Fréttablaðið - 02.12.2010, Side 4

Fréttablaðið - 02.12.2010, Side 4
4 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR Múlagöng lokuð Múlagöng verða lokuð í tvær nætur vegna viðgerða. Fyrsta lokun var í nótt og sú seinni verður í kvöld, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Lokunin stendur frá miðnætti og til klukkan sex að morgni. VEGAGERÐ VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 4° -7° 0° -6° -3° 1° 1° 21° 1° 14° 6° 17° -8° -3° 13° 1°Á MORGUN 10-15 m/s SA-til, annars hægviðri. LAUGARDAGUR Hægur vindur um allt land. 1 -1 -2 0 -3 1 -4 2 -1 5 -8 7 4 2 3 5 6 7 12 7 10 6 -2 -4 -6 -5 -6 2 -1 -6 -5 -3 KÓLNAR Á NÝ Í dag lækkar hita- stigið á landinu og búast má við svölu veðri næstu daga. Horfur eru á nokk- uð björtu veðri, einkum S-til. Við austurströndina má búast við éljum en að öðru leyti verð- ur úrkomulítið að mestu. Fram undan eru því svalir hæg- viðrisdagar. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Áfram hámarksútsvar Útsvarshlutfall í sveitarfélaginu Ölfusi verður áfram í hámarki á næsta ári, eða 13,28 prósent. Sveitarstjórnin gerir þó fyrirvara um að álagningar- hlutfallið verði 14,48 prósent ef af tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga verður. ÖLFUS BANDARÍKIN, AP Allir helstu bíla- framleiðendur, að Toyota undan- skildum, hafa greint frá mikilli söluaukningu nýrra bíla í nýliðn- um mánuði. Þróunin er sögð til marks um hægan bata bílaiðnað- arins vestra. Ford, General Motors, Chrysler, Nissan, Hyundai og Honda hafa greint frá söluaukningu upp á tugi prósentna. Toyota, sem hefur ítrekað þurft að kalla inn bíla vegna galla, greinir frá samdrætti í sölu. Greinendur segja að sölutölurn- ar, að viðbættum góðum sölutöl- um frá í október, bendi til þess að neytendur sem haldið hafi störf- um sínum í yfirstandandi efna- hagsþrengingum séu nú nægilega bjartsýnir á framtíðina til þess að eyða peningum og uppfæra bíla- kost sinn. Þróunin er sögð boða gott fyrir almennan efnahagsbata, því þegar stjórnendur fyrirtækja sjái merki um aukna neyslugleði fólks þá aukist vilji þeirra til að ráða meira starfsfólk, en atvinnuleysi í Banda- ríkjunum er sagt hafa hamlað efna- hagsbata þar mánuðum saman. Mesta söluaukningin var hjá Hyundai sem seldi 45 prósentum fleiri bíla í nóvember í ár, miðað við sama tíma í fyrra. Í öðru sæti er Nissan með söluaukningu upp á 27 prósent. - óká Aukin bílasala í Bandaríkjunum er sögð vita á gott fyrir efnahagsbata í landinu: Sala Hyundai jókst um 45 prósent NÝIR BÍLAR 2011 árgerð Cherokee jeppa á bílasölu í Bandaríkjunum. Chrysler Group hefur aukið sölu sína frá ári til árs, átta mánuði í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlistar- mann, 14. nóvember síðastliðinn og stórslasaði hann skuli sæta gæsluvarðhaldi til 27. desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi játað árás- ina. Hann kveðst hafa neytt kóka- íns áður en hann réðist á Ólaf. Þorvarður Davíð mun gangast undir geðrannsókn vegna máls- ins. - jss Hæstiréttur staðfestir úrskurð: Árásarmaður áfram inni Áhrif hækkana skatta og gjalda á fjölskyldu í Reykjavík: Útreikningar borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins 2010 Árskostnaður 2011 Árskostnaður Leikskólagjöld - barn 1 20.655 227.205 21.760 239.360 Leikskólagjöld - barn 2 100% 0 75% 59.840 Skólamáltíðir 5.000 52.500 5.500 57.750 Sorphirða 16.300 16.300 21.300 21.300 Fasteignaskattur 0,214% 51.360 0,225% 48.600 Lóðaskattur 0,08% 2.880 0,165% 5.346 Útsvar 13,03% 1.050.739 13,20% 1.064.448 OR gjöld 8.800 105.600 11.200 134.400 Frístund 8.365 87.833 10.038 105.399 Síðd.hressing Frístund 2.150 22.575 2.580 27.090 Samtals 1.616.992 1.763.533 Mismunur frá fyrra ári: 146.542 Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks gengur í þessu dæmi út frá því að um sé að ræða hjón með þrjú börn, þar af tvö