Fréttablaðið - 02.12.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 02.12.2010, Síða 56
40 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. kyrr, 6. mannþvaga, 8. berja, 9. borg, 11. gangþófi, 12. blakt, 14. digurmæli, 16. í röð, 17. traust, 18. ennþá, 20. utan, 21. skjótur. LÓÐRÉTT 1. þurft, 3. þys, 4. garðplöntutegund, 5. holufiskur, 7. fíkinn, 10. dýrafita, 13. garðshorn, 15. knippi, 16. húð- poki, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. lygn, 6. ös, 8. slá, 9. róm, 11. il, 12. flökt, 14. grobb, 16. hi, 17. trú, 18. enn, 20. án, 21. snar. LÓÐRÉTT: 1. þörf, 3. ys, 4. glitbrá, 5. nál, 7. sólginn, 10. mör, 13. kot, 15. búnt, 16. hes, 19. na. Við notum kjallarann voða lítið, það er svo mikill raki þarna niðri. Jæja, þá leggjum við í hann! Tilbúinn! Þú gerir þetta viljandi! Bíddu bara þar til þú þarft að heimsækja mig á elli- heimilið! Gaur, þú verður að fara að tala meira við for- eldra þína. Myndir þú gera það? Er þetta slæmt? Ég sé það ekki. Þetta virðist djúpt. Það gæti þurft að sauma hana. SAUMA? Ó nei! Ekki það! Þetta er hræðilegt! Aumingja Lóa! Aumingja Lóa! Hvað er að sauma? Já. Farið bara og klæðið ykkur. Í glænýrri bók setur útlitsráðgjafinn Karl Berndsen fram bókstafina V, A, X og I til að sýna konum hvernig þær eiga að klæða sig. Samkvæmt Karli eru konur með vaxtarlag í anda V-sins, kosn- ingabókstafs Kvennalistans sáluga, með breiðar axlir en þær sem eru eins og X eru víst með sama mjaðma- og brjóst- mál en þó mittismjóar. A-konurnar eru mjaðmabreiðar og mitti I-kvennanna er ekki áberandi. MORGUNBLAÐIÐ fjallaði um bók Karls 26. nóvember sl. og þar er I- konunni meira að segja lýst sem „kassalaga”. Sjálf hef ég aldrei hitt kassalaga konu þótt mér hafi stundum fundist ýmsar þær sem á vegi mínum hafa orðið ótrúlega ferkantaðar. Nú vita allir að karl- ar eru ekkert betri í að klæða sig eftir vaxtarlagi en konur – þótt ekki sé mikið um það rætt alla jafna. Ég hef því tekið mér það birnu- leyfi að semja kerfi í anda Karls fyrir þá. Í kerfinu mínu eru eftir farandi bókstafir notaðir til að lýsa líkama íslenska karl- mannsins: Þ, Ö, B og Æ. ÖLL höfum við séð karla með kúluvambir en nú þurfum við ekki að nota jafnniðrandi orð um þetta vaxtarlag, heldur getum sagt: „Þú ert svona Þ-karl.“ Hugsið ykkur þægindin fyrir afgreiðslufólk í herra- fataverslunum landsins! B-karlarnir eru síðan þeir sem eru allir í fellingum. Þeir geta enn keypt sér föt í venjulegum búðum og fara reglulega í Dressmann eftir góðum flíspeysum og flauelsbux- um við. Ö-karlinn er vitaskuld sá sem hefur farið heldur geyst í átinu og þarf ekki að útskýra það neitt frekar. Hann er löngu orðinn leiður á að fara í fatabúðir og sendir einhvern fyrir sig. Sá getur þá sagst vera að velja á félaga sinn sem sé með Ö-vaxtarlag – án þess að fara eitt- hvað nánar út í það. SVO er það Æ-maðurinn. Hann sker sig frá hinum körlunum því hann ber ekki þetta heiti beint vegna vaxtarlagsins, held- ur því að hann er einhvern veginn úti um allt. Hann rekur sig gjarnan utan í, hellir niður glösum og stundum rekst hann utan í konur sem segja þá: „Æ“ um leið og þær dusta skanka mannsins af sér. Margar konur kannast við að hafa lent í Æ-mann- inum – sumar jafnvel oftar en einu sinni sama kvöldið. En nú eru jólin á næsta leiti og munu þau vonandi færa okkur öllum ró og frið. Þótt vaxtarlag okkar sé vissulega mismunandi reiði ég mig á að hjartalag okkar sé svipað. Það er það sem skiptir mestu. STAFAKARL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.