Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 02.12.2010, Qupperneq 54
 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR38 timamot@frettabladid.is MARIA CALLAS (1923-1977) SÓPRANSÖNGKONA fæddist þennan dag. „Ég veit ekki hvað gerist þegar ég stíg á svið. Þar er eitthvað annað sem tekur yfir.“ Logi Már Einarsson arkitekt var kjör- inn nýr formaður Arkitektafélagsins fyrir rúmri viku. Logi Már er fæddur árið 1964, Akureyringur í húð og hár og útskrifaðist sem arkitekt frá Osló árið 1992. „Þegar ég kom heim úr námi var kreppa í landinu og fyrstu fjögur árin vann ég því við ýmislegt sem til féll; hjá landslagsarkitekt, á auglýsinga- stofum og fleiri stöðum. Ég fékk því strax innsýn í óöruggt atvinnuástand. Ég skil því vel hvernig það er fyrir unga arkitekta að koma nýútskrifaðir heim í dag,“ segir Logi. Í dag á Logi og rekur arkitektastof- una Kollgátu á Akureyri. „Arkitekt- ar eru fyrsta tannhjólið í gangverki mannvirkjageirans og hrunið hafði því fyrst áhrif á okkar stétt. Það er ekki óvarlegt að ætla að hjá arkitektum hafi almennt orðið 60-80 prósenta veltufall. Því er mikilvægt að opna augu stjórn- valda fyrir þeim möguleikum sem felast í sérþekkingu og reynslu arki- tekta við enduruppbyggingu samfé- lagsins. En til þess þurfa arkitektar að vera miklu duglegri að kynna fagið og stuðla að opinni umræðu um það. Arki- tektafélaginu bíður einnig það mikil- væga starf að auka á samheldni meðal félagsmanna, því það er ekkert laun- ungarmál að það getur hrikt í stoðum þegar menn þurfa að bítast um hvern brauðmola sem hrekkur af borðinu.“ Logi segir einnig mikilvægt að nýta samkeppnisformið oftar þannig að nýtt fólk í faginu eigi einhvern mögu- leika á að skapa sér starfsvettvang. „Það hefur ýmislegt farið úrskeiðis í mótun byggðar síðustu áratugi og það þarf að laga. Við arkitektar eigum okkar þátt í þeirri þróun og við eigum að axla ábyrgð á því. Kannski héldum við ekki nógu fast í okkar grunngildi, og það hefur leitt til þessarar niður- stöðu. Nú þurfum við taka saman höndum með öðrum sem að þessum málum koma, rétta af kúrsinn og huga betur að hugtökum eins og sjálfbærni, gæðum, varanleika og samfellu,“ segir Logi og bætir við að góður arkitektúr geti skipt máli við til dæmis eflingu ferðaþjónustu.“ „Arkitektar hafa hingað til allir menntað sig erlendis. Þeir ná því síður að hafa áhrif inn í stjórnkerf- ið og tengslanet samfélagsins, líkt og tengdar stéttir, svo sem verkfræðingar sem flestir mennta sig hérlendis. Því er brýnt að bjóða upp á fullnaðarnám í arkitektúr hér á landi þannig að litið verði á arkitekta sem sjálfsagðan og nauðsynlegan hluta af samfélaginu.“ Logi segir að arkitektar verði að vera bjartsýnir á framtíðina. „Mað- urinn býr yfir mikilli aðlögunarhæfni og við eigum að nýta okkur hrunið til algjörs endurmats og sem tækifæri til að byggja upp nýtt og manneskjulegra samfélag.“ juliam@frettabladid.is LOGI MÁR EINARSSON: NÝKJÖRINN FORMAÐUR ARKITEKTAFÉLAGSINS Mikilvægt að standa saman HVETUR TIL SAMSTÖÐU „Maðurinn býr yfir mikilli aðlögunarhæfni og við eigum að nýta okkur hrunið til algjörs endurmats og sem tækifæri til að byggja upp nýtt og manneskjulegra sam- félag,“ segir Logi. Merkisatburðir 1914 Sigurður Eggerz sendir stjórnarráðinu 2.000 orða skeyti um fund ríkisráðs í Kaupmannahöfn. Þetta var lengsta skeyti sem sent hafði verið til Íslands. 1941 Togarinn Sviði frá Hafnarfirði ferst út af Snæfellsnesi og 25 manna áhöfn með honum. 1942 Enrico Fermi tekst að koma af stað kveðjuverkun kjarna- klofnunar í Chicago. 1953 Helga Brynjólfsdóttir í Hafnarfirði fellur frá, 106 ára og 184 daga gömul. Fram til ársins 1980 er hún sá Íslending- ur sem hefur lifað hvað lengst. 1971 Sex arabísk furstadæmi mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Ástkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir, Erlingur Þráinn Jóhannsson sundþjálfari og fyrrverandi íþrótta- fulltrúi Reykjavíkur, Engjaseli 52, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. desember kl. 13.00. Hrafnhildur Hámundardóttir Jóhann Erlingsson Lise Tarkiainen Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Erla Hrafnhildur Ottósdóttir Tröllaborgum 13, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 28. nóvember. Erlingur Kr. Stefánsson Andrés Erlingsson Gyða Sigurlaugsdóttir Guðbrandur Erlingsson Jessika Larsson og barnabörn. Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, Þórdís Jónsdóttir – Lóa Grýtubakka 12, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni föstudagsins 26. nóvember. Jarðsett verður í kyrrþey. F.h. barnabarna og langömmubarna, Sveinbjörg I. Jónsdóttir Þorvaldur Stefánsson Birna Dís Benediktsdóttir Birgir A. Ingimarsson Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Danfríður Ásgeirsdóttir frá Reykjavík, lést mánudaginn 29. nóvember á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Brynjólfur John Gray og Valur Einarsson. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Ingi þór Jóhannsson sjómaður, til heimilis að Tjarnargötu 22 Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði þann 30. nóvember 2010. Útförin verður auglýst síðar. Ásrún Ingiþórs Ingadóttir Ingvi Ingiþórs Ingason Ágúst Ingiþórs Ingason Borgny Seland Jóhann Ingiþórs Ingason Sigríður T. Óskarsdóttir Þórir Gunnar Ingason Jónína S. Jóhannsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Guðmundur Bergmann fyrrverandi aðalgjaldkeri, áður til heimilis að Ljósvallagötu 24, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Andreas Bergmann Guðrún Gísladóttir Bergmann Ingibjörg Bergmann Þorbergur Halldórsson Halldór Bergmann Anna Lára Kolbeins Guðrún Bergmann Gísli G. Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir Ingveldur Guðmundsdóttir lést þriðjudaginn 30. nóvember á Landspítalanum Háskólasjúkrahús - Fossvogi. Amalía Berndsen Sveinbjörn Þór Haraldsson Sigríður Berndsen Björn Jónsson Berglind Berndsen Guðmundur Gíslason Birna Berndsen Birkir Marteinsson Barnabörn og barnabarnabarn Elín Guðmundsdóttir Gunnar Kristjánsson Ástkær móðir okkar, tengdadóttir, systurdóttir, mágkona og vinkona, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður LÍV, Starhaga 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Bjarni Jónsson Jenný N. Sigurðardóttir Andrés Jón Esrason Jón Eiríksson Timothy David Creighton Ruth Barnett Creighton Irina S. Ogurtsova
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.