á leikskóla og eitt í grunnskóla. Heildarlaun hjónanna eru 700.000 krónur samtals. Fasteignamat húsnæðis lækkar úr 24 milljónum króna niður í 21,6 milljónir í ár. Lóðaverð fer úr 3,6 milljónum niður í 3,24 milljónir. REYKJAVÍK Kostnaður vegna leik- skóla og grunnskóla hjá reyk- vískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikn- ingum borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðis- manna. Sjálfstæð- ismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokks- ins og Samfylk- ingar ákvað að fara til að brúa um fimm millj- arða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætl- un er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikning- um sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunn- skóla hafa hækkanir á leikskóla- gjöldum og lækkun systkinaaf- sláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þús- und krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á skött- um og gjöldum sjái fjölskyld- ur fram á allt að 100 til 150 þús- unda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venju- legar barnafjölskyldur í Reykja- vík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðal- laun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning.“ Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö pró- sent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frí- stundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt.“ Dagur B. Eggertsson, formað- ur borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskól- um hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósann- gjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöld- in, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt.“ Dagur segir að borgin sé í erf- iðri aðstöðu sem verði að bregð- ast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er.“ thorgils@frettabladid.is Leikskólagjöld hækka mest Útreikningar sjálfstæðismanna sýnir að í fjárhagsáætlun borgarinnar geti árskostnaður fjölskyldu með þrjú börn hækkað um nær 100 þúsund krónur. Meirihlutinn segir borgina bjóða upp á lægstu leikskólagjöldin. HÆKKAÐ Á LEIKSKÓLUM Meirihlutinn í Reykjavík fyrirhugar að hækka leikskólagjöld og lækka systkinaafslátt. Myndin er frá leikskólanum Hofi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Afsláttur af leikskólagjöldum í Reykjavík fyrir annað og þriðja barn. Var áður 100 prósent. 75% VIÐSKIPTI Íslandsbanki hagn- aðist um 13,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins, þar af um tæpa 4,9 milljarða á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,6 prósent í septemberlok samanborið við 19,8 prósent í lok síðasta árs. Fjármálaeftirlit- ið setur bönkunum 16 prósenta eiginfjárhlutfall. Viðskiptabankarnir þrír hafa nú skilað uppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður þeirra eftir skatt nam samtals 35 milljörðum króna. - jab Bankarnir græða 35 milljarða: Íslandsbanki hagnast um 13,2 milljarða DAGUR B. EGGERTSSON HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 01.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,187 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,28 116,84 181,73 182,61 152,11 152,97 20,409 20,529 18,879 18,991 16,642 16,740 1,3874 1,3956 177,73 178,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í fréttaskýringu um Árbótarmálið á síðu 18 í blaðinu í gær var sagt að starfsmaður heimilisins hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot í október í fyrra. Hið rétta er að hann var dæmd- ur síðastliðinn október. Hann var hins vegar ákærður í september í fyrra. LEIÐRÉTTING OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 890kr. BÁTUR, PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA BÁTUR MÁNAÐARINS O lís e r l ey fis ha fi Q ui zn os á Ís la nd i PI PA R\ TB W A S ÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.