð 2 þegar heim yrði komið. Sú umræða átti að fara fram í þætti Stefáns Jóns Hafstein á Stöð 2. „Sú umræða reyndist ekki vera málefnaleg," segir Sig- ríður Lillý og er greinilega bæði sár og reið. „Að mínu mati er ekki til sterkara afl f samfélaginu en fjölmiðlar til að koma í kring hugarfarsbreytingu. Það er skylda fjölmiðla að festa ekki í sessi úrelt við- horf til kvenna heldur vera í fararbroddi við að styrkja stöðu þeirra og varpa nýju ljósi á framlag kvenna til samfélagsins og á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, sem við þökkurn fyrir spjallið og fróðleikinn. Kvennamisréttisnefnd SÞ fer ofan í saumana Árið 1985 var fullgiltur hér á landi sátt- máli SÞ sem afnam allt misrétti gagnvart konum. Hjá Sameinuðu þjóðunum starfar kvennamisréttisnefnd en hún tekur m.a. til athugunar skýrslur frá þjóðlöndunum sem hafa samþykkt sáttmálann og skoðar réttarstöðu kvenna, og stöðu almennt, í viðkomandi löndum. Nú stendur til slfk grandskoðun á stöðu íslenskra kvenna í janúar-febrúar næstkomandi. Nefndin hefur beðið um skýrslu ís- lenskra stjórnvalda um réttindi og stöðu kvenna á Islandi og kemur til með að fara ofan í saumana á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á sáttmálanum. Til undirbún- ings hefur kvennamisréttisnefndin haft samband við ýmis félög kvenna hér á landi og mætir eflaust til leiks með mikið vopnabúr af spurningum. Einstæðum mæðrum fjölgar um allan heim Sífellt fleiri börn eru alin upp af einstæð- um mæðrum um allan heini. Ástæðurnar eru margar, t.d. verður æ algengara að hjónabönd leysist upp vegna brotthlaups föður, skilnaðar eða dauða. Þá má nefna tímabundinn aðskilnað vegna stríðs eða flutnings frá einum stað til annars, stund- um af fúsuni og frjálsum vilja en einnig eru nauðungarflutningar sívaxandi vandamál. Þá hefur líka fjölgað fæðing- um hjá einstæðum mæðrum. Afleiðingin er sú að mörg börn fara á mis við nægjan- legan stuðning feðra sinna. Á síðasta áratug hafa borgarastríð og styrjaldir færst mikið í aukana og eiga nú 18 milljónir flóttamanna hvergi höfði sínu að halla, 80% þeirra eru konur og börn. Bónus fyrir langt hjónaband! Konur í breska íhaldsflokknum hafa lagt fram nýstárlega tillögu til að leggja að fólki að þrauka í hjónabandi. Nái hjón því að eiga 10 ára brúðkaupsafmæli, skuli þau fá „tryggðarbónus", eða sérstakar endurgreiðslur frá skattinum, samkvæmt tillögunni. Slík skattendurgreiðsla endur- tæki sig á 10 ára fresti. Konurnar vilja að skattkerfinu verði breytt giftu fólki í hag. Þær beita sér enn- fremur fyrir því að heimavinnandi mæðr- um verði umbunað fyrir að annast sjálfar um börnin. Og þá er eftir að sjá, fái konurnar vilja sínum framgengt, hvort Ijárhagsávinn- ingur dugir til að koma í veg fyrir að hjónaskilnuðum fjölgi meira en orðið er. „Iílokkirnar“ í Peking Á ráðstefnunni í Peking kom fram að Norð- urlöndin eiga ekki eins nána samleið á al- þjóðavettvangi og hingað til. Þar skipuðu að- ildarlönd ESB sér í eina „blokk“, og að sjálf- sögðu þar með Danmörk, Finnland og Sví- þjóð. ísland aftur á móti starfaði nteð svokölluðum JUZCANS-hópi sem kenndur er við Japan, Bandaríkin, Nýja-Sjáland, Kanada, Ástralíu, Noreg og Sviss. „Blokk“ þróunarlandanna var vanalega kölluð G77Kína, þar sem Kína starfaði með þróun- arlöndunum, sem upphaflega voru 77 að tölu en eru nú 137 lönd í þessurn hópi. Hver hóp- ur hafði sinn forsvarsmann og talaði hann oftast fyrir munn allra í hópnum, en fyrir kom þó að þjóðir, eins og Súdanir og Iranir, sættu sig ekki við sjónarmið G77 og tóku sjálfar til máls. Forgangsröð karla og kvenna ólík Það má gera því skóna að börn einstæðra mæðra, sem ekki njóta stuðnings föður, alist upp við fátæklegri kjör en ella þar sem ekki er nema ein fyrirvinna og konur um allan heim njóta verri kjara en karlar. Þess finnast þó dæmi að betur sé hlúð að þessum börnum en þar sem húsbóndi er á heimilinu. Þannig reynast börn einstæðra mæðra í Kenýa og Malawi ekki eins vannærð og börn þar almennt og í Botswana fá börn undir handarjaðri einstæðra mæðra meiri ntenntun en þar sent karlmaður stjórnar heimilinu. Álitið er að ástæðan sé sú að konur láti þarf- ir barna sinna frekar ganga fyrir en karlarnir. Þegar karlarnir eru fjarri hafa konurnar yfir- ráð yfir tekjum sínum og geta varið þeim eins og þeim best þykir. Þetta staðfesta ýms- ar kannanir. Kennitalan hræðilega! „Konur, til hvers börðumst við fyrir starfs- menntun okkar, til hvers unnurn við tvöfalt starf meðan á uppeldi barna okkar stóð? Var þessi barátta til þess eins að sitja afskrifaðar úti í horni í 15-20 ár, þar til aldurinn leyfir búsetu í þjónustuíbúðum aldraðra?" Kona af svokallaðri „lýðveldiskynslóð" segir frá hremmingum þeim sem jafnöldrur hennar verða að þola þurfi þær að sækja um atvinnu nú á dögunt. Þær eru snarlega af- greiddar sem óverðugar þegar kennitalan þeirra kemur í ljós. Sem er náttúrlega tljót- lega. Þá er ekki spurt um kunnáttu, færni, starfsreynslu, ekki menntun, sem dugir skólabræðrum þeirra þó kannski í ráðherra- stól. Nei, kennitalan hræðilega segir alla söguna! 6

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.